Umhugsunarefni hve mikið nýjar íbúðir hafa hækkað í verði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2018 14:00 Fermetraverð nýrra og smærri íbúða hefur farið hækkandi. VÍSIR/VILHELM Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hraðar en kaupverð samkvæmt nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs. Þá voru um 94 prósent af nýjum íbúðalánum í október óvertryggð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir umhugsunarefni hversu mikið fermetraverð nýrra íbúða hefur hækkað undanfarin misseri. Samkvæmt desemberskýrslu Íbúðarlánasjóðs hefur vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um ríflega sjö prósent undanfarið ár, á sama tíma og vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um rétt rúm fjögur prósent. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að þessi þróun meðal annars skýrast af því að nýjar íbúðir séu nú minni en áður. „Íbúðaverð í fasteignaauglýsingum er núna að hækka meira en verð í kaupsamningum um íbúðir og það er fyrst og fremst vegna þess að íbúðir sem núna eru settar á sölu í nýbyggingum eru núna að hækka talsvert hratt í verði. Auglýst meðalfermetraverð nýbygginga hefur núna hækkað um 17% á einu ári á meðan það hefur bara hækkað um þrjú prósent á öðrum íbúðum þannig að það er svolítið áhugaverð þróun,“ segir Ólafur. Viðsnúningur hefur orðið hvað þetta varðar að sögn Ólafs en fyrir tveimur árum voru íbúðir í nýbyggingu að meðaltali stærri heldur en aðrar íbúðir. „Það er auðvitað ljóst að nýjar íbúðir eru yfirleitt dýrari heldur en aðrar íbúðir sem eru á markaði. Ef við skoðum bara þessar litlu og meðalstóru íbúðir sem eru innan við 100 fermetrar að stærð að þá er ásett verð þeirra núna um fjórðungi hærra fermetraverðið heldur en annarra íbúða í sama stærðarflokki sem er á markaðnum og þessi munur hefur farið vaxandi undanfarin misseri sem er auðvitað ákveðið umhugsunarefni.“Verðbólga farið hækkandi og vextir óverðtryggðra lána einnig Þá sýna nýjustu tölur yfir ný íbúðalán mikla aukninu í óverðtryggðum lánum á nýliðnum haustmánuðum. Í október námu ný íbúðalán, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, 14,3 milljörðum króna og þar af voru óverðtryggð lán 13,4 milljarðar eða um 94% af nýjum íbúðalánum. „Eitt af því sem hefur áhrif er það að verðbólga hefur farið hækkandi svolítið á undanförnum misserum og því er spáð að hún hækki jafnvel eitthvað aðeins meira á næstu mánuðum þannig það kann að skýra að hluta þessa þróun. Á móti kemur að þá hafa vextir á óverðtryggðum lánum líka hækkað svolítið á allra síðustu vikum og það er eitthvað sem er vert að hafa í huga,“ segir Ólafur Heiðar. Samkvæmt skýrslu sjóðsins er ekki heldur útlit fyrir að breytingar verði á hlutfallslegri stærð leigumarkaðar á næstunni. Jafn margir landsmenn telja samkvæmt nýjustu könnun að þeir verði á leigumarkaði eftir hálft ár og þeir sem þar voru í september, eða um 17% einstaklinga á aldrinum 18 ára eða eldri. Húsnæðismál Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hraðar en kaupverð samkvæmt nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs. Þá voru um 94 prósent af nýjum íbúðalánum í október óvertryggð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir umhugsunarefni hversu mikið fermetraverð nýrra íbúða hefur hækkað undanfarin misseri. Samkvæmt desemberskýrslu Íbúðarlánasjóðs hefur vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um ríflega sjö prósent undanfarið ár, á sama tíma og vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um rétt rúm fjögur prósent. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að þessi þróun meðal annars skýrast af því að nýjar íbúðir séu nú minni en áður. „Íbúðaverð í fasteignaauglýsingum er núna að hækka meira en verð í kaupsamningum um íbúðir og það er fyrst og fremst vegna þess að íbúðir sem núna eru settar á sölu í nýbyggingum eru núna að hækka talsvert hratt í verði. Auglýst meðalfermetraverð nýbygginga hefur núna hækkað um 17% á einu ári á meðan það hefur bara hækkað um þrjú prósent á öðrum íbúðum þannig að það er svolítið áhugaverð þróun,“ segir Ólafur. Viðsnúningur hefur orðið hvað þetta varðar að sögn Ólafs en fyrir tveimur árum voru íbúðir í nýbyggingu að meðaltali stærri heldur en aðrar íbúðir. „Það er auðvitað ljóst að nýjar íbúðir eru yfirleitt dýrari heldur en aðrar íbúðir sem eru á markaði. Ef við skoðum bara þessar litlu og meðalstóru íbúðir sem eru innan við 100 fermetrar að stærð að þá er ásett verð þeirra núna um fjórðungi hærra fermetraverðið heldur en annarra íbúða í sama stærðarflokki sem er á markaðnum og þessi munur hefur farið vaxandi undanfarin misseri sem er auðvitað ákveðið umhugsunarefni.“Verðbólga farið hækkandi og vextir óverðtryggðra lána einnig Þá sýna nýjustu tölur yfir ný íbúðalán mikla aukninu í óverðtryggðum lánum á nýliðnum haustmánuðum. Í október námu ný íbúðalán, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, 14,3 milljörðum króna og þar af voru óverðtryggð lán 13,4 milljarðar eða um 94% af nýjum íbúðalánum. „Eitt af því sem hefur áhrif er það að verðbólga hefur farið hækkandi svolítið á undanförnum misserum og því er spáð að hún hækki jafnvel eitthvað aðeins meira á næstu mánuðum þannig það kann að skýra að hluta þessa þróun. Á móti kemur að þá hafa vextir á óverðtryggðum lánum líka hækkað svolítið á allra síðustu vikum og það er eitthvað sem er vert að hafa í huga,“ segir Ólafur Heiðar. Samkvæmt skýrslu sjóðsins er ekki heldur útlit fyrir að breytingar verði á hlutfallslegri stærð leigumarkaðar á næstunni. Jafn margir landsmenn telja samkvæmt nýjustu könnun að þeir verði á leigumarkaði eftir hálft ár og þeir sem þar voru í september, eða um 17% einstaklinga á aldrinum 18 ára eða eldri.
Húsnæðismál Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira