Trump 2018: Vinir verða óvinir og óvinir verða vinir Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 09:30 Trump Bandaríkjaforseti hefur sett sterkan svip á atburði ársins 2018. Vísir/samsett Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram að skekja alþjóðakerfið og tæta í sundur flestar hefðir og venjur sem forverar hans hafa heiðrað á árinu sem er að líða. Heima fyrir voru fjölmiðlar og innflytjendur honum enn ofarlega í huga en nokkrar bækur um ríkisstjórn hans röskuðu ró forsetans á árinu sem lýsti sjálfum sér sem „afar stöðugum snillingi“. Á sínu öðru ári í embætti forseta byrjaði Trump af alvöru að framkvæma stefnuna sem hann boðaði í kosningabaráttunni, sérstaklega hvað varðar innflytjendamál og viðskipti. Forsetinn hóf tollastríð við Kína en einnig nánustu bandalagsríki Bandaríkjanna til fjölda ár og hélt áfram að ala á ótta við innflytjendur í aðdraganda þingkosninga í haust. Ársins verður ekki síst minnst fyrir leiðtogafundi Trump með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, sem þótt sérstaklega óvenjulegir fyrir forseta Bandaríkjanna þar sem Trump tók upp hanskann fyrir erlendu leiðtogana, skömmu eftir að hann hafði átt átakafundi með hefðbundnum vinaþjóðum. Rannsóknin á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa er nú komin vel á annað ár og hefur fjöldi fyrrverandi samstarfsmanna Trump játað sök eða verið dæmdir. Undir lok árs tapaði Repúblikanaflokkur forsetans annarri deild Bandaríkjaþings. Tapið er líklegt til að auka þrýstingin á forsetann á nýju ári. Hér á eftir fara nokkrir eftirminnilegustu atburðir og augnablik Trump Bandaríkjaforseta á árinu.Myndin af Trump með öðrum leiðtogum á G7-fundinum í Kanada í júní þótti sérstaklega lýsandi fyrir samskipti hans við leiðtoga vinaþjóða Bandaríkjanna.Vísir/GettyÁtakafundur með vinum og bandamönnum Það sem af er forsetatíðar sinnar hefur Trump fundið hefðbundnum bandamönnum Bandaríkjanna til áratuga flest til foráttu en á sama tíma farið lofsamlegum orðum um harðstjóra og valdboðssinna eins og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, Vladímír Pútín Rússlands forseta, og Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu. Fundur sjö stærstu iðnríkja heims sem var haldinn í Kanada í júní var að mörgu leyti dæmigerður fyrir samskipti Trump forseta við umheiminn. Þar hellti hann úr skálum reiði sinnar yfir leiðtoga eins og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og sakaði aðrar þjóðir um að koma illa fram við Bandaríkin. Orðaði hann þá hugmynd að Rússum yrði aftur hleypt í hópinn en þeim var vikið þaðan eftir að Pútín innlimaði Krímskaga árið 2014. Trump neitaði síðan að ljá nafn sitt sameiginlegri yfirlýsingu G7-fundarins. Á leiðinni af fundinum tróð Trump svo illsakir við Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada og gestgjafa fundarins. Í flugvél sinni tísti hann um að Trudeau væri „óheiðarlegur og aumur“. Glæpur Trudeau var að hafa fullyrt að Kanadamenn myndu ekki taka boðuðum tollum Trump á þarlendar vörur þegjandi. Samskiptin við evrópska leiðtoga stirðnuðu enn þegar Trump ákvað að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran í vor. Í miðri opinberri heimsókn í Bretlandi í júlí birtist viðtal við Trump þar sem hann deildi hart á Theresu May, forsætisráðherra og gestgjafa sinn. Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump. Þá hlógu þjóðarleiðtogar að Trump á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september þegar hann grobbaði sig af því að ríkisstjórn hans hefði að hans mati áorkað meiru en nokkur fyrri ríkisstjórn Bandaríkjanna.Fundur Kim og Trump var sögulegur enda í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna og leiðtogi Norður-Kóreu hittust.AP/Susan WalshSögulegur fundur með Kim Andrúmsloftið á fundi Trump og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, virtist töluvert innilegra en það hafði verið með leiðtogum G7-ríkjanna nokkrum dögum áður. Fundurinn fór fram í Singapúr og var sögulegur enda í fyrsta skipti sem bandarískur forseti hitti norðurkóreskan leiðtoga. Í honum fólst einnig merkilegur viðsnúningur þar sem aðeins nokkrum mánuðum áður höfðu Trump og Kim skipst á gífuryrðum hvor um annan. Trump hafði hótað Norður-Kóreu „gereyðingu“ og uppnefnt Kim „Litla eldflaugakarlinn“.Afrakstur fundarins þótti rýr þó að Trump stærði sig af honum eftir á. Trump hét Norður-Kóreu griðum og Kim ítrekaði fyrri skulbindingar um „algera afkjarnavopnun Kóreuskagans“. Sérfræðingar gagnrýndu að engar nýjar skuldbindingar væru að finna í samkomulagi sem leiðtogarnir undirrituðu og að Trump hefði veitt Kim pólitískt dýrmæta viðurkenningu með því að funda með honum. Líkt og átti eftir að gerast á fundi með Pútín Rússlandsforseta mánuði síðar vöktu sum ummæli Trump í kringum fund þeirra Kim furðu. Þannig fullyrti Trump að norðurkóreska þjóðin „elskaði“ Kim í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð. „Landið elskar hann. Þjóðin hans, maður sér ákafann. Þau hafa mikinn ákafa,“ sagði Trump sem lofaði einnig hæfileika leiðtogans unga. Fundurinn virðist þó hafa skilið lítið eftir sig. Bandaríska leyniþjónustan telur að Norður-Kóreumenn haldi áfram tilraunum sínum með kjarnavopn og langdrægar eldflaugar. Ákvörðun Trump um að hætta heræfingum með sunnanmönnum sem hann tilkynnti skyndilega um að hernum forspurðum á fundinum var einnig dregin til baka síðar á árinu.Bandarískir embættismenn voru agndofa þegar Trump sagði á blaðamannafundinum í Helsinki að Pútín hefði boðið aðstoð við rannsóknina á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum.Getty/Chris McGrathFrammistaðan við hlið Pútín sögð skammarleg Líklega er ekki ofmælt að Donald Trump sé óhefðbundnasti forseti í samtímasögu Bandaríkjanna. Þó að margir væru orðnir vanir óvanalegri hegðun hans þótti frammistaða forsetans á leiðtogafundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í júlí sérlega sláandi. Það var ekki síst fyrir sameiginlegan blaðamannafund þeirra Pútín sem Trump var harðlega gagnrýndur heima fyrir, jafnvel af eigin flokksmönnum. Þar virtist Trump taka afstöðu með Pútín og gegn eigin leyniþjónustu og alríkisstofnunum varðandi afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Trump sagðist ekki „sjá neina ástæðu fyrir því“ að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á kosningarnar þrátt fyrir að allar leyniþjónustustofnanir hans hafi ályktað að sú hefði verið raunin. „Ég hef mikla trú á leyniþjónustufólkinu mínu en ég skal segja ykkur það að Pútín forseti var gríðarlega sterkur og öflugur í neitun sinni í dag,“ sagði Trump eftir að leiðtogarnir höfðu fundað í einrúmi með túlkum sínum í tvær klukkustundir. Kenndi Trump bandarískum stjórnvöldum einnig um slæm samskipti við Rússa til jafns við stjórnvöld í Kreml. John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana sem lést síðar á árinu, lýsti blaðamannafundinum sem „skammarlegustu frammistöðu Bandaríkjaforseta í manna minnum“. „Ég hélt aldrei að ég myndi upplifa daginn sem bandarískur forseti okkar myndi standa á sviði með rússneska forsetanum og kenna Bandaríkjunum um árásargirni Rússa. Þetta er skammarlegt,“ tísti Jeff Flake, fráfarandi öldungadeildarmaður og einn fárra gagnrýnenda Trump í þingliði Repúblikanaflokksins.Almennt virtist Trump mun tregari við að gagnrýna leiðtoga ólýðræðislegra ríkja en hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna. Það sá hvað glöggast þegar Rússar voru sakaðir um að hafa staðið að tilræði til að myrða Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, á Bretlandi í mars og síðar þegar sádiarabíski krónprinsinn var sagður hafa skipað fyrir um morð á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Trump hefur ekki viljað kenna þeim um glæpina jafnvel þó að bandalagsríki og hans eigin leyniþjónusta hafi trú á sekt þeirra.Fjölskyldum stíað í sundur á landamærunum Margar af þeim ógöngum sem Trump og ríkisstjórn hans rötuðu í á fyrsta ári hans við völd voru sjálfskaparvíti. Af sama meiði var hneykslið sem kom upp þegar fjölmiðlar greindu frá því í sumar að á þriðja þúsund barna hefðu verið skilin frá foreldrum sem komu með þau ólöglega til Bandaríkjanna. Í sumum tilfellum voru börnin enn í haldi í Bandaríkjunum eftir að foreldrunum hafð verið vísað úr landi. Yfirvöld hófu að skilja fjölskyldurnar að eftir að dómsmálaráðuneyti Trump tók upp nýja stefnu um að allir sem kæmu ólöglega yfir landamærin skyldu handteknir og ákærðir. Tilgangurinn var að fæla fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna ólöglega.Framkvæmdin virðist hafa verið illa undirbúin og var óttast að aldrei tækist að sameina sumar fjölskyldur sem bandarísk yfirvöld stíuðu í sundur með þessum hætti. Harðneskjuleg stefnan var fordæmd um allan heim, ekki síst eftir að ljósmyndir tóku að birtast af grátandi börnum á landamærunum og í búrum í haldi bandarískra yfirvalda. Svo mikill var þrýstingurinn að Trump skrifaði undir tilskipun sem var sett saman í snarhasti þar sem stefnan var dregin til baka. Það yfirklór var þó skammvinnt. Skömmu síðar hélt Hvíta húsið viðburð þar sem innflytjendur voru sakaðir um að skilja bandarískar fjölskyldur að „varanlega“. Vísaði það þar til fólks sem hefur verið myrt eða látist í slysum þar sem innflytjendur komu við sögu.Börn innflytjenda voru vistuð saman í skýlum, fjarri foreldrum sínum. Í sumum tilfellum voru börnin enn í Bandaríkjunum eftir að búið var að vísa foreldrunum til heimalanda sinna.Vísir/EPASlagurinn um Brett Kavanaugh Skipan Bretts Kavanaugh sem hæstaréttadómara í haust var ein sú umdeildasta í sögu Hæstaréttar Bandaríkjanna. Trump tilnefndi Kavanaugh til að leysa Anthony Kennedy af hólmi í Hæstarétti Bandaríkjanna en ásakanir um kynferðisbrot umturnuðu fljótlega ferlinu. Christine Blasey Ford, prófessor í sálfræði, steig fram og sakaði Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér í samkvæmi á námsárum þeirra. Kom hún meðal annars fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings og bar vitni um atvikið. Önnur kona sakaði Kavanaugh einnig um að hafa þrýst getnaðarlim sínum upp að andliti sínu í teiti á háskólaárum þeirra. Þrátt fyrir ásakanirnar keyrðu repúblikanar í öldungadeildinni tilnefningu Kavanaugh í gegn eftir að stutt og takmörkuð athugun alríkislögreglunnar FBI hafði ekki leitt neitt nýtt í ljós undir háværum mótmælum demókrata. Átökin um skipan Kavanaugh voru ekki síst markverð fyrir þær sakir að Trump hæddist að ásakendum Kavanaugh á kosningafundi. Lýsti hann Kavanaugh sem raunverulega fórnarlambinu þar sem ásakanirnar hefðu „rústað lífi hans“. Kavanaugh situr nú í Hæstarétti Bandaríkjanna, skipaður til lífstíðar.Ótti við innflytjendur, rörsprengjur og skotárás í miðri kosningabaráttu Teikn höfðu lengi verið á lofti um að repúblikanar myndu tapa meirihluta sínum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í þingkosningunum sem fóru fram í byrjun nóvember. Til þess að stemma stigu við yfirvofandi tapi reyndi Trump aftur að kynda undir ótta stuðningsmanna sinna við innflytjendur líkt og hann gerði í forsetaframboði sínu. Árið 2016 hafði Trump kallað eftir banni við komum múslima til Bandaríkjanna og kallað mexíkóska innflytjendur glæpamenn og nauðgara. Í ár var það hins vegar hópur fólks frá Hondúras sem stefndi fótgangandi að suðurlandamærum Bandaríkjanna til að sækja um hæli sem Trump lýsti sem ógn við öryggi Bandaríkjanna og yfirvofandi „innrás“. Um fátt var meira talað í aðdraganda kosninganna en föruneyti flóttafólksins sem Trump forseti tísti nær daglega um þrátt fyrir að hópurinn væri enn margra vikna leið frá landamærunum á kjördag. Trump tísti meðal annars rakalausum gífuryrðum um að í hópnum gætu leynst miðausturlenskir hryðjuverkamenn. Hótaði hann Miðameríkuríkjum að hætta fjárstuðningi ef þau heftu ekki för fólksins og sendi þúsundir hermanna að landamærunum. Frekari skuggi féll á kosningabaráttuna þegar yfirlýstur stuðningsmaður Trump sendi rörasprengjur í pósti til fjölda stjórnmálamanna og fjölmiðla sem forsetinn lítur á sem óvini sína. Sökuðu sumir forsetann um að bera ábyrgð á að hafa skapað andrúmsloft fyrir slík voðaverk með orðræðu sinni um fjölmiðla og pólitíska andstæðinga. Trump hafnaði því algerlega og sagðist sjálfur vera helsta fórnarlambið sem og repúblikanar í þingkosningunum. Kenndi hann fjölmiðlum um að hafa búið til ástandið sem leiddi til þess að ofstækismaður sendi þeim sprengjur. Bréfsprengjutilræðin voru enn í hámæli þegar fregnir bárust af því að vopnaður maður hefði skotið ellefu manns til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh. Morðinginn sagðist hafa viljað „drepa gyðinga“ og hefur verið ákærður fyrir hatursglæp. Hann virðist hafa beint sjónum sínum bænahúsinu vegna tengsla þess við aðstoð við flóttafólk í kjölfar umræðunnar um flóttamannalestina frá Miðameríku sem Trump hafði orðið tíðrætt um. Á endanum unnu demókratar meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningunum en repúblikanar juku meirihluta sinn í öldungadeildinni. Úrslitin þýða að Trump þarf að búa við mun meira aðhald og eftirlit frá þinginu en hann hefur átt að venjast fram að þessu frá meirihluta repúblikana.Fólkið í hópnum sem Trump varð svo æstur yfir er sagt flýja sára fátækt og ofbeldisöldu í heimalandi sínu Hondúras. Morðtíðnin þar í landi er ein sú hæsta á byggðu bóli.Vísir/EPAÁframhaldandi starfsmannavelta og fjölmiðlastríð Mikil endurnýjun átti sér stað í starfsliði Hvíta hússins og í ríkisstjórn Trump í fyrra og var starfsmannaveltan áfram með mesta móti í ár. Mars var sérstaklega viðburðaríkur þar. Trump rak Rex Tillerson utanríkisráðherra með tísti, efnahagsráðgjafinn Gary Cohn hætti, þjóðaröryggisráðgjafinn H.R. McMaster var rekinn og Hope Hicks, samskiptastjóri og einn nánasti ráðgjafi Trump, lét af störfum. Til viðbótar sagði Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunarinnar, af sér í skugga spillingarásakana og Ryan Zinke, innanríkisráðherrann, var látinn stíga til hliðar á meðan rannsóknir á vafasömu framferði hans í embætti hrönnuðust upp. Um miðjan desember var svo tilkynnt að John Kelly, fyrrverandi hershöfðinginn sem átti að koma aga á Hvíta húsið, léti af störfum sem starfsmannastjóri Hvíta hússins um áramótin. Í stað hans kemur Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmaður, sem hefur stýrt neytendastofnun sem repúblikanar vilja leggja niður og fjárlagaskrifstofu ríkisstjórnar TRump. Miklar breytingar urðu einnig á lögmannaliði Trump og Donald McGahn, yfirlögfræðingur Hvíta hússins, hætti störfum í haust. Þá var orðið opinbert að hann hafði rætt við saksóknara sérstaka rannsakandans í fleiri klukkustundir mánuðina á undan. Síðla árs fór Hvíta húsið í hart við CNN-fréttastöðina vegna fréttamannsins Jims Acosta. Hann hafði reynt að fylgja eftir spurningu til Trump forseta og neitaði að sleppa taki á hljóðnema. Hvíta húsið sakaði hann um að hafa lagt hendur á starfskonu. Ásakanir komu þó fljótt fram um að átt hefði verið við myndband sem Hvíta húsið birti af atvikinu til að láta líta Acosta líta illa út. Dómstóll úrskurðaði á endanum að Hvíta húsið þyrfti að skila Acosta blaðamannapassa sínum sem það svipti hann eftir atvikið. Í framhaldinu útbjó Hvíta húsið reglur fyrir fjölmiðla sem takmörkuðu meðal annars getu þeirra til að fylgja eftir spurningum sínum.Rex Tillerson komst að því að hann hefði verið rekinn sem utanríkisráðherra þegar Trump tísti um það. Þeim hafði lengi komið illa saman og fjölmiðlar höfðu sagt frá því að Tillerson hefði kallað forsetann fávita.Vísir/EPASafaríkar bækur röskuðu ró „stöðuga snillingsins“ Hvíta húsið var sagt leka eins og gatasigti fyrsta ár forsetatíðar Trump. Ekkert lát varð á vandræðalegum uppljóstrunum um Trump og gang mála innan ríkisstjórnar hans á þessu ári, meðal annars í formi bóka sem gefnar voru út og byggðu á heimildum innan Hvíta hússins. Fyrst var Trump lýst sem óhæfum og geðstirðum í bókinni „Eldur og brennisteinn“ eftir blaðamanninn Michael Wolff sem kom út í byrjun árs þrátt fyrir að Hvíta húsið hefði reynt að fá lögbann á útgáfuna. Wolff virtist hafa fengið að valsa um Hvíta húsið að vild í fyrra þegar hann viðaði að sér efni fyrir bókina. Trump sagði bókina fulla af lygum og lýsti sjálfum sér sem „afar stöðugum snillingi“ á Twitter. Bókarskrifunum um Trump var hvergi nærri lokið. Omarosa Managault, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins sem var áður keppandi í raunveruleikaþætti Trump, gaf út bókina „Af hjörunum“ þar sem hún fullyrti meðal annars að forsetinn væri rasisti og byggði á upptökum sem hún gerði í Hvíta húsinu. Sagði hún starfsfólk Hvíta hússins reyna að fela hversu mikið forsetanum hefur hnignað andlega. Trump kallaði Omarosu „skítseiði“ og „hund“ eftir að bókin kom út. Stærstu sprengjurnar var þó að finna í „Ótta“, bók Bobs Woodward, blaðamanns Washington Post til áratuga, og nafnlausri aðsendri grein sem New York Times birti um sama leyti í september. Í bókinni var fullyrt að ráðgjafar forsetans reyndu að stöðva stefnumál hans, meðal annars með því að fjarlægja skjöl af skrifborði forsetans til að hann skrifaði ekki undir þau. Starfsmenn Hvíta hússins teldu forsetann vanstilltan og vitlausan. Í greininni sem New York Time birti og var eignuð ónefndum háttsettum embættismanni Trump var sama mynd dregin upp af forsetanum og Hvíta húsinu. Hópur embættismanna ynni að því á bak við tjöldin að hemja verstu hvatir Trump. Sá hópur hafi jafnvel íhugað að virkja ákvæði stjórnarskrár til að koma forsetanum frá þegar verst lét. Sakaði greinarhöfundur Trump um að vera siðlausan og andsnúinn viðskiptum og lýðræði.Rússarannsóknin mjakast áfram Sem fyrr er það hins vegar Rússarannsóknin svonefnda sem hefur legið þyngst á Trump á þessu ári. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa og mögulegum tilraunum forsetans til að hindra framgang réttvísinnar tók stór stökk á árinu. Snemma árs ákærði Mueller þrettán Rússa og þrjú rússnesk félög sem sökuð eru um að hafa unnið að því að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Skömmu síðar játaði Rick Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóri Trump, á sig sakir um að hafa logið að yfirvöldum og samsæri. Gates bar síðar vitni í máli gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort var sakfelldur fyrir banka- og skattsvik í ágúst. Mánuði síðar kom fram að Manafort hefði gert samkomulag við saksóknara Mueller um samstarf í skiptum fyrir mildari dóm. Nú nýlega tilkynntu saksóknararnir að þeir ætluðu að rifta samkomulaginu þar sem Manafort hefði ítrekað logið að þeim. Saksóknarar greiddu Trump enn þyngra högg þegar þeir fengu Michael Cohen, fyrrverandi persónulegan lögmann Trump, til samstarfs. Cohen játaði meðal annars á sig brot á kosningalögum vegna greiðslna til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Nú í nóvember játaði Cohen á sig frekari sakir um að hafa logið að þingnefnd um viðskipti Trump í Rússlandi. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Í sjónvarpsviðtali sagðist hann ekki lengur ætla að taka einn sökina á „ódæðum“ Trump. Fullyrti Cohen að Trump hafi verið ljóst að greiðslurnar til meintra hjákvenna hans hefðu verið ólöglegar. Kraumað hefur á Trump vegna rannsóknarinnar. Þegar húsleitir voru fyrst gerðar hjá Cohen í vor sagði forsetinn að trúnaðar á milli lögmanns og skjólstæðings væri ekki lengur til staðar í Bandaríkjunum. Undanfarnar vikur hefur forsetinn tíst æ oftar um Mueller-rannsóknina með gömlum ásökunum sínum um „nornaveiðar“ gegn sér. Sakar hann saksóknarana um að koma „hræðilega“ fram við fólk og að rústa lífi þess. Bandaríkin Donald Trump Fréttir ársins 2018 Íran Kanada Rússarannsóknin Sádi-Arabía Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram að skekja alþjóðakerfið og tæta í sundur flestar hefðir og venjur sem forverar hans hafa heiðrað á árinu sem er að líða. Heima fyrir voru fjölmiðlar og innflytjendur honum enn ofarlega í huga en nokkrar bækur um ríkisstjórn hans röskuðu ró forsetans á árinu sem lýsti sjálfum sér sem „afar stöðugum snillingi“. Á sínu öðru ári í embætti forseta byrjaði Trump af alvöru að framkvæma stefnuna sem hann boðaði í kosningabaráttunni, sérstaklega hvað varðar innflytjendamál og viðskipti. Forsetinn hóf tollastríð við Kína en einnig nánustu bandalagsríki Bandaríkjanna til fjölda ár og hélt áfram að ala á ótta við innflytjendur í aðdraganda þingkosninga í haust. Ársins verður ekki síst minnst fyrir leiðtogafundi Trump með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, sem þótt sérstaklega óvenjulegir fyrir forseta Bandaríkjanna þar sem Trump tók upp hanskann fyrir erlendu leiðtogana, skömmu eftir að hann hafði átt átakafundi með hefðbundnum vinaþjóðum. Rannsóknin á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa er nú komin vel á annað ár og hefur fjöldi fyrrverandi samstarfsmanna Trump játað sök eða verið dæmdir. Undir lok árs tapaði Repúblikanaflokkur forsetans annarri deild Bandaríkjaþings. Tapið er líklegt til að auka þrýstingin á forsetann á nýju ári. Hér á eftir fara nokkrir eftirminnilegustu atburðir og augnablik Trump Bandaríkjaforseta á árinu.Myndin af Trump með öðrum leiðtogum á G7-fundinum í Kanada í júní þótti sérstaklega lýsandi fyrir samskipti hans við leiðtoga vinaþjóða Bandaríkjanna.Vísir/GettyÁtakafundur með vinum og bandamönnum Það sem af er forsetatíðar sinnar hefur Trump fundið hefðbundnum bandamönnum Bandaríkjanna til áratuga flest til foráttu en á sama tíma farið lofsamlegum orðum um harðstjóra og valdboðssinna eins og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, Vladímír Pútín Rússlands forseta, og Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu. Fundur sjö stærstu iðnríkja heims sem var haldinn í Kanada í júní var að mörgu leyti dæmigerður fyrir samskipti Trump forseta við umheiminn. Þar hellti hann úr skálum reiði sinnar yfir leiðtoga eins og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og sakaði aðrar þjóðir um að koma illa fram við Bandaríkin. Orðaði hann þá hugmynd að Rússum yrði aftur hleypt í hópinn en þeim var vikið þaðan eftir að Pútín innlimaði Krímskaga árið 2014. Trump neitaði síðan að ljá nafn sitt sameiginlegri yfirlýsingu G7-fundarins. Á leiðinni af fundinum tróð Trump svo illsakir við Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada og gestgjafa fundarins. Í flugvél sinni tísti hann um að Trudeau væri „óheiðarlegur og aumur“. Glæpur Trudeau var að hafa fullyrt að Kanadamenn myndu ekki taka boðuðum tollum Trump á þarlendar vörur þegjandi. Samskiptin við evrópska leiðtoga stirðnuðu enn þegar Trump ákvað að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran í vor. Í miðri opinberri heimsókn í Bretlandi í júlí birtist viðtal við Trump þar sem hann deildi hart á Theresu May, forsætisráðherra og gestgjafa sinn. Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump. Þá hlógu þjóðarleiðtogar að Trump á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september þegar hann grobbaði sig af því að ríkisstjórn hans hefði að hans mati áorkað meiru en nokkur fyrri ríkisstjórn Bandaríkjanna.Fundur Kim og Trump var sögulegur enda í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna og leiðtogi Norður-Kóreu hittust.AP/Susan WalshSögulegur fundur með Kim Andrúmsloftið á fundi Trump og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, virtist töluvert innilegra en það hafði verið með leiðtogum G7-ríkjanna nokkrum dögum áður. Fundurinn fór fram í Singapúr og var sögulegur enda í fyrsta skipti sem bandarískur forseti hitti norðurkóreskan leiðtoga. Í honum fólst einnig merkilegur viðsnúningur þar sem aðeins nokkrum mánuðum áður höfðu Trump og Kim skipst á gífuryrðum hvor um annan. Trump hafði hótað Norður-Kóreu „gereyðingu“ og uppnefnt Kim „Litla eldflaugakarlinn“.Afrakstur fundarins þótti rýr þó að Trump stærði sig af honum eftir á. Trump hét Norður-Kóreu griðum og Kim ítrekaði fyrri skulbindingar um „algera afkjarnavopnun Kóreuskagans“. Sérfræðingar gagnrýndu að engar nýjar skuldbindingar væru að finna í samkomulagi sem leiðtogarnir undirrituðu og að Trump hefði veitt Kim pólitískt dýrmæta viðurkenningu með því að funda með honum. Líkt og átti eftir að gerast á fundi með Pútín Rússlandsforseta mánuði síðar vöktu sum ummæli Trump í kringum fund þeirra Kim furðu. Þannig fullyrti Trump að norðurkóreska þjóðin „elskaði“ Kim í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð. „Landið elskar hann. Þjóðin hans, maður sér ákafann. Þau hafa mikinn ákafa,“ sagði Trump sem lofaði einnig hæfileika leiðtogans unga. Fundurinn virðist þó hafa skilið lítið eftir sig. Bandaríska leyniþjónustan telur að Norður-Kóreumenn haldi áfram tilraunum sínum með kjarnavopn og langdrægar eldflaugar. Ákvörðun Trump um að hætta heræfingum með sunnanmönnum sem hann tilkynnti skyndilega um að hernum forspurðum á fundinum var einnig dregin til baka síðar á árinu.Bandarískir embættismenn voru agndofa þegar Trump sagði á blaðamannafundinum í Helsinki að Pútín hefði boðið aðstoð við rannsóknina á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum.Getty/Chris McGrathFrammistaðan við hlið Pútín sögð skammarleg Líklega er ekki ofmælt að Donald Trump sé óhefðbundnasti forseti í samtímasögu Bandaríkjanna. Þó að margir væru orðnir vanir óvanalegri hegðun hans þótti frammistaða forsetans á leiðtogafundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í júlí sérlega sláandi. Það var ekki síst fyrir sameiginlegan blaðamannafund þeirra Pútín sem Trump var harðlega gagnrýndur heima fyrir, jafnvel af eigin flokksmönnum. Þar virtist Trump taka afstöðu með Pútín og gegn eigin leyniþjónustu og alríkisstofnunum varðandi afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Trump sagðist ekki „sjá neina ástæðu fyrir því“ að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á kosningarnar þrátt fyrir að allar leyniþjónustustofnanir hans hafi ályktað að sú hefði verið raunin. „Ég hef mikla trú á leyniþjónustufólkinu mínu en ég skal segja ykkur það að Pútín forseti var gríðarlega sterkur og öflugur í neitun sinni í dag,“ sagði Trump eftir að leiðtogarnir höfðu fundað í einrúmi með túlkum sínum í tvær klukkustundir. Kenndi Trump bandarískum stjórnvöldum einnig um slæm samskipti við Rússa til jafns við stjórnvöld í Kreml. John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana sem lést síðar á árinu, lýsti blaðamannafundinum sem „skammarlegustu frammistöðu Bandaríkjaforseta í manna minnum“. „Ég hélt aldrei að ég myndi upplifa daginn sem bandarískur forseti okkar myndi standa á sviði með rússneska forsetanum og kenna Bandaríkjunum um árásargirni Rússa. Þetta er skammarlegt,“ tísti Jeff Flake, fráfarandi öldungadeildarmaður og einn fárra gagnrýnenda Trump í þingliði Repúblikanaflokksins.Almennt virtist Trump mun tregari við að gagnrýna leiðtoga ólýðræðislegra ríkja en hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna. Það sá hvað glöggast þegar Rússar voru sakaðir um að hafa staðið að tilræði til að myrða Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, á Bretlandi í mars og síðar þegar sádiarabíski krónprinsinn var sagður hafa skipað fyrir um morð á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Trump hefur ekki viljað kenna þeim um glæpina jafnvel þó að bandalagsríki og hans eigin leyniþjónusta hafi trú á sekt þeirra.Fjölskyldum stíað í sundur á landamærunum Margar af þeim ógöngum sem Trump og ríkisstjórn hans rötuðu í á fyrsta ári hans við völd voru sjálfskaparvíti. Af sama meiði var hneykslið sem kom upp þegar fjölmiðlar greindu frá því í sumar að á þriðja þúsund barna hefðu verið skilin frá foreldrum sem komu með þau ólöglega til Bandaríkjanna. Í sumum tilfellum voru börnin enn í haldi í Bandaríkjunum eftir að foreldrunum hafð verið vísað úr landi. Yfirvöld hófu að skilja fjölskyldurnar að eftir að dómsmálaráðuneyti Trump tók upp nýja stefnu um að allir sem kæmu ólöglega yfir landamærin skyldu handteknir og ákærðir. Tilgangurinn var að fæla fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna ólöglega.Framkvæmdin virðist hafa verið illa undirbúin og var óttast að aldrei tækist að sameina sumar fjölskyldur sem bandarísk yfirvöld stíuðu í sundur með þessum hætti. Harðneskjuleg stefnan var fordæmd um allan heim, ekki síst eftir að ljósmyndir tóku að birtast af grátandi börnum á landamærunum og í búrum í haldi bandarískra yfirvalda. Svo mikill var þrýstingurinn að Trump skrifaði undir tilskipun sem var sett saman í snarhasti þar sem stefnan var dregin til baka. Það yfirklór var þó skammvinnt. Skömmu síðar hélt Hvíta húsið viðburð þar sem innflytjendur voru sakaðir um að skilja bandarískar fjölskyldur að „varanlega“. Vísaði það þar til fólks sem hefur verið myrt eða látist í slysum þar sem innflytjendur komu við sögu.Börn innflytjenda voru vistuð saman í skýlum, fjarri foreldrum sínum. Í sumum tilfellum voru börnin enn í Bandaríkjunum eftir að búið var að vísa foreldrunum til heimalanda sinna.Vísir/EPASlagurinn um Brett Kavanaugh Skipan Bretts Kavanaugh sem hæstaréttadómara í haust var ein sú umdeildasta í sögu Hæstaréttar Bandaríkjanna. Trump tilnefndi Kavanaugh til að leysa Anthony Kennedy af hólmi í Hæstarétti Bandaríkjanna en ásakanir um kynferðisbrot umturnuðu fljótlega ferlinu. Christine Blasey Ford, prófessor í sálfræði, steig fram og sakaði Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér í samkvæmi á námsárum þeirra. Kom hún meðal annars fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings og bar vitni um atvikið. Önnur kona sakaði Kavanaugh einnig um að hafa þrýst getnaðarlim sínum upp að andliti sínu í teiti á háskólaárum þeirra. Þrátt fyrir ásakanirnar keyrðu repúblikanar í öldungadeildinni tilnefningu Kavanaugh í gegn eftir að stutt og takmörkuð athugun alríkislögreglunnar FBI hafði ekki leitt neitt nýtt í ljós undir háværum mótmælum demókrata. Átökin um skipan Kavanaugh voru ekki síst markverð fyrir þær sakir að Trump hæddist að ásakendum Kavanaugh á kosningafundi. Lýsti hann Kavanaugh sem raunverulega fórnarlambinu þar sem ásakanirnar hefðu „rústað lífi hans“. Kavanaugh situr nú í Hæstarétti Bandaríkjanna, skipaður til lífstíðar.