Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til með frumvarpi sínu að tuttugu og sex fái íslenskan ríkisborgararétt. Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi.
Fólkið er á aldrinum 12 til 82 ára og frá sextán löndum. Fjórir eru frá Sýrlandi, þrír frá Afganistan og tveir frá Víetnam, Póllandi, Þýskalandi, Eþíópíu og Tékklandi.
Hér má sjá lista með nöfnum þeirra sem nefndin vill veita ríkisborgararétt:
1. Agata Marta Bikielec, f. 1978 í Póllandi.
2. Alassane Konate, f. 1977 í Malí.
3. Arshak Kocharyan, f. 1966 í Armeníu.
4. Asia Hussein Charbaji, f. 1946 í Sýrlandi.
5. Audrius Sakalauskas, f. 1995 í Litháen.
6. Bisrat Dawit Melke, f. 1976 í Eþíópíu.
7. Colin Arnold Dalrymple, f. 1988 í Bandaríkjunum.
8. Damian Karol Klobassa-Zrencki, f. 1975 í Póllandi.
9. Duong Dao To, f. 1948 í Víetnam.
10. Fereshteh Mesbah Sayed Ali, f. 1995 í Afganistan.
11. Jan Bradác, f. 1986 í Tékklandi.
12. Jesse Akin Atutu, f. 1985 í Nígeríu.
13. Jorenda Acena Smith, f. 1969 á Filippseyjum.
14. Kiflom Gebrehiwot Mesfin, f. 1971 í Eþíópíu.
15. Manuel J de Freitas Pereira, f. 1970 í Portúgal.
16. Maria Loana Tovey, f. 1960 í Þýskalandi.
17. Mária Bradác, f. 1985 í Tékklandi.
18. Mohamad Khaled Charbaji, f. 1936 í Sýrlandi.
19. Noufa Alkassoum, f. 1947 í Sýrlandi.
20. Omar Khan Safi, f. 1989 í Afganistan.
21. Sally Hadid, f. 2006 í Sýrlandi.
22. Surasak Poonklang, f. 1990 í Taílandi.
23. Thinh Ích To, f. 1984 í Víetnam.
24. Tobias Klose, f. 1972 í Þýskalandi.
25. Vyacheslav Yelysyuchenko, f. 1981 í Úkraínu.
26. Zahra Mesbah Sayed Ali, f. 1992 í Afganistan.
Innlent