Ellert segir aldraða ekki hafa tíma til að bíða Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2018 20:15 Ellert sló á létta strengi með Viðreisnarmanninum Þorsteini Víglundssyni yfir veiðigjaldaumræðunni. FBL/SAJ Elsti þingmaðurinn á Alþingi segir brýnt að koma til móts við þann hóp eldri borgara sem hafi á ekkert að treysta nema bætur almannatrygginga. Eðli málsins samkvæmt geti þessi hópur ekki beðið lengi. Fjármálaráðherra segir það hafa verið og það verði í forgangi að bæta stöðu þessa hóps. Elsti maðurinn á Alþingi, Ellert B. Schram varaþingmaður Samfylkingarinnar, minnti á bág kjör þeirra eldri borgara sem einungis njóta lífeyris frá Tryggingastofnun sem væri 239.500 kr á mánuði fyrir skatta í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Í fjárlagafrumvarpi væri gert ráð fyrir 3,6 prósenta hækkun þessa grunnlífeyris á næsta ári sem væri hungurlús. Ellert sagðist hvorki kominn á þing á fótboltaskóm til að sparka í einhvern né á inniskóm til að slappa af. „Erindi mitt hér í þingsal er að gera mitt besta til að minna þingmenn á aldrað fólk sem býr við fátækt, veikindi, einangrun og tómleika,” sagði Ellert tog beindi orðum sínum til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.“Ég bið um svar og yfirlýsingu um að tekið verði tillit til eldri kynslóðarinnar. Enn sé ráðrúm að hálfu stjórnvalda að taka mark á gömlum karli sem hér hefur dottið inn og á hingað erindi í þágu elstu kynslóðarinnar,” sagði Ellert. Fjármálaráðherra sagði að á Íslandi væri gott kerfi lífeyrisréttinda. Mikil atvinnuþátttaka og lítið atvinnuleysi og fullfjármögnuð lífeyrisréttindi. „Vandi okkar snýr að þeim sem eru komnir á lífeyrisaldur en náðu ekki, eins og háttvirtur þingmaður er hér að fara yfir, að nýta starfsævina til að tryggja sér góð eftirlaun,” sagði Bjarni. Engu að síður hefði kaupmáttur bóta þessa hóps aukist þótt gera mætti betur. Fjármálaráðherra tók hins vegar undir með Ellerti að það væri í forgangi að bæta kjör þeirra sem einungis treystu á bætur almannatrygginga. Tekist væri á um fjárveitingar og margir vildu afnema allar skerðingar hjá þeim sem gætu verið í fullu starfi. „Við höfum hækkað frítekjumörkin vegna atvinnutekna. En ef menn afnema þau með öllu væri það mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð á sama tíma og það myndi í engu gagnast þessum hópi,” sagði Bjarni. Ellert sagðist vona að fjármálaráðherra finndi leið til að bæta hag þessa verst seta hóp bráðlega. “Þetta fólk er komið á þann aldur að það getur ekki beðið lengi. Þetta er spurningin um hvort við viljum hjálpa þeim að njóta lífsgæða áður en yfir lýkur,” sagði Ellert B. Schram. Alþingi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Elsti þingmaðurinn á Alþingi segir brýnt að koma til móts við þann hóp eldri borgara sem hafi á ekkert að treysta nema bætur almannatrygginga. Eðli málsins samkvæmt geti þessi hópur ekki beðið lengi. Fjármálaráðherra segir það hafa verið og það verði í forgangi að bæta stöðu þessa hóps. Elsti maðurinn á Alþingi, Ellert B. Schram varaþingmaður Samfylkingarinnar, minnti á bág kjör þeirra eldri borgara sem einungis njóta lífeyris frá Tryggingastofnun sem væri 239.500 kr á mánuði fyrir skatta í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Í fjárlagafrumvarpi væri gert ráð fyrir 3,6 prósenta hækkun þessa grunnlífeyris á næsta ári sem væri hungurlús. Ellert sagðist hvorki kominn á þing á fótboltaskóm til að sparka í einhvern né á inniskóm til að slappa af. „Erindi mitt hér í þingsal er að gera mitt besta til að minna þingmenn á aldrað fólk sem býr við fátækt, veikindi, einangrun og tómleika,” sagði Ellert tog beindi orðum sínum til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.“Ég bið um svar og yfirlýsingu um að tekið verði tillit til eldri kynslóðarinnar. Enn sé ráðrúm að hálfu stjórnvalda að taka mark á gömlum karli sem hér hefur dottið inn og á hingað erindi í þágu elstu kynslóðarinnar,” sagði Ellert. Fjármálaráðherra sagði að á Íslandi væri gott kerfi lífeyrisréttinda. Mikil atvinnuþátttaka og lítið atvinnuleysi og fullfjármögnuð lífeyrisréttindi. „Vandi okkar snýr að þeim sem eru komnir á lífeyrisaldur en náðu ekki, eins og háttvirtur þingmaður er hér að fara yfir, að nýta starfsævina til að tryggja sér góð eftirlaun,” sagði Bjarni. Engu að síður hefði kaupmáttur bóta þessa hóps aukist þótt gera mætti betur. Fjármálaráðherra tók hins vegar undir með Ellerti að það væri í forgangi að bæta kjör þeirra sem einungis treystu á bætur almannatrygginga. Tekist væri á um fjárveitingar og margir vildu afnema allar skerðingar hjá þeim sem gætu verið í fullu starfi. „Við höfum hækkað frítekjumörkin vegna atvinnutekna. En ef menn afnema þau með öllu væri það mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð á sama tíma og það myndi í engu gagnast þessum hópi,” sagði Bjarni. Ellert sagðist vona að fjármálaráðherra finndi leið til að bæta hag þessa verst seta hóp bráðlega. “Þetta fólk er komið á þann aldur að það getur ekki beðið lengi. Þetta er spurningin um hvort við viljum hjálpa þeim að njóta lífsgæða áður en yfir lýkur,” sagði Ellert B. Schram.
Alþingi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira