Snorri Steinn: Það eru fleiri með augu á Alexander, Ými og Orra Skúli Arnarson skrifar 9. desember 2018 21:42 Snorri Steinn á hliðarlínunni. vísir/bára Valsmenn unnu góðan sex marka sigur á Fram í Origo höllinni í kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna var að vonum glaður eftir leik. „Ég er glaður að vinna leikinn, það breytist ekkert.” Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valsmenn voru alltaf skrefi á undan. Snorri var ekki alveg nægilega sáttur með fyrri hálfleikinn en fannst sínir menn gefa í í seinni hálfleik. „Mér fannst við ekki alveg jafn skarpir og ég vildi, allavega í fyrri hálfleik, en við vorum þannig séð alltaf með frumkvæðið og alltaf með yfirhöndina. Við vorum að gera fullt af hlutum vel en vörnin var kannski að leka meira en við erum vanir en samt sem áður engin katastrófa.” Þrátt fyrir að vera alltaf með yfirhöndina var Snorri ekkert orðinn rólegur fyrr en í leikslok. „Nei við vorum ekkert með þá, Fram eru með hörkulið svo ég var ekkert rólegur. Við töluðum um það í hálfleik að gefa aðeins í og mér fannst við gera það. Það var gott flæði hjá okkur sóknarlega og margir að skora mörkin, sem er gott.” „Við erum töluvert frá því að vera fullslípaðir,” sagði Snorri þegar hann var spurður að því hversu langt Valsliðið væri frá því að vera fullslípað lið. Alexander Júlíusson fékk rautt spjald í leiknum í kvöld fyrir að fara í andlitið á Andra Heimi Friðriksyni. Þetta er annar leikurinn í röð sem Alexander fékk rautt og voru Valsmenn allt annað en sáttir við dóminn. Snorri sá atvikið ekki nægilega vel en finnst eins og sínir menn fái ekki sömu þolinmæði og aðrir. „Ég sá atvikið ekkert svakalega vel og það getur vel verið að þetta hafi verið rautt spjald, ég ætla ekkert að fullyrða um það. En það er hinsvegar alveg ljóst að það eru fleiri augu á Alexander, Ými og Orra og það er alveg á hreinu að þeir fá ekki sömu þolinmæði og margir aðrir. Mér finnst það stundum há þeim að vera góðir varnarmenn.” Agnar Smári Jónsson fékk högg í andlitið í fyrri hálfleik og þurfti að fara útaf. Hann kom ekkert meira við sögu í leiknum í dag. Snorri Steinn vildi þó ekki meina að meiðsli hafi verið ástæðan fyrir því að hann lék ekki meira í kvöld. „Hann var ekkert meiddur.” Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Valsmenn unnu góðan sex marka sigur á Fram í Origo höllinni í kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna var að vonum glaður eftir leik. „Ég er glaður að vinna leikinn, það breytist ekkert.” Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valsmenn voru alltaf skrefi á undan. Snorri var ekki alveg nægilega sáttur með fyrri hálfleikinn en fannst sínir menn gefa í í seinni hálfleik. „Mér fannst við ekki alveg jafn skarpir og ég vildi, allavega í fyrri hálfleik, en við vorum þannig séð alltaf með frumkvæðið og alltaf með yfirhöndina. Við vorum að gera fullt af hlutum vel en vörnin var kannski að leka meira en við erum vanir en samt sem áður engin katastrófa.” Þrátt fyrir að vera alltaf með yfirhöndina var Snorri ekkert orðinn rólegur fyrr en í leikslok. „Nei við vorum ekkert með þá, Fram eru með hörkulið svo ég var ekkert rólegur. Við töluðum um það í hálfleik að gefa aðeins í og mér fannst við gera það. Það var gott flæði hjá okkur sóknarlega og margir að skora mörkin, sem er gott.” „Við erum töluvert frá því að vera fullslípaðir,” sagði Snorri þegar hann var spurður að því hversu langt Valsliðið væri frá því að vera fullslípað lið. Alexander Júlíusson fékk rautt spjald í leiknum í kvöld fyrir að fara í andlitið á Andra Heimi Friðriksyni. Þetta er annar leikurinn í röð sem Alexander fékk rautt og voru Valsmenn allt annað en sáttir við dóminn. Snorri sá atvikið ekki nægilega vel en finnst eins og sínir menn fái ekki sömu þolinmæði og aðrir. „Ég sá atvikið ekkert svakalega vel og það getur vel verið að þetta hafi verið rautt spjald, ég ætla ekkert að fullyrða um það. En það er hinsvegar alveg ljóst að það eru fleiri augu á Alexander, Ými og Orra og það er alveg á hreinu að þeir fá ekki sömu þolinmæði og margir aðrir. Mér finnst það stundum há þeim að vera góðir varnarmenn.” Agnar Smári Jónsson fékk högg í andlitið í fyrri hálfleik og þurfti að fara útaf. Hann kom ekkert meira við sögu í leiknum í dag. Snorri Steinn vildi þó ekki meina að meiðsli hafi verið ástæðan fyrir því að hann lék ekki meira í kvöld. „Hann var ekkert meiddur.”
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira