Ítalir lúffa í fjárlagadeilu sinni við ESB Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2018 23:48 Guiseppe Conte tók við embætti forsætisráðherra Ítalíu fyrr á árinu. Getty/Sean Gallup Ítölsk stjórnvöld hafa dregið í land í deilu sinni við Evrópusambandið varðandi fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Hefur ítalska ríkisstjórnin ákveðið að draga úr fjárlagahallanum í þeim tilgangi að koma í veg að þurfa að sæta sektargreiðslum af hálfu sambandsins. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ítalskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB síðustu tvo mánuði vegna fjárlagafrumvarpsins. Popúlistaflokkar sem eiga sæti í ríkisstjórn Ítalíu, meðal annars Bandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, höfðu áður lagt fram fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir miklum útgjöldum. Ítalskir fjölmiðlar greindu þó frá því í dag að Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hafi lagt til breytingar sem skili sér í minni fjárlagahalla.Reglur um opinber fjármál Fljótlega eftir að upphaflega frumvarpið kom fram í haust gerði framkvæmdastjórn ESB athugasemdir við frumvarpið og sagði það brjóta í bága við reglur sambandsins um opinber fjármál. Ætlunin með reglunum er að tryggja fjármálastöðugleika til að ríkisstjórnir aðildarríkja freistist ekki til að stórauka ríkisútgjöld, þrátt fyrir kröfu almennings heima fyrir. Reglurnar fela í sér að aðildarríki hafi samráð um gerð fjárlaga og skuldir og útgjöld aðildarríkja þurfi að vera undir ákveðnu viðmiði sem hlutfall af landsframleiðslu.Fékk falleinkunn Ítalía varð í október fyrsta aðildarríkið sem lagði fram fjárlagafrumvarp sem féll falleinkunn hjá framkvæmdastjórn ESB, en hallinn nam þar 2,4 prósent af landsframleiðslu. Ítalía er nú þegar í öðru sæti á lista yfir skuldsettustu aðildarríki ESB og mældust áætlanir stjórnarinnar um borgaralaun og breytingar á lífeyriskerfi ekki vel fyrir. Matteo Salvini, innanríkisráðherra og leiðtogi Bandalagsins, og Luigi Di Maio, efnahagsmálaráðherra og leiðtogi Fimm stjörnu hreyfingarinnar, höfðu hins vegar sagt fyrirhugaðar breytingar nauðsynlegar til að koma stöðnuðu hagkerfi landsins á aftur á ról. Ekki hefur verið greint frá því hvaða breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu, þó að fyrir liggi að fjárlagahallinn sé nú 2,04 prósent af landsframleiðslu. Evrópusambandið Ítalía Tengdar fréttir Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. 22. október 2018 18:30 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld hafa dregið í land í deilu sinni við Evrópusambandið varðandi fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Hefur ítalska ríkisstjórnin ákveðið að draga úr fjárlagahallanum í þeim tilgangi að koma í veg að þurfa að sæta sektargreiðslum af hálfu sambandsins. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ítalskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB síðustu tvo mánuði vegna fjárlagafrumvarpsins. Popúlistaflokkar sem eiga sæti í ríkisstjórn Ítalíu, meðal annars Bandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, höfðu áður lagt fram fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir miklum útgjöldum. Ítalskir fjölmiðlar greindu þó frá því í dag að Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hafi lagt til breytingar sem skili sér í minni fjárlagahalla.Reglur um opinber fjármál Fljótlega eftir að upphaflega frumvarpið kom fram í haust gerði framkvæmdastjórn ESB athugasemdir við frumvarpið og sagði það brjóta í bága við reglur sambandsins um opinber fjármál. Ætlunin með reglunum er að tryggja fjármálastöðugleika til að ríkisstjórnir aðildarríkja freistist ekki til að stórauka ríkisútgjöld, þrátt fyrir kröfu almennings heima fyrir. Reglurnar fela í sér að aðildarríki hafi samráð um gerð fjárlaga og skuldir og útgjöld aðildarríkja þurfi að vera undir ákveðnu viðmiði sem hlutfall af landsframleiðslu.Fékk falleinkunn Ítalía varð í október fyrsta aðildarríkið sem lagði fram fjárlagafrumvarp sem féll falleinkunn hjá framkvæmdastjórn ESB, en hallinn nam þar 2,4 prósent af landsframleiðslu. Ítalía er nú þegar í öðru sæti á lista yfir skuldsettustu aðildarríki ESB og mældust áætlanir stjórnarinnar um borgaralaun og breytingar á lífeyriskerfi ekki vel fyrir. Matteo Salvini, innanríkisráðherra og leiðtogi Bandalagsins, og Luigi Di Maio, efnahagsmálaráðherra og leiðtogi Fimm stjörnu hreyfingarinnar, höfðu hins vegar sagt fyrirhugaðar breytingar nauðsynlegar til að koma stöðnuðu hagkerfi landsins á aftur á ról. Ekki hefur verið greint frá því hvaða breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu, þó að fyrir liggi að fjárlagahallinn sé nú 2,04 prósent af landsframleiðslu.
Evrópusambandið Ítalía Tengdar fréttir Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. 22. október 2018 18:30 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. 22. október 2018 18:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent