Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú þjófnað á tæplega tvö hundruð dekkjum sem stolið var frá bílaleigu í umdæminu.
Í tilkynningu segir að milli 180 og tvö hundruð dekkjum hafi verið stolið auk sjónvarps af gerðinni Samsung.
„Sá eða þeir sem þarna voru á ferð höfðu brotið upp hurð baka til í fyrirtækinu og komist þannig inn. Um var að ræða negld Infinity dekk og er verðmæti þeirra allt að 1,8 milljónum króna,“ segir í tilkynningunni.
Um tvö hundruð dekkjum stolið
Atli Ísleifsson skrifar
