Þegar sérhagsmunir ráða för Þorsteinn Víglundsson skrifar 11. desember 2018 15:00 Helstu baráttumál ríkisstjórna endurspegla best fyrir hvað þær standa. Stærstu slagirnir sýna hvar hjartað slær. Á fyrsta ári þessarar ríkisstjórnar hefur stærsti slagurinn verið lækkun veiðigjalda og ríkisstjórnin nær landi með það baráttumál sitt á Alþingi í dag. Ekkert þverpólitískt samstarf. Engin sátt. Engin ný vinnubrögð. Málið bara keyrt í gegn. Ríkisstjórnin lagði málið upphaflega fram undir lok vorþings en var þá gerð afturreka með það af minnihlutanum þá en lagði það síðan fram aftur í haust og kemur það til lokaatkvæðagreiðslu Alþingis í dag. Um hvað snýst málið í raun? Veiðigjöld eru í raun nokkurs konar hráefnisgjald útgerðarinnar. Útgerðin greiðir ekkert annað gjald fyrir að sækja þessa sameiginlegu auðlind þjóðarinnar í sjóð. Viðskipti með kvóta eru greiðslur milli útgerðafyrirtækja en veiðigjaldið er það sem þjóðin ber úr bítum. Áætluð veiðigjöld næsta árs eru um 7 milljarðar króna. Verðmæti sjávarafurða á þessu ári verður líkast til rúmir 230 milljarðar króna. Veiðigjöldin eða hráefnisgjaldið verða því tæplega 3% af verðmæti afurðanna. Algengt er að hreinn hráefniskostnaður sé á bilinu 20-50% af verðmæti. Ríkisstjórnin hefur verið sammála útgerðinni að það gjald sem stefndi að óbreyttu í að innheimt yrði á næsta ári, um 11-12 milljarðar króna (tæp 5% af verðmæti afurðanna) væri allt of hátt og líklegt til að sliga atvinnugreina. Þar verður auðvitað hver að dæma fyrir sig en sjálfur gef ég lítið fyrir þau rök.Sjávarútvegur er ekki nauð Afkoma sjávarútvegs á síðasta ári var lakari en árin á undan. Þar spilar vafalítið stóra rullu að langt sjómannaverkfall varð það ár. Það sem af er þessu ári hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða aukist um 20%. Það styrkir væntanlega stöðu greinarinnar umtalsvert enda hefur gengi krónunnar verið að veikjast. Á sama tíma hefur útgerðin haldið áfram miklum fjárfestingum í endurnýjun fiskiskipa og framleiðslutækja, varið tugum milljarða til kaupa á öðrum útgerðum og aflaheimildum og haldið áfram umfangsmiklum fjárfestingum í öðrum atvinnugreinum. Allt ber þetta merki sterkrar stöðu sjávarútvegs og trú greinarinnar á eigin framtíðarhorfur. Sem er vel enda um mikilvæga atvinnugrein að ræða Það er auðvitað hrein og klár blekking að sjávarútvegur sé í krísu líkt og reynt hefur verið að draga upp af hálfu ríkisstjórnar og útgerðar. Greinin stendur gríðarlega vel og horfur hennar eru góðar. Besta merki þess er að greinin sjálf er reiðubúin að fjárfesta háum fjárhæðum í þeirri framtíð.Einfaldlega ömurleg forgangsröðun Sú staðreynd að ríkisstjórnin leggur svona mikla áherslu á að keyra í gegn lækkun veiðigjalda í miklum pólitískum ágreiningi undirstrika einfaldlega ömurlega forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar. Þetta er ríkisstjórn sérhagsmuna. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart hvað varðar Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk en það vekur vissulega furðu hversu hart Vinstri Græn ganga fram í þessu máli. Hversu auðvelt það hefur reynst flokknum að renna saman við hina sérhagsmunaflokkana tvo. • Á sama tíma þarf ríkisstjórnin að leggja á okkur veggjöld til að geta fjármagnað vegaframkvæmdir. • Á sama tíma var ekki unnt að tryggja ellilífeyrisþegum og öryrkjum einhverja kaupmáttaraukningu á næsta ári. • Á sama tíma þurfti að skera niður áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma. • Á sama tíma var ekki hægt að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila • Á sama tíma var ekki hægt að taka sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingar • Á sama tíma var ekki hægt að tryggja SÁÁ nægjanlegt rekstrarfé • Á sama tíma var ekki hægt að fjármagna sjúkrahús á landsbyggðinni með fullnægjandi hætti • Á sama tíma var ekki hægt að hefja afnám krónu á móti krónu skerðingunni Svona er forgangsröðun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Hún er bara ekki betri en þetta.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Helstu baráttumál ríkisstjórna endurspegla best fyrir hvað þær standa. Stærstu slagirnir sýna hvar hjartað slær. Á fyrsta ári þessarar ríkisstjórnar hefur stærsti slagurinn verið lækkun veiðigjalda og ríkisstjórnin nær landi með það baráttumál sitt á Alþingi í dag. Ekkert þverpólitískt samstarf. Engin sátt. Engin ný vinnubrögð. Málið bara keyrt í gegn. Ríkisstjórnin lagði málið upphaflega fram undir lok vorþings en var þá gerð afturreka með það af minnihlutanum þá en lagði það síðan fram aftur í haust og kemur það til lokaatkvæðagreiðslu Alþingis í dag. Um hvað snýst málið í raun? Veiðigjöld eru í raun nokkurs konar hráefnisgjald útgerðarinnar. Útgerðin greiðir ekkert annað gjald fyrir að sækja þessa sameiginlegu auðlind þjóðarinnar í sjóð. Viðskipti með kvóta eru greiðslur milli útgerðafyrirtækja en veiðigjaldið er það sem þjóðin ber úr bítum. Áætluð veiðigjöld næsta árs eru um 7 milljarðar króna. Verðmæti sjávarafurða á þessu ári verður líkast til rúmir 230 milljarðar króna. Veiðigjöldin eða hráefnisgjaldið verða því tæplega 3% af verðmæti afurðanna. Algengt er að hreinn hráefniskostnaður sé á bilinu 20-50% af verðmæti. Ríkisstjórnin hefur verið sammála útgerðinni að það gjald sem stefndi að óbreyttu í að innheimt yrði á næsta ári, um 11-12 milljarðar króna (tæp 5% af verðmæti afurðanna) væri allt of hátt og líklegt til að sliga atvinnugreina. Þar verður auðvitað hver að dæma fyrir sig en sjálfur gef ég lítið fyrir þau rök.Sjávarútvegur er ekki nauð Afkoma sjávarútvegs á síðasta ári var lakari en árin á undan. Þar spilar vafalítið stóra rullu að langt sjómannaverkfall varð það ár. Það sem af er þessu ári hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða aukist um 20%. Það styrkir væntanlega stöðu greinarinnar umtalsvert enda hefur gengi krónunnar verið að veikjast. Á sama tíma hefur útgerðin haldið áfram miklum fjárfestingum í endurnýjun fiskiskipa og framleiðslutækja, varið tugum milljarða til kaupa á öðrum útgerðum og aflaheimildum og haldið áfram umfangsmiklum fjárfestingum í öðrum atvinnugreinum. Allt ber þetta merki sterkrar stöðu sjávarútvegs og trú greinarinnar á eigin framtíðarhorfur. Sem er vel enda um mikilvæga atvinnugrein að ræða Það er auðvitað hrein og klár blekking að sjávarútvegur sé í krísu líkt og reynt hefur verið að draga upp af hálfu ríkisstjórnar og útgerðar. Greinin stendur gríðarlega vel og horfur hennar eru góðar. Besta merki þess er að greinin sjálf er reiðubúin að fjárfesta háum fjárhæðum í þeirri framtíð.Einfaldlega ömurleg forgangsröðun Sú staðreynd að ríkisstjórnin leggur svona mikla áherslu á að keyra í gegn lækkun veiðigjalda í miklum pólitískum ágreiningi undirstrika einfaldlega ömurlega forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar. Þetta er ríkisstjórn sérhagsmuna. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart hvað varðar Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk en það vekur vissulega furðu hversu hart Vinstri Græn ganga fram í þessu máli. Hversu auðvelt það hefur reynst flokknum að renna saman við hina sérhagsmunaflokkana tvo. • Á sama tíma þarf ríkisstjórnin að leggja á okkur veggjöld til að geta fjármagnað vegaframkvæmdir. • Á sama tíma var ekki unnt að tryggja ellilífeyrisþegum og öryrkjum einhverja kaupmáttaraukningu á næsta ári. • Á sama tíma þurfti að skera niður áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma. • Á sama tíma var ekki hægt að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila • Á sama tíma var ekki hægt að taka sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingar • Á sama tíma var ekki hægt að tryggja SÁÁ nægjanlegt rekstrarfé • Á sama tíma var ekki hægt að fjármagna sjúkrahús á landsbyggðinni með fullnægjandi hætti • Á sama tíma var ekki hægt að hefja afnám krónu á móti krónu skerðingunni Svona er forgangsröðun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Hún er bara ekki betri en þetta.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun