Fjölmörg mál afgreidd á lokametrunum á Alþingi fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2018 20:00 Þær stöllur úr Vinstri grænum, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, áttu góða stund á þinginu í vikunni sem ljósmyndari Vísis fangaði. vísir/vilhelm Fjáraukalög, fjármál stjórnmálasamtaka og stuðningur við við útgáfu bóka á íslensku voru meðal mála sem rædd voru á Alþingi í dag, síðasta dag þingsins fyrir jólaleyfi. Þá voru ræddar ýmsar breytingar á lögum vegna afnáms laga um uppreist æru. Eitt af hefðbundnum lokaverkum Alþingis hverju sinni er veiting ríkisborgararéttar en að þessu sinni veitir Alþingi tuttugu og sex einstaklingum víðs vegar að úr heiminum ríkisborgararétt. Þá samþykkti Alþingi tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun þingfunda. „Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nauðsyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín Að svo mæltu tóku þingmenn að afgreiða þau mál sem ljúka þarf fyrir jólaleyfi eins og fjáraukalög. En þar á að afgreiða fjárútlát sem voru tímabundin, ófyrirséð og óhjákvæmileg á þessu ári. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fleiri þingmenn í stjórnarandstöðunni vildu meina að þar væru útgjaldaliðir sem ættu heima annars staðar. „Og hefði átt að gera ráð fyrir í áætlunum og í fjárlögum fyrir árið 2018. En svo vantar hér inn atriði sem sannarlega eru ófyrirséð og óhjákvæmileg,“ sagði Oddný. Þá var frumvarp allra formanna flokka á Alþingi um skýrari ákvæði um fjármál stjórnmálasamtaka afgreitt á þinginu. Forsætisráðherra sagði m.a. nýmæli að nöfn allra lögaðila sem styrktu stjórnmálaflokka yrðu gerð opinber. „Í þessu frumvarpi eru lagðar til mikilvægar breytingar í átt til aukins gagnsæis þegar kemur að fjármálum stjórnmálaflokkanna. Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli.“ Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata telur frumvarpið einnig til mikilla bóta. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka,“ sagði Helgi Hrafn. Þá náði frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um endurgreiðslu ríkisins á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku fram að ganga. Margir þingmenn tóku undir með ráðherra að þetta væri mikilvægt skref til stuðnings íslenskunni. „Þetta er algerlega nýmæli sem við erum að fara í hér. Ég er sannfærð um að þetta markar þáttaskil. En þessi aðgerð er liður í heilstæðri nálgun til þess að snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Alþingismenn komnir í jólafrí Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag 14. desember 2018 16:34 Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Allt stefnir í að Audrius Sakalauskas verði orðinn íslenskur ríkisborgari áður en dagurinn er úti. 14. desember 2018 16:09 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Fjáraukalög, fjármál stjórnmálasamtaka og stuðningur við við útgáfu bóka á íslensku voru meðal mála sem rædd voru á Alþingi í dag, síðasta dag þingsins fyrir jólaleyfi. Þá voru ræddar ýmsar breytingar á lögum vegna afnáms laga um uppreist æru. Eitt af hefðbundnum lokaverkum Alþingis hverju sinni er veiting ríkisborgararéttar en að þessu sinni veitir Alþingi tuttugu og sex einstaklingum víðs vegar að úr heiminum ríkisborgararétt. Þá samþykkti Alþingi tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun þingfunda. „Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nauðsyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín Að svo mæltu tóku þingmenn að afgreiða þau mál sem ljúka þarf fyrir jólaleyfi eins og fjáraukalög. En þar á að afgreiða fjárútlát sem voru tímabundin, ófyrirséð og óhjákvæmileg á þessu ári. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fleiri þingmenn í stjórnarandstöðunni vildu meina að þar væru útgjaldaliðir sem ættu heima annars staðar. „Og hefði átt að gera ráð fyrir í áætlunum og í fjárlögum fyrir árið 2018. En svo vantar hér inn atriði sem sannarlega eru ófyrirséð og óhjákvæmileg,“ sagði Oddný. Þá var frumvarp allra formanna flokka á Alþingi um skýrari ákvæði um fjármál stjórnmálasamtaka afgreitt á þinginu. Forsætisráðherra sagði m.a. nýmæli að nöfn allra lögaðila sem styrktu stjórnmálaflokka yrðu gerð opinber. „Í þessu frumvarpi eru lagðar til mikilvægar breytingar í átt til aukins gagnsæis þegar kemur að fjármálum stjórnmálaflokkanna. Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli.“ Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata telur frumvarpið einnig til mikilla bóta. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka,“ sagði Helgi Hrafn. Þá náði frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um endurgreiðslu ríkisins á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku fram að ganga. Margir þingmenn tóku undir með ráðherra að þetta væri mikilvægt skref til stuðnings íslenskunni. „Þetta er algerlega nýmæli sem við erum að fara í hér. Ég er sannfærð um að þetta markar þáttaskil. En þessi aðgerð er liður í heilstæðri nálgun til þess að snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Alþingismenn komnir í jólafrí Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag 14. desember 2018 16:34 Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Allt stefnir í að Audrius Sakalauskas verði orðinn íslenskur ríkisborgari áður en dagurinn er úti. 14. desember 2018 16:09 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Alþingismenn komnir í jólafrí Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag 14. desember 2018 16:34
Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Allt stefnir í að Audrius Sakalauskas verði orðinn íslenskur ríkisborgari áður en dagurinn er úti. 14. desember 2018 16:09
Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53