Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 24-27 | Annar sigur ÍBV í röð Svava Kristín Grétarsdóttir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi skrifar 8. desember 2018 19:00 Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV. VÍSIR/vilhelm ÍBV hafði betur gegn Gróttu í botnbaráttuslag á Seltjarnarnesi í dag. ÍBV vann með þremur mörkum, 24-27. ÍBV var betra liðið lengst af og leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 13-15. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og náðu þriggja marka forystu þegar 15 mínútur voru liðnar af leiknum, 7-10. Bæði lið spiluðu þétta vörn og gekk uppstilltur sóknarleikur erfiðlega. ÍBV hélt forystunni út fyrri hálfleikinn og leiddi með tveimur mörkum að honum loknum, 13-15. Það voru svo heimamenn sem byrjuðu síðari hálfleikinn betur. Grótta náði forystu í leiknum í fyrsta skipti þegar rétt tæpar 40 mínútur voru liðnar, 17-16. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók þá leikhlé og ræddi við sína menn. Í framhaldinu kom 0-6 kafli Eyjamanna sem skilaði þeim góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi. Þrjú mörk skildu liðin að þegar 5 mínútur voru til leiksloka, 22-25. Gróttumenn voru sjálfum sér verstir, þeir sköpuðu sér góð færi en klúðruðu ótal dauðafærum. Björn Viðar Björnsson, markmaður ÍBV, reyndis þeim heldur erfiður í dag. Lokatölur í Hertz-höllinni, 24-27, ÍBV í vil og fögnuðu Eyjamenn sínum öðrum sigri í röð. Af hverju vann ÍBV?ÍBV átti heilt yfir betri leik í dag. Það var aðeins í upphafi síðari hálfleiks þar sem liðið datt niður og hleypti Gróttu inní leikinn en fyrir utan það þá náðu þeir að halda heimamönnum í góðri fjarlægð allan leikinn. Vörnin hjá ÍBV var þétt og skilaði þeim hraðaupphlaupum sem leikmenn nýttu vel. En markvarslan var einnig góð í dag og er stór ástæða fyrir sigri liðsins. Hverjir stóðu upp úr?Björn Viðar Björnsson, markmaður ÍBV, átti frábæran leik. Hann varði 13 skot og var með tæp 38% markvörslu. Hann steig upp undir lokin og lokaði vel á Gróttu seinni hluta síðari hálfleiks. Theodor Sigurbjörnsson var markahæstur í liði Eyjamanna með 6 mörk en Fannar Þór Friðgeirsson var þéttur í vörninni. Hjá Gróttu voru þeir Sveinn Jose Rivera og Alexander Jón markahæstir með 6 mörk, en þá ber að hrósa Jóhanni Reyni Gunnlaugssyni sem skoraði 5 mörk, reyndar úr 12 skotum, en það var jákvæð breyting á hans leik í dag. Hreiðar Levý Guðmundsson, markmaður liðsins, var með 13 bolta rétt eins og Björn Viðar, en Hreiðar datt niður í síðari hálfleik þegar Björn Viðar steig upp. Hannes Grimm átti mjög góðan leik í hjarta varnarinnar, hann var með 9 lögleg stopp. Hvað gekk illa? Grótta sýndi loksins ágætis sóknarleik þar sem liðið náði að koma sér í færi áður en þeir töpuðu boltanum, en í dag vantaði heldur betur uppá nýtingu dauðafæra hjá þeim. Í fyrsta skiptið í langan tíma var Grótta með færri tapaða bolta en mótherjinn, en í dag var ÍBV með 10 tapaða bolta en það kom sér ekki að sök. Hvað er framundan?Á miðvikudaginn mætast þessi lið aftur, þá í 16 liða úrslitum Coca-cola bikarsins. Leikurinn verður í Vestmannaeyjum og fróðlegt að sjá hvernig hann fer. Í 13. umferð Olís-deildarinnar, þá er erfitt verk fyrir höndum hjá Gróttu er þeir mæta toppliði Vals en ÍBV mætir þar Stjörnunni, báðir leikirnir á sunnudaginn, 16. desember. Theodór: Þetta er búið að vera mjög þungt hjá okkurÞað var létt yfir Theodóri Sigurbjörnssyni, leikmanni ÍBV, að leik loknum „Við byrjuðum að krafti, það kom smá milli kafli þarna undir lok fyrri og í byrjun seinni, en bara karakter að klára þetta.“ sagði Teddi, en minntist þar á slakan kafla ÍBV þegar þeir létu forystuna af hendi og hleyptu Gróttu inní leikinn. Teddi var þó ánægður með það hvernig liðið svaraði því og kom til baka. „Mér fannst það gerast þegar ég kom inná þarna í seinni hálfleik, þá náðum við að slíta þá aðeins frá okkur.“ sagði Teddi léttur en hrósaði síðan Grétari Þór Eyþórssyni, fyrir að leysa sig af „Grétar leysti mig vel af í fyrri hálfleik og byrjun seinni hálfleik, þá hafði ég líka góða orku til að klára þetta í seinni hálfleik. Þetta var bara flottur liðssigur og gaman að sjá Bjössa (Björn Viðar Björnsson) þarna í markinu að eiga toppleik.“ Eins og allir vita þá hefur ÍBV átt vægt til orða tekið erfitt tímabil og gengi liðsins hefur ekki staðist neinar væntingar. Theodór viðurkennir að þetta sé búið að vera erfitt en að ná núna öðrum sigurleiknum í röð sé kærkomið fyrir leikmenn uppá framhaldið að gera. „Þetta er búið að vera mjög þungt hjá okkur, ég verð nú bara að viðurkenna það. Nú erum við búnir að tengja tvo sigurleiki og það er mjög jákvætt fyrir framhaldið. Það er erfiður leikur framundan í bikarnum á miðvikudaginn, við þurfum að koma okkur áfram þar.“ Eins og fram hefur komið þá mætast þessi sömu lið í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn. Það vill oft gerast að þegar lið mætast tvisvar í röð að þá deilast sigrarnir niður á liðin en Teddi segir að ÍBV ætli að breyta því núna og vinna leikinn í Eyjum á miðvikudaginn líka. „Við ætlum að breyta því og fara áfram. Ef við spilum bara alveg eins og í dag þá vinnum við væntanlega með þremur mörkum.“ sagði Teddi að lokum, mjög bjartsýnn fyrir leiknum.Einar Jóns: Þú getur spilað viðtal við mig úr 3. umferð, þetta er ennþá það sama „Þetta er svolítið „groundhog day“ því miður“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Gróttu. „Mér fannst við spila, þ.e.a.s sóknarleikinn, eiginlega bara mjög vel. Miklu betur en áður. Við náðum að opna þá alveg trekk í trekk en förum alveg rosalega illa með mörg dauðafæri.“ „Ég hef ekki tölu á því hversu mörg dauðafæri við fórum með í þessum leik. Það er alveg ljóst að við verðum að nýta meiri hlutan af okkar dauðafærum, ég hugsa að við náum varla 50% nýtingu á dauðafærum. Þar fór þetta hjá okkur.“ sagði Einar, en hann segir þó að hann taki eitthvað jákvætt með sér eftir þennann leik og þá helst breytinguna á sóknarleik liðsins. „Mér fannst vörnin lengst af bara þokkaleg, sóknarleikurinn var betri en oft áður. Við vorum að skapa meira, en svo er þetta er bara sama tuggan og alltaf. Þú getur spilað viðtal við mig úr 3.umferð og það er allt ennþá það sama, því miður.“ Einar segir að það sé nú eitt og annað sem þarf að fara yfir fyrir leikinn gegn ÍBV á miðvikudaginn og að nýtingin hjá liðinu sé þar efst á lista. „Við þurfum að nýta dauðafærin, það er svona númer eitt. Við þurfum að skerpa okkur aðeins varnarlega líka. Ég er ekkert alveg dómbær á það svona strax eftir leik.“ En getur Grótta unnið ÍBV í Vestmannaeyjum? „Nei, ég held ekki“ Olís-deild karla
ÍBV hafði betur gegn Gróttu í botnbaráttuslag á Seltjarnarnesi í dag. ÍBV vann með þremur mörkum, 24-27. ÍBV var betra liðið lengst af og leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 13-15. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og náðu þriggja marka forystu þegar 15 mínútur voru liðnar af leiknum, 7-10. Bæði lið spiluðu þétta vörn og gekk uppstilltur sóknarleikur erfiðlega. ÍBV hélt forystunni út fyrri hálfleikinn og leiddi með tveimur mörkum að honum loknum, 13-15. Það voru svo heimamenn sem byrjuðu síðari hálfleikinn betur. Grótta náði forystu í leiknum í fyrsta skipti þegar rétt tæpar 40 mínútur voru liðnar, 17-16. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók þá leikhlé og ræddi við sína menn. Í framhaldinu kom 0-6 kafli Eyjamanna sem skilaði þeim góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi. Þrjú mörk skildu liðin að þegar 5 mínútur voru til leiksloka, 22-25. Gróttumenn voru sjálfum sér verstir, þeir sköpuðu sér góð færi en klúðruðu ótal dauðafærum. Björn Viðar Björnsson, markmaður ÍBV, reyndis þeim heldur erfiður í dag. Lokatölur í Hertz-höllinni, 24-27, ÍBV í vil og fögnuðu Eyjamenn sínum öðrum sigri í röð. Af hverju vann ÍBV?ÍBV átti heilt yfir betri leik í dag. Það var aðeins í upphafi síðari hálfleiks þar sem liðið datt niður og hleypti Gróttu inní leikinn en fyrir utan það þá náðu þeir að halda heimamönnum í góðri fjarlægð allan leikinn. Vörnin hjá ÍBV var þétt og skilaði þeim hraðaupphlaupum sem leikmenn nýttu vel. En markvarslan var einnig góð í dag og er stór ástæða fyrir sigri liðsins. Hverjir stóðu upp úr?Björn Viðar Björnsson, markmaður ÍBV, átti frábæran leik. Hann varði 13 skot og var með tæp 38% markvörslu. Hann steig upp undir lokin og lokaði vel á Gróttu seinni hluta síðari hálfleiks. Theodor Sigurbjörnsson var markahæstur í liði Eyjamanna með 6 mörk en Fannar Þór Friðgeirsson var þéttur í vörninni. Hjá Gróttu voru þeir Sveinn Jose Rivera og Alexander Jón markahæstir með 6 mörk, en þá ber að hrósa Jóhanni Reyni Gunnlaugssyni sem skoraði 5 mörk, reyndar úr 12 skotum, en það var jákvæð breyting á hans leik í dag. Hreiðar Levý Guðmundsson, markmaður liðsins, var með 13 bolta rétt eins og Björn Viðar, en Hreiðar datt niður í síðari hálfleik þegar Björn Viðar steig upp. Hannes Grimm átti mjög góðan leik í hjarta varnarinnar, hann var með 9 lögleg stopp. Hvað gekk illa? Grótta sýndi loksins ágætis sóknarleik þar sem liðið náði að koma sér í færi áður en þeir töpuðu boltanum, en í dag vantaði heldur betur uppá nýtingu dauðafæra hjá þeim. Í fyrsta skiptið í langan tíma var Grótta með færri tapaða bolta en mótherjinn, en í dag var ÍBV með 10 tapaða bolta en það kom sér ekki að sök. Hvað er framundan?Á miðvikudaginn mætast þessi lið aftur, þá í 16 liða úrslitum Coca-cola bikarsins. Leikurinn verður í Vestmannaeyjum og fróðlegt að sjá hvernig hann fer. Í 13. umferð Olís-deildarinnar, þá er erfitt verk fyrir höndum hjá Gróttu er þeir mæta toppliði Vals en ÍBV mætir þar Stjörnunni, báðir leikirnir á sunnudaginn, 16. desember. Theodór: Þetta er búið að vera mjög þungt hjá okkurÞað var létt yfir Theodóri Sigurbjörnssyni, leikmanni ÍBV, að leik loknum „Við byrjuðum að krafti, það kom smá milli kafli þarna undir lok fyrri og í byrjun seinni, en bara karakter að klára þetta.