Knattspyrnudeild FH hefur skrifað undir samning við íþróttaframleiðandann Nike um að spila í vörum þeirra næstu árin.
Í tæplega þrjá áratugi hefur FH spilað í búningum frá Adidas en samningurinn rann út eftir síðustu leiktíð. Nú hefur FH ákveðið að færa sig yfir til Nike og leika því risarnir FH og KR báðir í Nike næsta sumar.
Nýi búningurinn var kynntur á fjölskylduhátíð í Krikanum í dag þar sem FH-ingarnir, tónlistarmennirnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór tróðu meðal annars upp.
Búninginn má sjá á myndinni hér að ofan.
FH úr Adidas í Nike
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti




„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn



„Við bara brotnum“
Körfubolti

Fleiri fréttir
