Hanna Katrín: „Við skuldum heilli þjóð að bregðast við“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2018 11:13 Hanna Katrín Friðriksson þingflokkformaður Viðreisnar vill að þingmennirnir sex axli ábyrð og segi af sér. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar telur að sexmenningarnir sem sátu að sumbli á Klaustur bar 20. nóvember ættu að segja af sér. Ákvörðunin liggi þó hjá þingmönnunum sjálfum. Stóra verkefnið fram undan snúist um að gera Alþingi starfhæft en án þess að gera lítið úr alvarleika málsins. Hanna Katrín segir að það sé hættulegt að ráðast í þvingunaraðgerðir gegn þingmönnunum því þá sé búið að setja fordæmi sem ekki sjái fyrir endann á. Þetta segir hún í Sprengisandi í morgun.„Hingað og ekki lengra“ „Mig langar bara að vara sterklega við því að verið sé að bera hér saman orðræðu um að beita skuli konur kynferðislegu ofbeldi, nauðgunum, af því þær eru erfiðar að það sé verið að smætta það niður og bera það saman við að karlinn sé latur. Það er svolítið stemningin sko. Við megum bara ekki gleyma því að þetta er bara alveg gríðarlega alvarlegt, þessi ummæli ein og sér, og þau áhrif sem þau hafa út í samfélagið og fyrir ungar stúlkur sem eru að ryðja sér braut og fyrir unga karlmenn sem eiga eftir að vinna með þessum ungu konum. Við verðum einhvern veginn að klára þetta mál þannig að skilaboðin séu skýr og þau eru bara svona: Hingað og ekki lengra. Hanna Katrín vill koma því til skila að ein af ástæðunum fyrir því að hún sé slegin yfir upptökunum frá Klaustur bar sé hið persónulega. „Þarna er um að ræða sex þingmenn sem til dæmis ég á nú kannski ekkert sérlega margt sameiginlegt með hvað varðar stjórnmálaskoðanir og annað slíkt en ég hef unnið með þeim öllum náið og það hefur gengið vel – misjafnlega náið og allt það – en það er hluti af þessu og á einhvern hátt reynir maður að gera greinarmun á milli þeirra persóna sem um ræðir og það sem þær gera en alvarleikinn felst í því sem var gert og sagt og við skuldum heilli þjóð að bregðast við,“ segir Hanna Katrín.Þórunn Egilsdóttir segir að það hefðu ekki verið samantekin ráð að ganga út á meðan á ræðu formanns Miðflokksins stóð.Vísir/Vilhelm Gekk út til að ná andanum Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var ein af þeim sem gekk út á meðan á ræðu Sigmundar Davíðs Guðlaugssonar formanni Miðflokksins stóð. Þegar hún var innt eftir viðbrögðum við þessu sagði Þórunn að þarna hefði ekki verið um samantekin ráð að ræða. Henni hafi liðið illa að sitja undir orðum Sigmundar og þurft að fara afsíðis til þess að ná andanum. „Við sitjum uppi með það að við verðum að vinna saman. Við erum á þessum vinnustað og við getum ekki stjórnað því hvað aðrir gera og við verðum að sinna vinnunni okkar. Það hefur orðið mikið brot á trausti og farið yfir öll mörk og þetta er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við.“Þorsteinn Sæmundsson segir að þeir sem ekki fóru í leyfi njóti trausts innan flokksins.Vísir/VilhelmBera traust til Sigmundar og Önnu Kolbrúnar Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún njóti trausts innan flokksins þrátt fyrir það sem fór fram á Klaustur bar. „Þeir sem ekki eru farnir í leyfi njóta trausts innan flokksins og ég get eiginlega ekki sagt það öðruvísi,“ segir Þorsteinn sem bendir á að það hafi verið stigsmunur á aðild þingmannanna í samtalinu. Hann segist aftur á móti skilja viðbrögð þingmanna og almennings við þeim fréttum sem hafa borist frá upptökunum. „Þetta er ekkert mál sem er að hverfa núna á einhverjum dögum eða vikum sko, þetta á eftir að fylgja þessum manneskjum og þessum flokki í dágóðan tíma. Viðbrögð almennings eru mjög skiljanleg og mjög eðlileg og það er enginn að kvarta yfir þeim. Þau eru eins og þau eru,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort þingmennirnir sem tóku þátt í talinu geti hugsað sér að taka þátt í umræðum sem varðar þá hópa sem talað var illa um segir Þorsteinn: „Nú er það þannig að það sem var rætt og sagt á þessum bar, það var ekki verið að lesa upp úr stefnuskrá Miðflokksins. Hún er ekki með þessum hætti og þetta fólk var ekki að tala, eins og maður segir, á þann hátt sem við viljum að fólk tali, alls ekki, og eins og ég segi við hörmum það mjög hvað þarna fór fram.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Sprengisandur Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32 Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05 Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28 Þjóðin þreytt á Klaustursþingmönnum Fréttastofa ræddi við fólk í Mjóddinni í dag um þingmenn og Klaustursmálið svokallaða. 8. desember 2018 19:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar telur að sexmenningarnir sem sátu að sumbli á Klaustur bar 20. nóvember ættu að segja af sér. Ákvörðunin liggi þó hjá þingmönnunum sjálfum. Stóra verkefnið fram undan snúist um að gera Alþingi starfhæft en án þess að gera lítið úr alvarleika málsins. Hanna Katrín segir að það sé hættulegt að ráðast í þvingunaraðgerðir gegn þingmönnunum því þá sé búið að setja fordæmi sem ekki sjái fyrir endann á. Þetta segir hún í Sprengisandi í morgun.„Hingað og ekki lengra“ „Mig langar bara að vara sterklega við því að verið sé að bera hér saman orðræðu um að beita skuli konur kynferðislegu ofbeldi, nauðgunum, af því þær eru erfiðar að það sé verið að smætta það niður og bera það saman við að karlinn sé latur. Það er svolítið stemningin sko. Við megum bara ekki gleyma því að þetta er bara alveg gríðarlega alvarlegt, þessi ummæli ein og sér, og þau áhrif sem þau hafa út í samfélagið og fyrir ungar stúlkur sem eru að ryðja sér braut og fyrir unga karlmenn sem eiga eftir að vinna með þessum ungu konum. Við verðum einhvern veginn að klára þetta mál þannig að skilaboðin séu skýr og þau eru bara svona: Hingað og ekki lengra. Hanna Katrín vill koma því til skila að ein af ástæðunum fyrir því að hún sé slegin yfir upptökunum frá Klaustur bar sé hið persónulega. „Þarna er um að ræða sex þingmenn sem til dæmis ég á nú kannski ekkert sérlega margt sameiginlegt með hvað varðar stjórnmálaskoðanir og annað slíkt en ég hef unnið með þeim öllum náið og það hefur gengið vel – misjafnlega náið og allt það – en það er hluti af þessu og á einhvern hátt reynir maður að gera greinarmun á milli þeirra persóna sem um ræðir og það sem þær gera en alvarleikinn felst í því sem var gert og sagt og við skuldum heilli þjóð að bregðast við,“ segir Hanna Katrín.Þórunn Egilsdóttir segir að það hefðu ekki verið samantekin ráð að ganga út á meðan á ræðu formanns Miðflokksins stóð.Vísir/Vilhelm Gekk út til að ná andanum Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var ein af þeim sem gekk út á meðan á ræðu Sigmundar Davíðs Guðlaugssonar formanni Miðflokksins stóð. Þegar hún var innt eftir viðbrögðum við þessu sagði Þórunn að þarna hefði ekki verið um samantekin ráð að ræða. Henni hafi liðið illa að sitja undir orðum Sigmundar og þurft að fara afsíðis til þess að ná andanum. „Við sitjum uppi með það að við verðum að vinna saman. Við erum á þessum vinnustað og við getum ekki stjórnað því hvað aðrir gera og við verðum að sinna vinnunni okkar. Það hefur orðið mikið brot á trausti og farið yfir öll mörk og þetta er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við.“Þorsteinn Sæmundsson segir að þeir sem ekki fóru í leyfi njóti trausts innan flokksins.Vísir/VilhelmBera traust til Sigmundar og Önnu Kolbrúnar Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún njóti trausts innan flokksins þrátt fyrir það sem fór fram á Klaustur bar. „Þeir sem ekki eru farnir í leyfi njóta trausts innan flokksins og ég get eiginlega ekki sagt það öðruvísi,“ segir Þorsteinn sem bendir á að það hafi verið stigsmunur á aðild þingmannanna í samtalinu. Hann segist aftur á móti skilja viðbrögð þingmanna og almennings við þeim fréttum sem hafa borist frá upptökunum. „Þetta er ekkert mál sem er að hverfa núna á einhverjum dögum eða vikum sko, þetta á eftir að fylgja þessum manneskjum og þessum flokki í dágóðan tíma. Viðbrögð almennings eru mjög skiljanleg og mjög eðlileg og það er enginn að kvarta yfir þeim. Þau eru eins og þau eru,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort þingmennirnir sem tóku þátt í talinu geti hugsað sér að taka þátt í umræðum sem varðar þá hópa sem talað var illa um segir Þorsteinn: „Nú er það þannig að það sem var rætt og sagt á þessum bar, það var ekki verið að lesa upp úr stefnuskrá Miðflokksins. Hún er ekki með þessum hætti og þetta fólk var ekki að tala, eins og maður segir, á þann hátt sem við viljum að fólk tali, alls ekki, og eins og ég segi við hörmum það mjög hvað þarna fór fram.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Sprengisandur Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32 Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05 Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28 Þjóðin þreytt á Klaustursþingmönnum Fréttastofa ræddi við fólk í Mjóddinni í dag um þingmenn og Klaustursmálið svokallaða. 8. desember 2018 19:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32
Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05
Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28
Þjóðin þreytt á Klaustursþingmönnum Fréttastofa ræddi við fólk í Mjóddinni í dag um þingmenn og Klaustursmálið svokallaða. 8. desember 2018 19:45