Comey lét Trump og Repúblikana heyra það Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2018 23:00 James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI. AP/J. Scott Applewhite James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sendi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Repúblikönum á þingi tóninn í kvöld. Það gerði Comey eftir að hann var á lokuðum nefndarfundi þar sem þingmenn spurðu hann út í tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, Steele-skýrsluna svokölluðu, rússarannsóknina og fleiri málefni, sem Comey sagði í rauninni ekki skipta máli. „Á meðan er forseti Bandaríkjanna að ljúga um FBI, ráðast gegn FBI og ráðast gegn réttarríkinu. Hvernig heldur þetta einhverju vatni? Repúblikanar skildu áður að aðgerðir forseta skiptu máli, orð forseta skiptu máli, réttarríkið skiptir máli og sannleikurinn skiptir máli. Hvar eru þessir Repúblikanar í dag?“ spurði Comey. Áðurnefndur nefndarfundur tók rúmar fimm klukkustundir. Samkvæmt heimildum CNN varði Comey FBI gegn ásökunum þingamanna Repúblikanaflokksins. Hann sagði að það hefði verið rétt ákvörðun að láta ekki undan þrýstingi frá Hvíta húsinu og tilkynna ekki opinberlega að Trump sjálfur væri ekki til rannsóknar. Comey sagðist ekki hafa viljað lýsa því yfir þar sem hann taldi mögulegt að það gæti breyst og sagði að miðað við þær fréttir sem hann hefði séð undanfarið hefði það breyst og Trump sjálfur væri nú til rannsóknar hjá FBI.„Einhver verður að koma FBI til varnar,“ sagði Comey eftir blaðamannafundinn. „Fólk sem veit betur, þar á meðal Repúblikanar á þessu þingi, verður að hafa hugrekki til að standa upp og segja sannleikann. Að láta ekki undan illgjörnum tístum og ótta við stuðningsmenn. Sannleikurinn er til en þeir segja hann ekki. Þögn þeirra er skammarleg.“ Comey beindi gagnrýni sinni einnig að þeim þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa ákveðið að hætta. „Á einhverjum tímapunkti verður einhver að standa upp og takast á við óttan við Fox News, óttann við stuðningsmennina, óttann við illgjörn tíst og standa upp fyrir gildum þessa lands. Ekki bara lauma sér á eftirlaun, heldur standa upp og segja sannleikann.“Eftir fundinn spurði fréttakona Fox News hvort Comey sjálfur bæri einhverja ábyrgð á því að álit íbúa Bandaríkjanna á Alríkislögreglunni hafi versnað að undanförnu. Svarið var afdráttarlaust. „Nei. Orðspor FBI hefur beðið hnekki vegna þess að forseti Bandaríkjanna og félagar hans hafa logið stanslaust um stofnunina. Vegna þeirra lyga trúir mikið af góðu fólki, sem horfir á þína sjónvarpsstöð, þeirri vitleysu. Það er sorglegt. Það mun ekki vara að eilífu en sá skaði kemur mér ekkert við.“ Þetta svar má sjá undir lok þessa myndbands.COMEY: "Somebody has to stand up and speak for the FBI & the rule of law. I hope there's more somebodies than just me...the FBI's reputation is taking a big hit b/c POTUS has lied about it constantly. A whole lot of people who watch your network [Fox News] believe that nonsense." pic.twitter.com/79j1AYTrl2 — Aaron Rupar (@atrupar) December 17, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Svörin vörðuðu meint samráð framboðs Trump við Rússa. New York Times segir að Trump hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga sína. 21. nóvember 2018 11:06 Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. 22. nóvember 2018 20:41 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sendi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Repúblikönum á þingi tóninn í kvöld. Það gerði Comey eftir að hann var á lokuðum nefndarfundi þar sem þingmenn spurðu hann út í tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, Steele-skýrsluna svokölluðu, rússarannsóknina og fleiri málefni, sem Comey sagði í rauninni ekki skipta máli. „Á meðan er forseti Bandaríkjanna að ljúga um FBI, ráðast gegn FBI og ráðast gegn réttarríkinu. Hvernig heldur þetta einhverju vatni? Repúblikanar skildu áður að aðgerðir forseta skiptu máli, orð forseta skiptu máli, réttarríkið skiptir máli og sannleikurinn skiptir máli. Hvar eru þessir Repúblikanar í dag?“ spurði Comey. Áðurnefndur nefndarfundur tók rúmar fimm klukkustundir. Samkvæmt heimildum CNN varði Comey FBI gegn ásökunum þingamanna Repúblikanaflokksins. Hann sagði að það hefði verið rétt ákvörðun að láta ekki undan þrýstingi frá Hvíta húsinu og tilkynna ekki opinberlega að Trump sjálfur væri ekki til rannsóknar. Comey sagðist ekki hafa viljað lýsa því yfir þar sem hann taldi mögulegt að það gæti breyst og sagði að miðað við þær fréttir sem hann hefði séð undanfarið hefði það breyst og Trump sjálfur væri nú til rannsóknar hjá FBI.„Einhver verður að koma FBI til varnar,“ sagði Comey eftir blaðamannafundinn. „Fólk sem veit betur, þar á meðal Repúblikanar á þessu þingi, verður að hafa hugrekki til að standa upp og segja sannleikann. Að láta ekki undan illgjörnum tístum og ótta við stuðningsmenn. Sannleikurinn er til en þeir segja hann ekki. Þögn þeirra er skammarleg.“ Comey beindi gagnrýni sinni einnig að þeim þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa ákveðið að hætta. „Á einhverjum tímapunkti verður einhver að standa upp og takast á við óttan við Fox News, óttann við stuðningsmennina, óttann við illgjörn tíst og standa upp fyrir gildum þessa lands. Ekki bara lauma sér á eftirlaun, heldur standa upp og segja sannleikann.“Eftir fundinn spurði fréttakona Fox News hvort Comey sjálfur bæri einhverja ábyrgð á því að álit íbúa Bandaríkjanna á Alríkislögreglunni hafi versnað að undanförnu. Svarið var afdráttarlaust. „Nei. Orðspor FBI hefur beðið hnekki vegna þess að forseti Bandaríkjanna og félagar hans hafa logið stanslaust um stofnunina. Vegna þeirra lyga trúir mikið af góðu fólki, sem horfir á þína sjónvarpsstöð, þeirri vitleysu. Það er sorglegt. Það mun ekki vara að eilífu en sá skaði kemur mér ekkert við.“ Þetta svar má sjá undir lok þessa myndbands.COMEY: "Somebody has to stand up and speak for the FBI & the rule of law. I hope there's more somebodies than just me...the FBI's reputation is taking a big hit b/c POTUS has lied about it constantly. A whole lot of people who watch your network [Fox News] believe that nonsense." pic.twitter.com/79j1AYTrl2 — Aaron Rupar (@atrupar) December 17, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Svörin vörðuðu meint samráð framboðs Trump við Rússa. New York Times segir að Trump hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga sína. 21. nóvember 2018 11:06 Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. 22. nóvember 2018 20:41 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Svörin vörðuðu meint samráð framboðs Trump við Rússa. New York Times segir að Trump hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga sína. 21. nóvember 2018 11:06
Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. 22. nóvember 2018 20:41