Erlent

Tilslakanir Macrons munu stórauka fjárlagahallann

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks.
Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. Vísir/ap
Emmanuel Macron Frakklandsforseti kom í gær til móts við mótmælendur þegar hann tilkynnti að hann hygðist hækka lágmarkslaun, gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks og afturkalla skerðingar á eftirlaunum.

Tilslakanir Macrons munu stórauka fjárlagahallann og trúlega munu þær þá einnig rjúfa þau mörk sem Evrópusambandið hefur sett aðildarríkjum sínum er varðar fjárlagahalla næsta árs án þess að draga saman ríkisútgjöld.

Fjárlagahallinn má ekki fara fram yfir þrjú prósent af landsframleiðslu.

Edouard Philippe forsætisráðherra Frakklands er gert að útskýra fyrir þingheimi á fimmtudag hvernig loforð Macrons verða fjármögnuð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×