“ sagði Teddi, en minntist þar á slakan kafla ÍBV þegar þeir létu forystuna af hendi og hleyptu Gróttu inní leikinn. Teddi var þó ánægður með það hvernig liðið svaraði því og kom til baka. „Mér fannst það gerast þegar ég kom inná þarna í seinni hálfleik, þá náðum við að slíta þá aðeins frá okkur.“ sagði Teddi léttur en hrósaði síðan Grétari Þór Eyþórssyni, fyrir að leysa sig af „Grétar leysti mig vel af í fyrri hálfleik og byrjun seinni hálfleik, þá hafði ég líka góða orku til að klára þetta í seinni hálfleik. Þetta var bara flottur liðssigur og gaman að sjá Bjössa (Björn Viðar Björnsson) þarna í markinu að eiga toppleik.“ Eins og allir vita þá hefur ÍBV átt vægt til orða tekið erfitt tímabil og gengi liðsins hefur ekki staðist neinar væntingar. Theodór viðurkennir að þetta sé búið að vera erfitt en að ná núna öðrum sigurleiknum í röð sé kærkomið fyrir leikmenn uppá framhaldið að gera. „Þetta er búið að vera mjög þungt hjá okkur, ég verð nú bara að viðurkenna það. Nú erum við búnir að tengja tvo sigurleiki og það er mjög jákvætt fyrir framhaldið. Það er erfiður leikur framundan í bikarnum á miðvikudaginn, við þurfum að koma okkur áfram þar.“ Eins og fram hefur komið þá mætast þessi sömu lið í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn. Það vill oft gerast að þegar lið mætast tvisvar í röð að þá deilast sigrarnir niður á liðin en Teddi segir að ÍBV ætli að breyta því núna og vinna leikinn í Eyjum á miðvikudaginn líka. „Við ætlum að breyta því og fara áfram. Ef við spilum bara alveg eins og í dag þá vinnum við væntanlega með þremur mörkum.“ sagði Teddi að lokum, mjög bjartsýnn fyrir leiknum.Einar Jóns: Þú getur spilað viðtal við mig úr 3. umferð, þetta er ennþá það sama „Þetta er svolítið „groundhog day“ því miður“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Gróttu. „Mér fannst við spila, þ.e.a.s sóknarleikinn, eiginlega bara mjög vel. Miklu betur en áður. Við náðum að opna þá alveg trekk í trekk en förum alveg rosalega illa með mörg dauðafæri.“ „Ég hef ekki tölu á því hversu mörg dauðafæri við fórum með í þessum leik. Það er alveg ljóst að við verðum að nýta meiri hlutan af okkar dauðafærum, ég hugsa að við náum varla 50% nýtingu á dauðafærum. Þar fór þetta hjá okkur.“ sagði Einar, en hann segir þó að hann taki eitthvað jákvætt með sér eftir þennann leik og þá helst breytinguna á sóknarleik liðsins. „Mér fannst vörnin lengst af bara þokkaleg, sóknarleikurinn var betri en oft áður. Við vorum að skapa meira, en svo er þetta er bara sama tuggan og alltaf. Þú getur spilað viðtal við mig úr 3.umferð og það er allt ennþá það sama, því miður.“ Einar segir að það sé nú eitt og annað sem þarf að fara yfir fyrir leikinn gegn ÍBV á miðvikudaginn og að nýtingin hjá liðinu sé þar efst á lista. „Við þurfum að nýta dauðafærin, það er svona númer eitt. Við þurfum að skerpa okkur aðeins varnarlega líka. Ég er ekkert alveg dómbær á það svona strax eftir leik.“ En getur Grótta unnið ÍBV í Vestmannaeyjum? „Nei, ég held ekki“
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti