Vinnustaðasálfræðingur með starfsmenn Rásar 1 í meðferð Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2018 09:48 Þröstur segir að þau á Rás 1 hafi verið að vinna í að efla innra samtal og samstarf, efla teymið með aðstoð sérfræðinga. Að undanförnu hefur vinnusálfræðingur verið fenginn til að fara yfir samskipti á vinnustað með starfsmönnum Rásar 1. Nýverið var gerð könnun á viðhorfum starfsmanna gagnvart stofnuninni og kom á daginn að á flestum deildum stofnunarinnar, sem telur um 250 starfsmenn, var ánægja ríkjandi. Nema, könnunin leiddi í ljós óánægju meðal starfsmanna á Rás 1 en þar eru fastir starfsmenn í kringum á þriðja tug auk lausafólks. Vísir hefur rætt við nokkra starfsmenn á RÚV sem lýsa þessu sem heldur hvimleiðri kvöð, að sitja undir glærusýningum og fundi með vinnustaðasálfræðingum sem fara vandlega í saumana á samskiptum á vinnustað. Einkum þar sem þeir telja þennan vanda snúa að einum manni sem er Þröstur Helgason yfirmaður Rásar 1. Hann þykir ekki mjög lipur í mannlegum samskiptum.Mannauðsstjóri kannaðist ekki við neina vinnustaðasálfræðinga Þegar Vísir bar þetta undir Þóru Margréti Pálsdóttur mannauðsstjóra stofnunarinnar sagði hún þetta ekki rétt. Og að hún hafi ekkert um svona mál að segja. Breytti engu þó henni væri bent á að Vísir hefði fyrir þessu margvíslegar heimildir. En, sem betur fer kannaðist Þröstur Helgason hins vegar við málið, þegar í hann náðist:Þóra Margrét mannauðsstjóri kannaðist ekkert við málið.„Við erum alltaf að kappkosta að gera betur og eitt af því sem við höfum verið að vinna í er að efla innra samtal og samstarf, efla teymið. Ég sem stjórnandi reyni að bregðast við þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Þröstur og lýsir því að þau á Rás 1 hafi ákveðið að þjappa hópnum saman með vinnufundum þar sem sérfræðingur leiðir umræður í hópnum um vinnuna, samskiptin og álag í starfi. „Þetta hefur gert okkur gott og mér þar á meðal. Markmiðið er að halda áfram að bæta dagskrána á Rás 1 á sama tíma og við þjöppum hópnum saman.“Rás 1 í stórsókn Þröstur gefur ekkert út á það að hann þyki ekki það sem einn starfsmanna RÚV kallaði „peoples person“ en, það fylgdi jafnframt sögunni að hlustun á Rás 1 hefur aukist mjög undir stjórn Þrastar. „Jú, það er rétt, hlutdeild Rásar 1 í útvarpshlustun hefur aukist umtalsvert síðustu misseri og ár. Hlustunin hefur ekki verið meiri um árabil en aukningin er um það bil 20 prósent. Á þessu ári hefur hlutdeild Rásar 1 verið 23 prósent en hún var 16 prósent árið 2014.“ Þröstur segir hlutdeild Rásar 1 hafa á þessu ári farið mest upp í 27 prósent en það er mesta hlutdeild sem mælst hefur frá því að rafrænar mælingar hófust fyrir áratug eða svo. „Við erum afskaplega stolt af þessu enda ekki sjálfgefið á þessum tímum að vandað útvarp þar sem gefinn er tími til að kryfja mál fái meiri hlustun. Ástæðan er auðvitað sú að við búum að einstaklega sterkum hópi dagskrárgerðamanna.“ Fjölmiðlar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Að undanförnu hefur vinnusálfræðingur verið fenginn til að fara yfir samskipti á vinnustað með starfsmönnum Rásar 1. Nýverið var gerð könnun á viðhorfum starfsmanna gagnvart stofnuninni og kom á daginn að á flestum deildum stofnunarinnar, sem telur um 250 starfsmenn, var ánægja ríkjandi. Nema, könnunin leiddi í ljós óánægju meðal starfsmanna á Rás 1 en þar eru fastir starfsmenn í kringum á þriðja tug auk lausafólks. Vísir hefur rætt við nokkra starfsmenn á RÚV sem lýsa þessu sem heldur hvimleiðri kvöð, að sitja undir glærusýningum og fundi með vinnustaðasálfræðingum sem fara vandlega í saumana á samskiptum á vinnustað. Einkum þar sem þeir telja þennan vanda snúa að einum manni sem er Þröstur Helgason yfirmaður Rásar 1. Hann þykir ekki mjög lipur í mannlegum samskiptum.Mannauðsstjóri kannaðist ekki við neina vinnustaðasálfræðinga Þegar Vísir bar þetta undir Þóru Margréti Pálsdóttur mannauðsstjóra stofnunarinnar sagði hún þetta ekki rétt. Og að hún hafi ekkert um svona mál að segja. Breytti engu þó henni væri bent á að Vísir hefði fyrir þessu margvíslegar heimildir. En, sem betur fer kannaðist Þröstur Helgason hins vegar við málið, þegar í hann náðist:Þóra Margrét mannauðsstjóri kannaðist ekkert við málið.„Við erum alltaf að kappkosta að gera betur og eitt af því sem við höfum verið að vinna í er að efla innra samtal og samstarf, efla teymið. Ég sem stjórnandi reyni að bregðast við þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Þröstur og lýsir því að þau á Rás 1 hafi ákveðið að þjappa hópnum saman með vinnufundum þar sem sérfræðingur leiðir umræður í hópnum um vinnuna, samskiptin og álag í starfi. „Þetta hefur gert okkur gott og mér þar á meðal. Markmiðið er að halda áfram að bæta dagskrána á Rás 1 á sama tíma og við þjöppum hópnum saman.“Rás 1 í stórsókn Þröstur gefur ekkert út á það að hann þyki ekki það sem einn starfsmanna RÚV kallaði „peoples person“ en, það fylgdi jafnframt sögunni að hlustun á Rás 1 hefur aukist mjög undir stjórn Þrastar. „Jú, það er rétt, hlutdeild Rásar 1 í útvarpshlustun hefur aukist umtalsvert síðustu misseri og ár. Hlustunin hefur ekki verið meiri um árabil en aukningin er um það bil 20 prósent. Á þessu ári hefur hlutdeild Rásar 1 verið 23 prósent en hún var 16 prósent árið 2014.“ Þröstur segir hlutdeild Rásar 1 hafa á þessu ári farið mest upp í 27 prósent en það er mesta hlutdeild sem mælst hefur frá því að rafrænar mælingar hófust fyrir áratug eða svo. „Við erum afskaplega stolt af þessu enda ekki sjálfgefið á þessum tímum að vandað útvarp þar sem gefinn er tími til að kryfja mál fái meiri hlustun. Ástæðan er auðvitað sú að við búum að einstaklega sterkum hópi dagskrárgerðamanna.“
Fjölmiðlar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira