Fullveldi Íslendinga var heimssögulegur viðburður Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2018 19:30 Það var heimssögulegur viðburður að svo fámennt og fátækt ríki hlyti fullveldi árið 1918 að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands. Á fyrstu áratugunum hafi fullveld þjóðarinnar oft hangið á bláþræði. Ólafur Ragnar fór yfir sjötíu ára sjálfstæðisbaráttu Íslands í aðdraganda þess að þjóðin fékk fullveldi hinn 1. desember árið 1918 í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Hann sagði meðal annars að í þeirri vegferð hafi einnig verið margir ósigrar. Rætur sjálfstæðisbaráttunnar hafi legið í túlkun Íslendinga, forystumanna, námsmanna, skálda og leiðtoga þingmanna á sögu Íslendinga, menningu og lagalegri hefð. „Þessi djúpstæða, friðsama barátta þar sem við náðum þessum réttindum án mannfórna eða að nokkur yrði settur í fangelsi, eða þyrfti að fórna á þennan hátt sem menn þurftu að gera nánast út um allan heim til að ná þessum rétti; er líka ákveðinn vegvísir um það hvernig við Íslendingar eigum að vera á alþjóðlegum vettvangi. Því þetta er okkar arfleifð,” segir Ólafur Ragnar. Þegar stundin rann upp árið 1918 hafi það alls ekki verið sjálfgefið að svo fámenn þjóð fengi fullveldi. Þetta hafi verið einstakur viðburður. „Hann var einstakur í heimssögunni. Hann er ekki bara merkilegur fyrir okkur Íslendinga. Fyrsti desember 1918 er merkilegur söguviðburður í heimssögunni. Vegna þess að þá var reist sú krafa í krafti lagabókstafs og alþjóðlegra samninga við herraríkið; að þessi fámenna, fátæka þjóð ætlaði sér að hafa fullvalda rétt ríkis í sínum höndum. Og það hafði aldrei fyrr gerst í sögunni að svo fátækt og fámennt samfélag fengi slíkan rétt,” segir forsetinn og háskólaprófessorinn fyrrverandi. Ekki hafi verið víst að Íslendingum tækist að halda fullveldi sínu eftir að það var fengið. Þetta hafi verið lífróður. „Og kannski gerum við okkur ekki nægjanlega grein fyrir því á okkar tíma hvað þetta stóð tæpt. Hvað forystusveit landsins og í raun og veru þjóðin allt frá því við fengum fullveldið og fram yfir seinna stríð skilaði okkur miklu afreki,” segir Ólafur Ragnar.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ólafur Ragnar Grímsson Víglínan Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Það var heimssögulegur viðburður að svo fámennt og fátækt ríki hlyti fullveldi árið 1918 að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands. Á fyrstu áratugunum hafi fullveld þjóðarinnar oft hangið á bláþræði. Ólafur Ragnar fór yfir sjötíu ára sjálfstæðisbaráttu Íslands í aðdraganda þess að þjóðin fékk fullveldi hinn 1. desember árið 1918 í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Hann sagði meðal annars að í þeirri vegferð hafi einnig verið margir ósigrar. Rætur sjálfstæðisbaráttunnar hafi legið í túlkun Íslendinga, forystumanna, námsmanna, skálda og leiðtoga þingmanna á sögu Íslendinga, menningu og lagalegri hefð. „Þessi djúpstæða, friðsama barátta þar sem við náðum þessum réttindum án mannfórna eða að nokkur yrði settur í fangelsi, eða þyrfti að fórna á þennan hátt sem menn þurftu að gera nánast út um allan heim til að ná þessum rétti; er líka ákveðinn vegvísir um það hvernig við Íslendingar eigum að vera á alþjóðlegum vettvangi. Því þetta er okkar arfleifð,” segir Ólafur Ragnar. Þegar stundin rann upp árið 1918 hafi það alls ekki verið sjálfgefið að svo fámenn þjóð fengi fullveldi. Þetta hafi verið einstakur viðburður. „Hann var einstakur í heimssögunni. Hann er ekki bara merkilegur fyrir okkur Íslendinga. Fyrsti desember 1918 er merkilegur söguviðburður í heimssögunni. Vegna þess að þá var reist sú krafa í krafti lagabókstafs og alþjóðlegra samninga við herraríkið; að þessi fámenna, fátæka þjóð ætlaði sér að hafa fullvalda rétt ríkis í sínum höndum. Og það hafði aldrei fyrr gerst í sögunni að svo fátækt og fámennt samfélag fengi slíkan rétt,” segir forsetinn og háskólaprófessorinn fyrrverandi. Ekki hafi verið víst að Íslendingum tækist að halda fullveldi sínu eftir að það var fengið. Þetta hafi verið lífróður. „Og kannski gerum við okkur ekki nægjanlega grein fyrir því á okkar tíma hvað þetta stóð tæpt. Hvað forystusveit landsins og í raun og veru þjóðin allt frá því við fengum fullveldið og fram yfir seinna stríð skilaði okkur miklu afreki,” segir Ólafur Ragnar.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Ólafur Ragnar Grímsson Víglínan Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira