Lífið

Skúli Mogensen sektaður fyrir utan samgönguráðuneytið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Að sögn viðstaddra var Skúli ekki að stressa sig á sektinni, enda þarf hann að huga að mörgu þessa dagana.
Að sögn viðstaddra var Skúli ekki að stressa sig á sektinni, enda þarf hann að huga að mörgu þessa dagana.
Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra í samgönguráðuneytinu klukkan 14 í dag.

Tilgangur fundarins var að ræða samkomulag WOW air og Indigo Partners og atburði síðustu vikna að sögn samgönguráðherra.

Skúli vildi ekkert tjá sig eftir fundinn þegar Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við hann fyrir utan ráðuneytið en glöggir áhorfendur Vísis sjá aftur á móti á myndbandi sem tökumaður Stöðvar 2 náði af Skúla ganga inn í bifreið sína að hann hafði fengið stöðumælasekt.

Skúli ekur um á Teslu en eins og margir vita fær hann afslátt ef sektin er greidd um leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.