Dómstóll í Gautaborg úrskurðaði í gær lýðháskólanema á þrítugsaldri í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa undirbúið hryðjuverk í samráði við aðra.
Hinn grunaði er ríkisfangslaus Palestínumaður með tengsl við Sýrland og hefur búið á ýmsum stöðum í vesturhluta Svíþjóðar frá 2014. Hann er með bráðabirgðadvalarleyfi. Sænska öryggislögreglan handtók manninn snemma á fimmtudagsmorgun. Nokkrir voru þá kallaðir til yfirheyrslu en þeim var sleppt síðar um daginn.
Lögreglan fékk tilkynningu frá öðru landi um meintan undirbúning að hryðjuverki í Svíþjóð.

