May stillir þingmönnum upp við vegg vegna Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2018 13:56 Theresa May stendur nú ströngu við að reyna að fá eigin flokksmenn til að styðja Brexit-samning hennar. Vísir/EPA Samþykki breskir þingmenn ekki útgöngusamninginn sem Theresa May forsætisráðherra gerði við Evrópusambandið er mögulegt að ekkert verði af því að Bretar segi skilið við sambandið. May segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit sé ekki rétti leikurinn í stöðunni. Útgöngusamningurinn er nú til umræðu í breska þinginu og á endanleg atkvæðagreiðsla um hann að fara fram í næstu viku. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokks May hefur hins vegar lýst sig andsnúinn samningnum. May hefur því varið undanförnum dögum í að reyna að sannfæra eigin þingmenn um að styðja samninginn. „Það eru þrír valkostir í boði: einn er að yfirgefa Evrópusambandið með samningi, hinir tveir eru að við förum út án samnings eða að við fáum ekkert Brexit yfir höfuð,“ segist May hafa sagt þingmönnum í dag. Sakaði hún hóp þingmanna í neðri deild þingsins um að reyna að koma í veg fyrir Brexit og efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálf sagðist hún ekki telja það réttu leiðina. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC veik May sér ítrekað undan því að svara hver varaáætlun ríkisstjórnar hennar væri ef þingið hafnaði samningi hennar. Meðferð samningsins í þinginu hefur gengið brösulega fyrir May. Í fyrradag samþykkti meirihluti þingmanna ályktun um að ríkisstjórn May hafði lítilsvert þingið þegar hún neitað að birta lögfræðiálit sem hún lét vinna um samninginn. Neyddist May til að birta álitið í gær. Einnig samþykktu þingmenn að gefa sjálfum sér heimild til að hafa meira um það að segja hvað gerist ef samningnum verður hafnað. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í loks mars. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Samþykki breskir þingmenn ekki útgöngusamninginn sem Theresa May forsætisráðherra gerði við Evrópusambandið er mögulegt að ekkert verði af því að Bretar segi skilið við sambandið. May segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit sé ekki rétti leikurinn í stöðunni. Útgöngusamningurinn er nú til umræðu í breska þinginu og á endanleg atkvæðagreiðsla um hann að fara fram í næstu viku. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokks May hefur hins vegar lýst sig andsnúinn samningnum. May hefur því varið undanförnum dögum í að reyna að sannfæra eigin þingmenn um að styðja samninginn. „Það eru þrír valkostir í boði: einn er að yfirgefa Evrópusambandið með samningi, hinir tveir eru að við förum út án samnings eða að við fáum ekkert Brexit yfir höfuð,“ segist May hafa sagt þingmönnum í dag. Sakaði hún hóp þingmanna í neðri deild þingsins um að reyna að koma í veg fyrir Brexit og efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálf sagðist hún ekki telja það réttu leiðina. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC veik May sér ítrekað undan því að svara hver varaáætlun ríkisstjórnar hennar væri ef þingið hafnaði samningi hennar. Meðferð samningsins í þinginu hefur gengið brösulega fyrir May. Í fyrradag samþykkti meirihluti þingmanna ályktun um að ríkisstjórn May hafði lítilsvert þingið þegar hún neitað að birta lögfræðiálit sem hún lét vinna um samninginn. Neyddist May til að birta álitið í gær. Einnig samþykktu þingmenn að gefa sjálfum sér heimild til að hafa meira um það að segja hvað gerist ef samningnum verður hafnað. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í loks mars.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52
Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51