Ótti við innflytjendur, rörsprengjur og skotárás í miðri kosningabaráttu Teikn höfðu lengi verið á lofti um að repúblikanar myndu tapa meirihluta sínum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í þingkosningunum sem fóru fram í byrjun nóvember. Til þess að stemma stigu við yfirvofandi tapi reyndi Trump aftur að kynda undir ótta stuðningsmanna sinna við innflytjendur líkt og hann gerði í forsetaframboði sínu. Árið 2016 hafði Trump kallað eftir banni við komum múslima til Bandaríkjanna og kallað mexíkóska innflytjendur glæpamenn og nauðgara. Í ár var það hins vegar hópur fólks frá Hondúras sem stefndi fótgangandi að suðurlandamærum Bandaríkjanna til að sækja um hæli sem Trump lýsti sem ógn við öryggi Bandaríkjanna og yfirvofandi „innrás“. Um fátt var meira talað í aðdraganda kosninganna en föruneyti flóttafólksins sem Trump forseti tísti nær daglega um þrátt fyrir að hópurinn væri enn margra vikna leið frá landamærunum á kjördag. Trump tísti meðal annars rakalausum gífuryrðum um að í hópnum gætu leynst miðausturlenskir hryðjuverkamenn. Hótaði hann Miðameríkuríkjum að hætta fjárstuðningi ef þau heftu ekki för fólksins og sendi þúsundir hermanna að landamærunum. Frekari skuggi féll á kosningabaráttuna þegar yfirlýstur stuðningsmaður Trump sendi rörasprengjur í pósti til fjölda stjórnmálamanna og fjölmiðla sem forsetinn lítur á sem óvini sína. Sökuðu sumir forsetann um að bera ábyrgð á að hafa skapað andrúmsloft fyrir slík voðaverk með orðræðu sinni um fjölmiðla og pólitíska andstæðinga. Trump hafnaði því algerlega og sagðist sjálfur vera helsta fórnarlambið sem og repúblikanar í þingkosningunum. Kenndi hann fjölmiðlum um að hafa búið til ástandið sem leiddi til þess að ofstækismaður sendi þeim sprengjur. Bréfsprengjutilræðin voru enn í hámæli þegar fregnir bárust af því að vopnaður maður hefði skotið ellefu manns til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh. Morðinginn sagðist hafa viljað „drepa gyðinga“ og hefur verið ákærður fyrir hatursglæp. Hann virðist hafa beint sjónum sínum bænahúsinu vegna tengsla þess við aðstoð við flóttafólk í kjölfar umræðunnar um flóttamannalestina frá Miðameríku sem Trump hafði orðið tíðrætt um. Á endanum unnu demókratar meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningunum en repúblikanar juku meirihluta sinn í öldungadeildinni. Úrslitin þýða að Trump þarf að búa við mun meira aðhald og eftirlit frá þinginu en hann hefur átt að venjast fram að þessu frá meirihluta repúblikana.Fólkið í hópnum sem Trump varð svo æstur yfir er sagt flýja sára fátækt og ofbeldisöldu í heimalandi sínu Hondúras. Morðtíðnin þar í landi er ein sú hæsta á byggðu bóli.Vísir/EPAÁframhaldandi starfsmannavelta og fjölmiðlastríð Mikil endurnýjun átti sér stað í starfsliði Hvíta hússins og í ríkisstjórn Trump í fyrra og var starfsmannaveltan áfram með mesta móti í ár. Mars var sérstaklega viðburðaríkur þar. Trump rak Rex Tillerson utanríkisráðherra með tísti, efnahagsráðgjafinn Gary Cohn hætti, þjóðaröryggisráðgjafinn H.R. McMaster var rekinn og Hope Hicks, samskiptastjóri og einn nánasti ráðgjafi Trump, lét af störfum. Til viðbótar sagði Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunarinnar, af sér í skugga spillingarásakana og Ryan Zinke, innanríkisráðherrann, var látinn stíga til hliðar á meðan rannsóknir á vafasömu framferði hans í embætti hrönnuðust upp. Um miðjan desember var svo tilkynnt að John Kelly, fyrrverandi hershöfðinginn sem átti að koma aga á Hvíta húsið, léti af störfum sem starfsmannastjóri Hvíta hússins um áramótin. Í stað hans kemur Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmaður, sem hefur stýrt neytendastofnun sem repúblikanar vilja leggja niður og fjárlagaskrifstofu ríkisstjórnar TRump. Miklar breytingar urðu einnig á lögmannaliði Trump og Donald McGahn, yfirlögfræðingur Hvíta hússins, hætti störfum í haust. Þá var orðið opinbert að hann hafði rætt við saksóknara sérstaka rannsakandans í fleiri klukkustundir mánuðina á undan. Síðla árs fór Hvíta húsið í hart við CNN-fréttastöðina vegna fréttamannsins Jims Acosta. Hann hafði reynt að fylgja eftir spurningu til Trump forseta og neitaði að sleppa taki á hljóðnema. Hvíta húsið sakaði hann um að hafa lagt hendur á starfskonu. Ásakanir komu þó fljótt fram um að átt hefði verið við myndband sem Hvíta húsið birti af atvikinu til að láta líta Acosta líta illa út. Dómstóll úrskurðaði á endanum að Hvíta húsið þyrfti að skila Acosta blaðamannapassa sínum sem það svipti hann eftir atvikið. Í framhaldinu útbjó Hvíta húsið reglur fyrir fjölmiðla sem takmörkuðu meðal annars getu þeirra til að fylgja eftir spurningum sínum.Rex Tillerson komst að því að hann hefði verið rekinn sem utanríkisráðherra þegar Trump tísti um það. Þeim hafði lengi komið illa saman og fjölmiðlar höfðu sagt frá því að Tillerson hefði kallað forsetann fávita.Vísir/EPASafaríkar bækur röskuðu ró „stöðuga snillingsins“ Hvíta húsið var sagt leka eins og gatasigti fyrsta ár forsetatíðar Trump. Ekkert lát varð á vandræðalegum uppljóstrunum um Trump og gang mála innan ríkisstjórnar hans á þessu ári, meðal annars í formi bóka sem gefnar voru út og byggðu á heimildum innan Hvíta hússins. Fyrst var Trump lýst sem óhæfum og geðstirðum í bókinni „Eldur og brennisteinn“ eftir blaðamanninn Michael Wolff sem kom út í byrjun árs þrátt fyrir að Hvíta húsið hefði reynt að fá lögbann á útgáfuna. Wolff virtist hafa fengið að valsa um Hvíta húsið að vild í fyrra þegar hann viðaði að sér efni fyrir bókina. Trump sagði bókina fulla af lygum og lýsti sjálfum sér sem „afar stöðugum snillingi“ á Twitter. Bókarskrifunum um Trump var hvergi nærri lokið. Omarosa Managault, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins sem var áður keppandi í raunveruleikaþætti Trump, gaf út bókina „Af hjörunum“ þar sem hún fullyrti meðal annars að forsetinn væri rasisti og byggði á upptökum sem hún gerði í Hvíta húsinu. Sagði hún starfsfólk Hvíta hússins reyna að fela hversu mikið forsetanum hefur hnignað andlega. Trump kallaði Omarosu „skítseiði“ og „hund“ eftir að bókin kom út. Stærstu sprengjurnar var þó að finna í „Ótta“, bók Bobs Woodward, blaðamanns Washington Post til áratuga, og nafnlausri aðsendri grein sem New York Times birti um sama leyti í september. Í bókinni var fullyrt að ráðgjafar forsetans reyndu að stöðva stefnumál hans, meðal annars með því að fjarlægja skjöl af skrifborði forsetans til að hann skrifaði ekki undir þau. Starfsmenn Hvíta hússins teldu forsetann vanstilltan og vitlausan. Í greininni sem New York Time birti og var eignuð ónefndum háttsettum embættismanni Trump var sama mynd dregin upp af forsetanum og Hvíta húsinu. Hópur embættismanna ynni að því á bak við tjöldin að hemja verstu hvatir Trump. Sá hópur hafi jafnvel íhugað að virkja ákvæði stjórnarskrár til að koma forsetanum frá þegar verst lét. Sakaði greinarhöfundur Trump um að vera siðlausan og andsnúinn viðskiptum og lýðræði.Rússarannsóknin mjakast áfram Sem fyrr er það hins vegar Rússarannsóknin svonefnda sem hefur legið þyngst á Trump á þessu ári. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa og mögulegum tilraunum forsetans til að hindra framgang réttvísinnar tók stór stökk á árinu. Snemma árs ákærði Mueller þrettán Rússa og þrjú rússnesk félög sem sökuð eru um að hafa unnið að því að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Skömmu síðar játaði Rick Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóri Trump, á sig sakir um að hafa logið að yfirvöldum og samsæri. Gates bar síðar vitni í máli gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort var sakfelldur fyrir banka- og skattsvik í ágúst. Mánuði síðar kom fram að Manafort hefði gert samkomulag við saksóknara Mueller um samstarf í skiptum fyrir mildari dóm. Nú nýlega tilkynntu saksóknararnir að þeir ætluðu að rifta samkomulaginu þar sem Manafort hefði ítrekað logið að þeim. Saksóknarar greiddu Trump enn þyngra högg þegar þeir fengu Michael Cohen, fyrrverandi persónulegan lögmann Trump, til samstarfs. Cohen játaði meðal annars á sig brot á kosningalögum vegna greiðslna til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Nú í nóvember játaði Cohen á sig frekari sakir um að hafa logið að þingnefnd um viðskipti Trump í Rússlandi. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Í sjónvarpsviðtali sagðist hann ekki lengur ætla að taka einn sökina á „ódæðum“ Trump. Fullyrti Cohen að Trump hafi verið ljóst að greiðslurnar til meintra hjákvenna hans hefðu verið ólöglegar. Kraumað hefur á Trump vegna rannsóknarinnar. Þegar húsleitir voru fyrst gerðar hjá Cohen í vor sagði forsetinn að trúnaðar á milli lögmanns og skjólstæðings væri ekki lengur til staðar í Bandaríkjunum. Undanfarnar vikur hefur forsetinn tíst æ oftar um Mueller-rannsóknina með gömlum ásökunum sínum um „nornaveiðar“ gegn sér. Sakar hann saksóknarana um að koma „hræðilega“ fram við fólk og að rústa lífi þess.
Bandaríkin Donald Trump Fréttir ársins 2018 Íran Kanada Rússarannsóknin Sádi-Arabía Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira