Slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. desember 2018 17:43 Í fjármálastöðugleikaráði sitja fjármála- og efnahagsráðherra, sem er formaður ráðsins, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Vísir/Vilhelm Að mati fjármálastöðugleikaráðs er áhætta í fjármálakerfinu enn tiltölulega hófleg og hefur hún lítið breyst frá síðasta fundi ráðsins, en ráðið fundaði í dag í fimmta sinn á þessu ári. „Áfram slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum. Nú ríkir nokkur óvissa um framvinduna í ferðaþjónustu og áhrif kjarasamninga á efnahagslífið. Áfram er upptaktur í fjármálasveiflunni og skuldir vaxa nú hraðar en landsframleiðsla. Fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka þótt dregið hafi nokkuð úr hækkun verðs á íbúðarhúsnæði. Innlendir flugrekendur hafa verið í mótvindi, en bein áhrif af mögulegu áfalli á fjármálakerfið eru talin takmörkuð,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar segir að viðnámsþróttur viðskiptabankanna sé talsverður. „Eiginfjárhlutföll þeirra eru nokkuð yfir kröfum Fjármálaeftirlitsins og lausafjárstaða þeirra er vel yfir lágmarki samkvæmt reglum Seðlabankans. Þá er geta þjóðarbúsins til að takast á við áföll góð, m.a. vegna góðrar ytri stöðu, stórs gjaldeyrisforða og lágrar skuldastöðu hins opinbera og einkageirans. Svigrúm hagstjórnar til að mæta áföllum er einnig talsvert þar sem afgangur er á ríkissjóði, skuldir hins opinbera eru lágar í sögulegu samhengi og nafnvextir Seðlabankans töluvert frá núlli.“ Á fundinum var fjallað um hraða þróun fjártækni sem kallar á aukinn viðbúnað varðandi net- og upplýsingaöryggi. Einnig var rætt hvernig treysta megi sem best innlenda greiðslumiðlun í ljósi þeirrar þróunar sem væntanleg er. Samþykkt var að beina tilmælum til Fjármálaeftirlitsins um að hækka sveiflujöfnunarauka um 0,25 prósentur, úr 1,75% í 2%. Hækkunin tekur gildi 12 mánuðum eftir ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, fylgi stofnunin tilmælunum. Á næsta ári mun fjármálastöðugleikaráð funda 1. apríl, 21. júní, 24. september og 17. desember. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Að mati fjármálastöðugleikaráðs er áhætta í fjármálakerfinu enn tiltölulega hófleg og hefur hún lítið breyst frá síðasta fundi ráðsins, en ráðið fundaði í dag í fimmta sinn á þessu ári. „Áfram slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum. Nú ríkir nokkur óvissa um framvinduna í ferðaþjónustu og áhrif kjarasamninga á efnahagslífið. Áfram er upptaktur í fjármálasveiflunni og skuldir vaxa nú hraðar en landsframleiðsla. Fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka þótt dregið hafi nokkuð úr hækkun verðs á íbúðarhúsnæði. Innlendir flugrekendur hafa verið í mótvindi, en bein áhrif af mögulegu áfalli á fjármálakerfið eru talin takmörkuð,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar segir að viðnámsþróttur viðskiptabankanna sé talsverður. „Eiginfjárhlutföll þeirra eru nokkuð yfir kröfum Fjármálaeftirlitsins og lausafjárstaða þeirra er vel yfir lágmarki samkvæmt reglum Seðlabankans. Þá er geta þjóðarbúsins til að takast á við áföll góð, m.a. vegna góðrar ytri stöðu, stórs gjaldeyrisforða og lágrar skuldastöðu hins opinbera og einkageirans. Svigrúm hagstjórnar til að mæta áföllum er einnig talsvert þar sem afgangur er á ríkissjóði, skuldir hins opinbera eru lágar í sögulegu samhengi og nafnvextir Seðlabankans töluvert frá núlli.“ Á fundinum var fjallað um hraða þróun fjártækni sem kallar á aukinn viðbúnað varðandi net- og upplýsingaöryggi. Einnig var rætt hvernig treysta megi sem best innlenda greiðslumiðlun í ljósi þeirrar þróunar sem væntanleg er. Samþykkt var að beina tilmælum til Fjármálaeftirlitsins um að hækka sveiflujöfnunarauka um 0,25 prósentur, úr 1,75% í 2%. Hækkunin tekur gildi 12 mánuðum eftir ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, fylgi stofnunin tilmælunum. Á næsta ári mun fjármálastöðugleikaráð funda 1. apríl, 21. júní, 24. september og 17. desember.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira