Nær hundrað milljónir árlega til þingflokka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. desember 2018 08:29 Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að aukið fjármagn muni nýtast flokkum til reksturs skrifstofu. Vísir/Vilhelm Árlegur leyfilegur styrkur einstaklinga til stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjöri hækkar samkvæmt nýju frumvarpi til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka þeirra. Þá munu greiðslur til smærri flokka á þingi hækka. Frumvarpið er lagt fram af formönnum allra flokka að Flokki fólksins og formannslausum Pírötum undanskildum. Þar eru varaformaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á lista. Markmið frumvarpsins er að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálaflokka auk þess að efla lýðræði og gagnsæi í stjórnmálum. Í þeim felst að stjórnmálasamtök sem fá minnst einn mann kjörinn á þing eiga rétt á tólf milljóna króna grunnframlagi úr ríkissjóði ár hvert. Þá munu stjórnmálasamtök sem bjóða fram í minnst þremur kjördæmum geta sótt um 750 þúsund króna styrk, sem greiðist úr fyrir hvert og eitt kjördæmi, vegna kosningabaráttunnar. Skilyrði úthlutunarinnar er að samtökin uppfylli upplýsingaskyldu sína gagnvart Ríkisendurskoðun. Þá er kveðið á um að leyfileg árleg heildarfjárframlög frá lögaðilum eða einstaklingum hækki úr 400 þúsund krónum í 550 þúsund krónur. Kveðið er á um auknar skyldur á stjórnmálaflokka til að upplýsa um uppruna fjármunanna í ársreikningum. Þó er kveðið á um að styrkir undir 300 þúsundum frá einstaklingum skuli háðir nafnleynd. Hingað til hefur þröskuldurinn miðast við 200 þúsund krónur. Skylt er að birta upplýsingar um alla styrki frá lögaðilum. Miðað við núverandi forsendur mun kostnaður ríkissjóðs aukast um 96 milljónir króna ár hvert vegna tólf milljóna króna greiðslunnar til hvers þingflokks. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að sá kostnaður muni nýtast flokkunum til reksturs skrifstofu. Að auki má gera ráð fyrir útgjaldaaukningu á hverju kosningaári. Hefðu lögin til að mynda verið í gildi í fyrra hefði þurft að greiða 27 milljónir króna til þeirra níu stjórnmálasamtaka sem buðu fram í öllum kjördæmum. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að tölurnar komi til með að hækka í samræmi við breytingar á vísitölum verðlags og launa. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að formenn þingflokka muni eftir helgi funda vegna fjölgunar aðstoðarmanna um áramótin. Þeirri lendingu virtist hafa verið náð en fækkun í Flokki fólksins getur haft áhrif á það. Samkomulagið hljóðaði upp á að sautján nýir aðstoðarmenn tækju til starfa á kjörtímabilinu og skyldi þeim úthlutað samkvæmt hlutfallslegum styrk flokkanna. Miðað við nýjan fjölda í Flokki fólksins myndi styrkur þingflokksins ekki nægja til að fá aðstoðarmann úthlutaðan. Hann myndi skiptast að jöfnu milli Samfylkingarinnar og Miðflokksins. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, nú óháðir þingmenn, eiga ekki rétt á aðstoð. Breytingar urðu á nefndarsetu þeirra í gær. Ólafur Ísleifsson er nú í atvinnuveganefnd en Inga Sæland í fjárlaganefnd í hans stað. Þá eru Ólafur og Karl ekki lengur í Norðurlandaráði eða Vestnorræna ráðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Árlegur leyfilegur styrkur einstaklinga til stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjöri hækkar samkvæmt nýju frumvarpi til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka þeirra. Þá munu greiðslur til smærri flokka á þingi hækka. Frumvarpið er lagt fram af formönnum allra flokka að Flokki fólksins og formannslausum Pírötum undanskildum. Þar eru varaformaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á lista. Markmið frumvarpsins er að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálaflokka auk þess að efla lýðræði og gagnsæi í stjórnmálum. Í þeim felst að stjórnmálasamtök sem fá minnst einn mann kjörinn á þing eiga rétt á tólf milljóna króna grunnframlagi úr ríkissjóði ár hvert. Þá munu stjórnmálasamtök sem bjóða fram í minnst þremur kjördæmum geta sótt um 750 þúsund króna styrk, sem greiðist úr fyrir hvert og eitt kjördæmi, vegna kosningabaráttunnar. Skilyrði úthlutunarinnar er að samtökin uppfylli upplýsingaskyldu sína gagnvart Ríkisendurskoðun. Þá er kveðið á um að leyfileg árleg heildarfjárframlög frá lögaðilum eða einstaklingum hækki úr 400 þúsund krónum í 550 þúsund krónur. Kveðið er á um auknar skyldur á stjórnmálaflokka til að upplýsa um uppruna fjármunanna í ársreikningum. Þó er kveðið á um að styrkir undir 300 þúsundum frá einstaklingum skuli háðir nafnleynd. Hingað til hefur þröskuldurinn miðast við 200 þúsund krónur. Skylt er að birta upplýsingar um alla styrki frá lögaðilum. Miðað við núverandi forsendur mun kostnaður ríkissjóðs aukast um 96 milljónir króna ár hvert vegna tólf milljóna króna greiðslunnar til hvers þingflokks. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að sá kostnaður muni nýtast flokkunum til reksturs skrifstofu. Að auki má gera ráð fyrir útgjaldaaukningu á hverju kosningaári. Hefðu lögin til að mynda verið í gildi í fyrra hefði þurft að greiða 27 milljónir króna til þeirra níu stjórnmálasamtaka sem buðu fram í öllum kjördæmum. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að tölurnar komi til með að hækka í samræmi við breytingar á vísitölum verðlags og launa. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að formenn þingflokka muni eftir helgi funda vegna fjölgunar aðstoðarmanna um áramótin. Þeirri lendingu virtist hafa verið náð en fækkun í Flokki fólksins getur haft áhrif á það. Samkomulagið hljóðaði upp á að sautján nýir aðstoðarmenn tækju til starfa á kjörtímabilinu og skyldi þeim úthlutað samkvæmt hlutfallslegum styrk flokkanna. Miðað við nýjan fjölda í Flokki fólksins myndi styrkur þingflokksins ekki nægja til að fá aðstoðarmann úthlutaðan. Hann myndi skiptast að jöfnu milli Samfylkingarinnar og Miðflokksins. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, nú óháðir þingmenn, eiga ekki rétt á aðstoð. Breytingar urðu á nefndarsetu þeirra í gær. Ólafur Ísleifsson er nú í atvinnuveganefnd en Inga Sæland í fjárlaganefnd í hans stað. Þá eru Ólafur og Karl ekki lengur í Norðurlandaráði eða Vestnorræna ráðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira