Bára óhrædd við að mæta Miðflokksþingmönnum fyrir héraðsdómi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2018 19:00 Bára Halldórsdóttir, konan sem gerði Klausturupptökurnar opinberar, ætlar að mæta fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag eftir kvaðningu sem hún fékk frá dómstólnum í gær. Miðflokkurinn segir skýrslutöku fyrir dómi nauðsynlega gagnaöflun í málinu. Þetta ákvað Bára eftir að hafa átt fund með lögmanni sínum í dag en væringar voru á lofti um hvort hún þyrfti að mæta í þinghaldið. Þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, öll úr Miðflokki, eru skráð sem sóknaraðilar í dagskrá dómstólsins á mánudag en ekki liggur fyrir hvort höfðað verði einkamál á hendur Báru. Reimar Pétursson, lögmaður fjórmenninganna sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hygðist ekki tjá sig um málið. Þetta hefur Bára að sega um næstu skref. „Næstu skref eru bara að mæta á mánudaginn. það er svo sem ekkert að gerast að því að þetta var svona hálf skringilega upp sett allt saman, og við bara mætum á mánudaginn og sjáum hvað er að gerast, sagði Bára nú síðdegis. Bréfið sem Bára fékk í gærBára HalldórsdóttirÞar á Bára við að í kvaðningunni frá dómstólnum sem barst í gær er hún rangfeðruð. „Hann kom fyrst til einhverrar Báru Guðmundsdóttur og síðan kom hann aftur til Báru Halldórsdóttur, þannig að ég bjóst alveg við því að þeir myndu senda eitthvað,“ sagði Bára. Málið rætt á þingi í dag Það að þingmenn Miðflokksins hafi leitað til dómstóla með málið kom til umræðu á Alþingi í dag og sagði þingflokksformaður Vinstri Grænna, Bjarkey Olsen, sýna skilningsleysi þeirra sem um ræðir, á alvarleika málsins. Nú síðdegis setti Miðflokkurinn inn færslu á Facebook-síðu flokksins en þar kemur fram að skýrslutakan fyrir dómi sé einungis einn liður í nauðsynlegri gagnaöflun og að þar eigi fastlega ýmislegt eftir að koma fram. Þá kemur fram í færslunni að réttur einstaklinga til friðhelgi ber alltaf að virða og er það þeirra helsti útgangspunktur. Bára segist ekki segist ekki alveg hafa átt von á að málið færi svona langt. „Ég hefði haldið að þeir vildu nú ekkert halda þessu mikið á lofti lengur hvað þeir eru búnir að vera að blaðra, ef þeir gera það þá bara gera þeir það. Er það ekki svoleiðis sem stjórnmálin virka,“ sagði Bára.Ertu smeyk við þetta? „Nei, ég er það ekki,“ sagði Bára. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Bára Halldórsdóttir, konan sem gerði Klausturupptökurnar opinberar, ætlar að mæta fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag eftir kvaðningu sem hún fékk frá dómstólnum í gær. Miðflokkurinn segir skýrslutöku fyrir dómi nauðsynlega gagnaöflun í málinu. Þetta ákvað Bára eftir að hafa átt fund með lögmanni sínum í dag en væringar voru á lofti um hvort hún þyrfti að mæta í þinghaldið. Þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, öll úr Miðflokki, eru skráð sem sóknaraðilar í dagskrá dómstólsins á mánudag en ekki liggur fyrir hvort höfðað verði einkamál á hendur Báru. Reimar Pétursson, lögmaður fjórmenninganna sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hygðist ekki tjá sig um málið. Þetta hefur Bára að sega um næstu skref. „Næstu skref eru bara að mæta á mánudaginn. það er svo sem ekkert að gerast að því að þetta var svona hálf skringilega upp sett allt saman, og við bara mætum á mánudaginn og sjáum hvað er að gerast, sagði Bára nú síðdegis. Bréfið sem Bára fékk í gærBára HalldórsdóttirÞar á Bára við að í kvaðningunni frá dómstólnum sem barst í gær er hún rangfeðruð. „Hann kom fyrst til einhverrar Báru Guðmundsdóttur og síðan kom hann aftur til Báru Halldórsdóttur, þannig að ég bjóst alveg við því að þeir myndu senda eitthvað,“ sagði Bára. Málið rætt á þingi í dag Það að þingmenn Miðflokksins hafi leitað til dómstóla með málið kom til umræðu á Alþingi í dag og sagði þingflokksformaður Vinstri Grænna, Bjarkey Olsen, sýna skilningsleysi þeirra sem um ræðir, á alvarleika málsins. Nú síðdegis setti Miðflokkurinn inn færslu á Facebook-síðu flokksins en þar kemur fram að skýrslutakan fyrir dómi sé einungis einn liður í nauðsynlegri gagnaöflun og að þar eigi fastlega ýmislegt eftir að koma fram. Þá kemur fram í færslunni að réttur einstaklinga til friðhelgi ber alltaf að virða og er það þeirra helsti útgangspunktur. Bára segist ekki segist ekki alveg hafa átt von á að málið færi svona langt. „Ég hefði haldið að þeir vildu nú ekkert halda þessu mikið á lofti lengur hvað þeir eru búnir að vera að blaðra, ef þeir gera það þá bara gera þeir það. Er það ekki svoleiðis sem stjórnmálin virka,“ sagði Bára.Ertu smeyk við þetta? „Nei, ég er það ekki,“ sagði Bára.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03
Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03
Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04
Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47
Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34