WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. nóvember 2018 12:30 Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air. Vísir/vilhelm Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði.Uppsagnarbréf beið fimmtán starfsmanna WOW Air þegar þeir mættu til vinnu í morgun. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, vinna flestir starfsmennirnir á flugvellinum í Keflavík og skýrir hún uppsagnirnar með vísan til árstíðabundinnar sveiflu. Uppsagnirnar komu strax í kjölfar tilkynningar um kaup bandaríska fjárfestinarfélagsins Indigo Partners á hlut í WOW air en tengjast henni þó ekki með beinum hætti. Ekki hefur verið gefið upp hversu stóran hlut Indigo Partners eignast í WOW air. Um er að ræða bráðabirgðasamkomulag sem er háð ýmsum fyrirvörum og kaupin eru því ekki frágengin ennþá. Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu WOW air kemur fram að Skúli Mogensen muni áfram vera aðaleigandi Wow air en skilmálar samkomulagsins eru ekki gefnir upp að öðru leyti. Indigo Partners eru með höfuðstöðvar í Phoenix í Bandaríkjunum. Félagið sérhæfir sig í fjárfestingum í lággjaldaflugfélögum og er dæmis aðalfjárfestirinn í Tiger Airways í Singapúr og Spirit Airlines á Flórída. Þá er Indigo einn stærsti hluthafinn í ungverska lággjaldaflugfélaginu Wizz air sem flýgur meðal annars til og frá Íslandi. Skúli Mogensen varð ekki við ósk um viðtal og bar fyrir sig trúnað gagnvart Indigo Partners. Steinn Logi Björnsson, forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic, hefur meira en tveggja áratuga reynslu af flugmarkaði en hann var um tuttugu ára skeið í framkvæmdastjórn Icelandair. Hann segir að Indigo Partners hafi fylgt sömu aðferðafræði í öllum flugfélögum sem fyrirtækið hefur fjárfest í. Steinn Logi Björnsson forstjóri Bluebird Nordic.Taka alla þjónustuliði út úr fargjaldinu „Þeir hafa einbeitt sér að „ultra low cost" og það er gert með því að taka alla þjónustuliði út úr fargjaldinu. Það er allt selt. Það er mun lengra gengið en WOW air hefur gert. Þetta hafa þeir gert með Spirit í Bandaríkjunum og Wizz air og fleiri slík félög. Svo eru þeir með lægri launakostnað svo það er margt sem ekki endilega rímar í dag við WOW air. Það kemur fram í tilkynningunni að þeir hafi ákveðnar hugmyndir um þær breytingar sem þeir vilja ráðast í og ég hugsa að þær hljóti að vera í þessa átt,“ segir Steinn Logi. Flugfélögin sem Indigo Partners hefur fjárfest í hafa haft þrýst niður launakostnaði og eru laun hjá þessum félögum mun lægri en það sem gengur og gerist annars staðar. .Munu íslenskir flugmenn sætta sig við slík laun? „Ég myndi halda að núverandi launakostnaður hjá WOW air samræmdist ekki þeirra hugmyndum um um ultra low cost félög svo maður spyr sig hvort þeir séu að horfa mikið til Íslands. Hvort þeir séu endilega að horfa mikið til tengibankans í Keflavík eða hvort þeir séu kannski meira að horfa á vörumerkið WOW air og beint flug yfir Atlantshafið (án viðkomu í Keflavík innsk.blm). Ef maður horfir á þau félög sem þeir hafa fjárfest í þá finnst manni það vera líklegra.“ Steinn Logi segir að bráðabirgðasamkomulag um kaupin sé ákveðin viðurkenning á þeim verðmætum sem felast í vörumerki WOW air og uppbyggingu félagsins á síðustu árum. „Ég held að árangurinn sem WOW hafi náð svona hratt felist í því að koma nafni WOW air á markað fyrir lægstu fargjöld. Það getur hins vegar falið í sér veikleika líka. Ef það er eina ástæðan til að fljúga með félaginu að þar séu lægstu fargjöld þá verður það erfitt þegar kostnaður snýst gegn mönnum, þegar eldsneytiskotnaður hækkar, gengið breytist og annað slíkt. En það má segja að markaðslega séð sé þetta mesti árangurinn hjá WOW air enda hafa stórir fjölmiðlar erlendis reglulega vísað til lægstu fargjalda WOW air í umfjöllun um lággjaldaflugfélög í flugi yfir Atlantshafið.“Mörgum spurningum ósvarað Mörgum spurningum er ósvarað varðandi bráðabirgðasamkomulag um kaup Indigo Partners í WOW air. Til dæmis liggur ekki fyrir hversu langt viðræður Skúla Mogensen við Indigo Partners voru komnar þegar Skúli skrifaði bréf til þeirra sem eiga skuldabréf WOW air síðastliðinn þriðjudag. Í bréfinu vísaði hann til áhuga annarra en Icelandair. „Við höfum unnið af kostgæfni að því að útvega viðbótarfjármögnun og höfum fundið fyrir áhuga frá fjölmörgum aðilum auk Icleandair, eins og opinberlega hefur verið greint frá,“ segir Skúli í bréfinu. Á þessum tímapunkti var um talsveirt meira en einfaldan áhuga að ræða af hálfu Icelandair enda lág fyrir undirritaður kaupsamningur á borðinu, áreiðanleikakönnun stóð yfir hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte og Samkeppniseftirlitið var að meta áhrifin af samrunanum á samkeppni. Ummælin féllu enda í grýttan jarðveg hjá stjórn Icelandair Group. Í gær var svo greint frá því að hætt hefði verið við samrunann. Ein helsta ástæðan var að stjórnendur Icelandair Group töldu meiri áhættu fylgja kaupunum en lagt var upp með í fyrstu. Grundvallaðist þar mat meðal annars á niðurstöðum áreiðanleikakönnunar. WOW Air Tengdar fréttir „Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30 Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00 Þurfi að taka á sig tugprósenta afskriftir Icelandair þrýstir á að félagið standi undir talsvert minni hluta af höfuðstól skuldabréfaeigenda WOW air. Greinandi Landsbankans segir það ekki koma á óvart ef hluthafafundi Icelandair á föstudag verði frestað. 29. nóvember 2018 06:30 Skúli lagði 770 milljónir til WOW Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, kom úr vasa forstjórans. 27. nóvember 2018 13:35 Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 Bjartsýnn á að önnur flugfélög fylli í skarðið Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segist bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að ferðaþjónustan og hagkerfið myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna. 30. nóvember 2018 06:15 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 Hrósar áhöfn WOW Air fyrir frammistöðu við erfiðar aðstæður Þurftu að hætta við lendingu í Dublin. 28. nóvember 2018 08:14 Lofar starfsfólki WOW launum Starfsfólk WOW Air mun fá greidd laun um næstu mánaðamót. 28. nóvember 2018 11:43 WOW losar sig við fjórar vélar WOW Air mun fækka í flota sínum um fjórar flugvélar, tvær Airbus A320 og tvær Airbus A330 27. nóvember 2018 16:31 Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Einhugur um að hætta við kaupin á WOW air Stjórnarformaður Icelandair segir einhug um að hætta við kaupin á WOW air hafa ríkt innan stjórnarinnar. Hvorki var komið á hreint hver stór hlutur Skúla í Icelandair hefði orðið né hvort samkomulag næðist við skuldabréfaeigendur WOW air. 30. nóvember 2018 06:30 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. 30. nóvember 2018 11:20 Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Þá segir Skúli fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. 29. nóvember 2018 11:04 Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51 Mikilvægt að eyða óvissu því WOW air flytur fjóra af hverjum tíu farþegum Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. 29. nóvember 2018 20:15 Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði.Uppsagnarbréf beið fimmtán starfsmanna WOW Air þegar þeir mættu til vinnu í morgun. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, vinna flestir starfsmennirnir á flugvellinum í Keflavík og skýrir hún uppsagnirnar með vísan til árstíðabundinnar sveiflu. Uppsagnirnar komu strax í kjölfar tilkynningar um kaup bandaríska fjárfestinarfélagsins Indigo Partners á hlut í WOW air en tengjast henni þó ekki með beinum hætti. Ekki hefur verið gefið upp hversu stóran hlut Indigo Partners eignast í WOW air. Um er að ræða bráðabirgðasamkomulag sem er háð ýmsum fyrirvörum og kaupin eru því ekki frágengin ennþá. Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu WOW air kemur fram að Skúli Mogensen muni áfram vera aðaleigandi Wow air en skilmálar samkomulagsins eru ekki gefnir upp að öðru leyti. Indigo Partners eru með höfuðstöðvar í Phoenix í Bandaríkjunum. Félagið sérhæfir sig í fjárfestingum í lággjaldaflugfélögum og er dæmis aðalfjárfestirinn í Tiger Airways í Singapúr og Spirit Airlines á Flórída. Þá er Indigo einn stærsti hluthafinn í ungverska lággjaldaflugfélaginu Wizz air sem flýgur meðal annars til og frá Íslandi. Skúli Mogensen varð ekki við ósk um viðtal og bar fyrir sig trúnað gagnvart Indigo Partners. Steinn Logi Björnsson, forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic, hefur meira en tveggja áratuga reynslu af flugmarkaði en hann var um tuttugu ára skeið í framkvæmdastjórn Icelandair. Hann segir að Indigo Partners hafi fylgt sömu aðferðafræði í öllum flugfélögum sem fyrirtækið hefur fjárfest í. Steinn Logi Björnsson forstjóri Bluebird Nordic.Taka alla þjónustuliði út úr fargjaldinu „Þeir hafa einbeitt sér að „ultra low cost" og það er gert með því að taka alla þjónustuliði út úr fargjaldinu. Það er allt selt. Það er mun lengra gengið en WOW air hefur gert. Þetta hafa þeir gert með Spirit í Bandaríkjunum og Wizz air og fleiri slík félög. Svo eru þeir með lægri launakostnað svo það er margt sem ekki endilega rímar í dag við WOW air. Það kemur fram í tilkynningunni að þeir hafi ákveðnar hugmyndir um þær breytingar sem þeir vilja ráðast í og ég hugsa að þær hljóti að vera í þessa átt,“ segir Steinn Logi. Flugfélögin sem Indigo Partners hefur fjárfest í hafa haft þrýst niður launakostnaði og eru laun hjá þessum félögum mun lægri en það sem gengur og gerist annars staðar. .Munu íslenskir flugmenn sætta sig við slík laun? „Ég myndi halda að núverandi launakostnaður hjá WOW air samræmdist ekki þeirra hugmyndum um um ultra low cost félög svo maður spyr sig hvort þeir séu að horfa mikið til Íslands. Hvort þeir séu endilega að horfa mikið til tengibankans í Keflavík eða hvort þeir séu kannski meira að horfa á vörumerkið WOW air og beint flug yfir Atlantshafið (án viðkomu í Keflavík innsk.blm). Ef maður horfir á þau félög sem þeir hafa fjárfest í þá finnst manni það vera líklegra.“ Steinn Logi segir að bráðabirgðasamkomulag um kaupin sé ákveðin viðurkenning á þeim verðmætum sem felast í vörumerki WOW air og uppbyggingu félagsins á síðustu árum. „Ég held að árangurinn sem WOW hafi náð svona hratt felist í því að koma nafni WOW air á markað fyrir lægstu fargjöld. Það getur hins vegar falið í sér veikleika líka. Ef það er eina ástæðan til að fljúga með félaginu að þar séu lægstu fargjöld þá verður það erfitt þegar kostnaður snýst gegn mönnum, þegar eldsneytiskotnaður hækkar, gengið breytist og annað slíkt. En það má segja að markaðslega séð sé þetta mesti árangurinn hjá WOW air enda hafa stórir fjölmiðlar erlendis reglulega vísað til lægstu fargjalda WOW air í umfjöllun um lággjaldaflugfélög í flugi yfir Atlantshafið.“Mörgum spurningum ósvarað Mörgum spurningum er ósvarað varðandi bráðabirgðasamkomulag um kaup Indigo Partners í WOW air. Til dæmis liggur ekki fyrir hversu langt viðræður Skúla Mogensen við Indigo Partners voru komnar þegar Skúli skrifaði bréf til þeirra sem eiga skuldabréf WOW air síðastliðinn þriðjudag. Í bréfinu vísaði hann til áhuga annarra en Icelandair. „Við höfum unnið af kostgæfni að því að útvega viðbótarfjármögnun og höfum fundið fyrir áhuga frá fjölmörgum aðilum auk Icleandair, eins og opinberlega hefur verið greint frá,“ segir Skúli í bréfinu. Á þessum tímapunkti var um talsveirt meira en einfaldan áhuga að ræða af hálfu Icelandair enda lág fyrir undirritaður kaupsamningur á borðinu, áreiðanleikakönnun stóð yfir hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte og Samkeppniseftirlitið var að meta áhrifin af samrunanum á samkeppni. Ummælin féllu enda í grýttan jarðveg hjá stjórn Icelandair Group. Í gær var svo greint frá því að hætt hefði verið við samrunann. Ein helsta ástæðan var að stjórnendur Icelandair Group töldu meiri áhættu fylgja kaupunum en lagt var upp með í fyrstu. Grundvallaðist þar mat meðal annars á niðurstöðum áreiðanleikakönnunar.
WOW Air Tengdar fréttir „Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30 Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00 Þurfi að taka á sig tugprósenta afskriftir Icelandair þrýstir á að félagið standi undir talsvert minni hluta af höfuðstól skuldabréfaeigenda WOW air. Greinandi Landsbankans segir það ekki koma á óvart ef hluthafafundi Icelandair á föstudag verði frestað. 29. nóvember 2018 06:30 Skúli lagði 770 milljónir til WOW Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, kom úr vasa forstjórans. 27. nóvember 2018 13:35 Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 Bjartsýnn á að önnur flugfélög fylli í skarðið Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segist bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að ferðaþjónustan og hagkerfið myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna. 30. nóvember 2018 06:15 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 Hrósar áhöfn WOW Air fyrir frammistöðu við erfiðar aðstæður Þurftu að hætta við lendingu í Dublin. 28. nóvember 2018 08:14 Lofar starfsfólki WOW launum Starfsfólk WOW Air mun fá greidd laun um næstu mánaðamót. 28. nóvember 2018 11:43 WOW losar sig við fjórar vélar WOW Air mun fækka í flota sínum um fjórar flugvélar, tvær Airbus A320 og tvær Airbus A330 27. nóvember 2018 16:31 Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Einhugur um að hætta við kaupin á WOW air Stjórnarformaður Icelandair segir einhug um að hætta við kaupin á WOW air hafa ríkt innan stjórnarinnar. Hvorki var komið á hreint hver stór hlutur Skúla í Icelandair hefði orðið né hvort samkomulag næðist við skuldabréfaeigendur WOW air. 30. nóvember 2018 06:30 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. 30. nóvember 2018 11:20 Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Þá segir Skúli fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. 29. nóvember 2018 11:04 Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51 Mikilvægt að eyða óvissu því WOW air flytur fjóra af hverjum tíu farþegum Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. 29. nóvember 2018 20:15 Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
„Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30
Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00
Þurfi að taka á sig tugprósenta afskriftir Icelandair þrýstir á að félagið standi undir talsvert minni hluta af höfuðstól skuldabréfaeigenda WOW air. Greinandi Landsbankans segir það ekki koma á óvart ef hluthafafundi Icelandair á föstudag verði frestað. 29. nóvember 2018 06:30
Skúli lagði 770 milljónir til WOW Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, kom úr vasa forstjórans. 27. nóvember 2018 13:35
Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12
Bjartsýnn á að önnur flugfélög fylli í skarðið Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segist bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að ferðaþjónustan og hagkerfið myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna. 30. nóvember 2018 06:15
„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00
Hrósar áhöfn WOW Air fyrir frammistöðu við erfiðar aðstæður Þurftu að hætta við lendingu í Dublin. 28. nóvember 2018 08:14
Lofar starfsfólki WOW launum Starfsfólk WOW Air mun fá greidd laun um næstu mánaðamót. 28. nóvember 2018 11:43
WOW losar sig við fjórar vélar WOW Air mun fækka í flota sínum um fjórar flugvélar, tvær Airbus A320 og tvær Airbus A330 27. nóvember 2018 16:31
Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30
Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01
Einhugur um að hætta við kaupin á WOW air Stjórnarformaður Icelandair segir einhug um að hætta við kaupin á WOW air hafa ríkt innan stjórnarinnar. Hvorki var komið á hreint hver stór hlutur Skúla í Icelandair hefði orðið né hvort samkomulag næðist við skuldabréfaeigendur WOW air. 30. nóvember 2018 06:30
Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21
Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. 30. nóvember 2018 11:20
Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Þá segir Skúli fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. 29. nóvember 2018 11:04
Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51
Mikilvægt að eyða óvissu því WOW air flytur fjóra af hverjum tíu farþegum Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. 29. nóvember 2018 20:15