Katowice-samþykktin marki tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2018 12:49 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra segir loftslagssamþykkt sem alþjóðasamfélagið sammæltist um í gærkvöldi marka ákveðin tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar. Loksins séu komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið. Fulltrúar næstum 200 ríkja sem saman voru komnir á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í pólsku borginni Katowice sammæltust í gærkvöldi um orðalag samþykktarinnar eftir maraþonfundahöld. Lokasamþykkt Katowice-ráðstefnunnar er lýst sem leiðarvísi um hvernig skuli halda lífi í Parísarasamkomulaginu sem undirritað var í lok árs 2015 og ætlað er að tryggja að hlýnun jarðar frá iðnbyltingu verði haldið vel innan við tvær gráður en helst undir einni og hálfri gráðu. Katowice-samþykktin skuldbindur þó ekki aðildarríkin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engu að síður er að finna í plagginu ýmis konar samræmda mælikvarða, ákvæði um opið loftslagsbókhald og aðra hvata sem sagðir eru setja þrýsting á aðildarríkin til að bæta ráð sitt í loftslagsmálum.Parísusamkomulagið virkjað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er nýkominn heim frá Katowice. Hann segir samþykkt helgarinnar marka ákveðin tímamót, enda séu nú komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið, þegar það tekur gildi árið 2020. „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamþykkt, það er að segja það er verið að virkja ef svo má segja, Parísarsamkomulagið. Það eru komnar þarna þessi leiðbeiningabók eða rule book eins og það heitir á ensku sem á að tryggja að þjóðir heims séu með samskonar reglur til að sýna fram á árangur aðgerða. Skýrslugjöfin er eins fyrir alla þó það sé ákveðinn sveigjanleiki fyrir fátækustu ríkin. Fjármögnun aðgerða líka í þróunarlöndum. Það er hægt að meta eða mæla hvað hver gerir og komið þá ákveðið gangsæi til að fylgja aðgerðum parísarsamkomulagsins eftir,“ segir Guðmundur Ingi. Þrátt fyrir að ekki hafi náðst að hnýta alla lausa enda segir Guðmundur að stórt skref hafi engu að síður verið stigið í Katowice. „Það er gríðarlega mikilvægt og var markmið ráðstefnunnar að ná þessu samkomulagi þó það séu eitt eða tvö atriði sem enn þá á eftir að klára í þessu samhengi og verður væntanlega gert á næsta fundi eftir ár.“ Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
Umhverfisráðherra segir loftslagssamþykkt sem alþjóðasamfélagið sammæltist um í gærkvöldi marka ákveðin tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar. Loksins séu komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið. Fulltrúar næstum 200 ríkja sem saman voru komnir á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í pólsku borginni Katowice sammæltust í gærkvöldi um orðalag samþykktarinnar eftir maraþonfundahöld. Lokasamþykkt Katowice-ráðstefnunnar er lýst sem leiðarvísi um hvernig skuli halda lífi í Parísarasamkomulaginu sem undirritað var í lok árs 2015 og ætlað er að tryggja að hlýnun jarðar frá iðnbyltingu verði haldið vel innan við tvær gráður en helst undir einni og hálfri gráðu. Katowice-samþykktin skuldbindur þó ekki aðildarríkin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engu að síður er að finna í plagginu ýmis konar samræmda mælikvarða, ákvæði um opið loftslagsbókhald og aðra hvata sem sagðir eru setja þrýsting á aðildarríkin til að bæta ráð sitt í loftslagsmálum.Parísusamkomulagið virkjað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er nýkominn heim frá Katowice. Hann segir samþykkt helgarinnar marka ákveðin tímamót, enda séu nú komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið, þegar það tekur gildi árið 2020. „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamþykkt, það er að segja það er verið að virkja ef svo má segja, Parísarsamkomulagið. Það eru komnar þarna þessi leiðbeiningabók eða rule book eins og það heitir á ensku sem á að tryggja að þjóðir heims séu með samskonar reglur til að sýna fram á árangur aðgerða. Skýrslugjöfin er eins fyrir alla þó það sé ákveðinn sveigjanleiki fyrir fátækustu ríkin. Fjármögnun aðgerða líka í þróunarlöndum. Það er hægt að meta eða mæla hvað hver gerir og komið þá ákveðið gangsæi til að fylgja aðgerðum parísarsamkomulagsins eftir,“ segir Guðmundur Ingi. Þrátt fyrir að ekki hafi náðst að hnýta alla lausa enda segir Guðmundur að stórt skref hafi engu að síður verið stigið í Katowice. „Það er gríðarlega mikilvægt og var markmið ráðstefnunnar að ná þessu samkomulagi þó það séu eitt eða tvö atriði sem enn þá á eftir að klára í þessu samhengi og verður væntanlega gert á næsta fundi eftir ár.“
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira