Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2018 11:17 Ágúst Ólafur var áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar en mál hans hefur ekki verið tilkynnt til siðanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneydd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur tilkynnti á föstudag að hann hefði stigið til hliðar vegna ósæmilegrar hegðunar í garð konu síðastliðið sumar. Málið hefði ratað fyrir trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bára Huld sendir frá sér og birtir á vef Kjarnans.Ágúst Ólafur steig til hliðar í tvo mánuði, í sjálfskipað launalaust leyfi, þar sem hann sagðist ætla að leita sér aðstoðar. Ekki liggur fyrir hvers kyns aðstoðar en Ellert B. Schram tók sæti hans á Alþingi í gær við mikinn fögnuð flokksmanna. Bára hefur ýmislegt við yfirlýsingu Ágústar að athuga. Hún hafi aldrei viljað gera málið opinbert, hann hafi verið ógnandi og ekki látið af hegðun sinni. Hann hafi verið í opinberu sambandi á sama tíma. Hún hafi ákveðið að tilkynna hegðun hans meðal annars til að reyna að koma í veg fyrir að aðrar konur lentu í honum.Bára Huld Beck (lengst til hægri) ásamt Steinunni Stefánsdóttur og Auði Jónsdóttir en þær voru á dögunum tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjörverðlaunanna.Fréttablaðið/EyþórHvarflaði aldrei að henni að gera opinbert Bára segist áður hafa rakið upplifun sína fyrir Ágústi og trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur hafi engar athugasemdir gert við málavexti. Þeir séu auk þess raktir í skriflegri niðurstöðu nefndarinnar og verði þar af leiðandi vart hraktir. Bára segir að það hafi aldei hvarflað að henni að gera málið opinbert. Sú ákvörðun hafi verið tekin úr hennar höndum með yfirlýsingu Ágústar Ólafs á föstudaginn. Ágúst Ólafur hefur sjálfur sagst hafa reynt tvívegis að kyssa Báru á vinnustað hennar. Eftir að hafa fengið afdráttarlausa neitun í bæði skiptin hafi hann hellt sér yfir hana. Hún hafi að endingu beðið hann um að fara sem hann hafi gert. „Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tvívegis heldur ítrekað. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neitaði honum þá niðurlægði hann mig með ýmsum hætti,“ segir Bára. „Ágúst Ólafur yfirgaf ekki skrifstofuna þegar ég bað hann um það. Ég fylgdi honum á endanum ákveðin út með þeim orðum að ég treysti mér ekki til að vera í sama rými og hann. Hann lét samt ekki segjast og hélt þvingandi áreitni sinni áfram í lyftunni á leiðinni út.“ Vinnustaðurinn hafi verið skrifstofa Kjarnans við Laugaveg.Bára Huld segir Ágúst Ólaf hafa verið í opinberu sambandi með annarri konu þegar hann áreitti sig.Vísir/VilhelmVar í opinberu sambandi með annarri konu „Við höfðum hist fyrr um kvöldið með öðrum, haldið áfram spjalli eftir að hafa yfirgefið barinn þar sem við hittumst og tilgangurinn með því að fara á vinnustaðinn var eingöngu sá að halda spjalli okkar áfram. Hann er þingmaður, var í opinberu sambandi með annarri konu sem greint hafði verið frá í fjölmiðlum og fyrrverandi hluthafi í Kjarnanum. Allt þetta gerði það að verkum að ég hélt að hann hefði ekki með neinum hætti misskilið aðstæður.“ Bára segir upplifun sína hafa verið algjört varnarleysi. „Það orsakaðist af því að ég varð fyrir ítrekaðri áreitni af hálfu annars einstaklings. Það orsakaðist af því að ég var blaðamaður sem varð fyrir áreitni af hálfu þingmanns. Það orsakaðist af því að ég var starfsmaður fyrirtækis sem varð fyrir áreitni af hálfu fyrrverandi hluthafa í því fyrirtæki. Allt þetta gerði það að verkum að ég hugsaði að mögulega væri starf mitt í hættu. Að ég gæti ekki lengur unnið við það sem ég vinn við þar sem að þarna væri á ferðinni áhrifamaður í valdastöðu.“ Henni hafi verið gjörsamlega misboðið og algjörlega niðurlægð vegna ítrekaðra ummæla hans um vitsmuni Báru og útlit. „Næstu dagar voru mér erfiðir. Ég fann fyrir kvíða og vanlíðan og ég óttaðist áfram að atvikið gæti haft áhrif á starfsöryggi mitt. Meðal annars fylltist ég mikilli vanlíðan þegar ég sá hann í fjölmiðlum eða mynd af honum á netinu. Eins kveið ég fyrir því að rekast á hann á förnum vegi eða að þurfa starfa minna vegna að sjá eða hitta hann á þinginu. Þetta átti eftir að vara næstu mánuði og gerir í raun enn að vissu leyti.“ Henni hafi fundist hún þurfa að skila afleiðingum til gerandans sem hafi orsakað hann. Við hafi tekið löng atburðarás.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, benti Báru Huld á að senda erindi til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmGat ekki hugsað sér að einhver annar myndi lenda í honum „Ég sendi Ágústi Ólafi tölvupóst á tvö netföng í vikunni eftir þar sem hann hafði ekki haft samband að fyrra bragði. Hann svaraði ekki og ég sendi því ítrekun. Níu dögum eftir atvikið hringdi Ágúst Ólafur í mig og baðst afsökunar á hegðun sinni. Hann hafði að eigin sögn ekki fengið skilaboðin frá mér og kvaðst miður sín yfir því sem hann hafði gert.“ Seinna um sumarið hafi þau ákveðið að hittast í vitna viðurvist og ræða saman um það sem átt hafði sér stað. „Ég útskýrði þar fyrir honum líðan mína og áhrifin sem þetta hefði haft á mig. Hann rengdi ekki frásögn mína af atvikinu með neinum hætti og baðst aftur afsökunar. Þar varð mér einnig ljóst að hann virtist ekki ætla að segja neinum frá þessu atviki.“ Henni hafi ekki fundist í lagi að hún væri ein með vitneskju um þessa hegðun hans og þar með ábyrgð vegna hennar. „Ég gat ekki hugsað mér að annar einstaklingur myndi síðar lenda í viðlíka atviki með honum. Því væri eðlilegt að skilja vitneskjuna um atvikið eftir annars staðar. Sérstaklega í ljósi þess að um mann í valdstöðu var að ræða.“ Hún hafi því haft samband við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, og greint honum frá málavöxtum. „Hann benti mér á að senda inn erindi til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar en hún hafði þá nýlega hafið störf. Ég gerði það þann 19. september síðastliðinn.“ Niðurstaða nefndarinnar hafi legið fyrir þann 27. nóvember síðastliðinn. Bára Huld birtir hana í yfirlýsingunni.Guðrún Ögmundsdóttir er formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar.FBL/GVA„Niðurlægja og auðmýkja þolanda“ „Niðurstaðan var skýr og afgerandi. Í henni segir: „Ágúst Ólafur Ágústsson sæti áminningu fyrir að hafa brotið gegn Báru Huld Beck með eftirfarandi hætti: Með því að reyna endurtekið og í óþökk þolanda að kyssa hana á starfsstöð Kjarnans 20. júní 2018 og varðar það við reglu 3.1.3. Með því að niðurlægja og auðmýkja þolanda meðal annars með niðurlægjandi og móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni þegar tilraunir hans báru ekki árangur og varðar það við reglu 3.1.2. Þá telur nefndin að Ágúst Ólafur hafi með framkomu sinni gegn þolanda sniðgengið stefnu Samfylkingarinnar gegn einelti og áreitni og bakað félögum sínum í Samfylkingunni tjón með því að virða ekki 1., 4. og 11. gr. siðareglna flokksins. Ákvörðunin styðst við verklagsreglur 6.1.3 um móttöku og meðferð umkvartana á sviði eineltis og áreitni.“ Hún vilji taka það fram að hún hafi ekki ætlað að taka afstöðu til þess hvort eða hvernig Ágúst Ólafur gæti sinnt störfum sínum eftir að þessu ferli lauk. „Líkt og ég er þegar búin að segja þá ætlaði ég aldrei að gera þetta mál opinbert. Fyrir mér vakti að fá viðurkenningu frá geranda á því sem átti sér stað og að skilja upplýsingarnar um atvikið eftir hjá öðrum ef viðlíka kæmi einhvern tímann aftur upp. Það er ekki hægt að gera þá kröfu til þolanda að hann ákveði afleiðingar. Það er Ágústar Ólafs, Samfylkingarinnar og eftir atvikum Alþingis að ákveða það.“ Það sé ábyrgðarhlutur að senda frá sér yfirlýsingu um mál sem þessi, eins og Ágúst Ólafur hafi gert.Bára Huld minnir á að fólk í valdastöðum sé ekki venjulegt fólk. Munur á aðstöðu fólks geti skipt sköpum.FBL/StefánEkkert að því að reyna við fólk „En ef slík yfirlýsing er skrumskæld á einhvern hátt er hætt við að röng og jafnvel varhugaverð skilaboð séu send út í samfélagið. Yfirlýsing Ágústar Ólafs er ekki í samræmi við málavexti. Hún gerir mun minna úr því sem átti sér stað en tilefni var til. Þetta var ekki bara misheppnuð viðreynsla, heldur ítrekuð áreitni og niðurlæging.“ Henni finnist jafnfræmt mikilvægt að fram komi að henni finnist auðvitað í lagi að fólk reyni við annað fólk. „Ef einhver vill kyssa aðra manneskju er um að gera að kanna áhuga fyrir því. Ef manneskja fær aftur á móti neitun, þá er mikilvægt að sá hinn sami beri virðingu fyrir þeirri ákvörðun. Ég hef reynt að stíga hvert skref yfirvegað í þessu ferli og gert það sem ég hef talið rétt á hverjum tímapunkti fyrir sig.“ Einnig sé nauðsynlegt að fólk í valdastöðum geri sér grein fyrir þeirri stöðu sem það er í. Fólk í valdastöðu sé ekki „venjulegt“ fólk. Munur á aðstöðu fólks geti skipt sköpum.Bára Huld segist hafa reynt að stíga hvert skref yfirvegað í ferlinu og gert það sem hún taldi rétt á hverjum tímapunkti fyrir sig.KjarninnYfirlýsing Báru Huldar Beck í heild sinniSíðastliðinn föstudag klukkan 20:22 birtist yfirlýsing frá Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, á Facebooksíðu hans. Í henni greinir hann frá því að hann muni fara í leyfi eftir að hafa fengið áminningu frá flokki sínum vegna atviks sem átti sér stað síðasta sumar. Atvikið snérist um framkomu hans í garð konu.Ég er sú kona og málsatvikalýsing Ágústar Ólafs, sem fram er sett í yfilýsingu hans, er ekki í samræmi við upplifun mína af atvikinu. Þá upplifun hafði ég áður rakið fyrir honum og hann gengist við því að hún væri rétt. Þá upplifun rakti ég einnig fyrir trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar og Ágúst Ólafur gerði engar athugasemdir við málavexti. Þeir málavextir eru raktir í skriflegri niðurstöðu nefndarinnar og verða þar af leiðandi vart hraktir.Í ljósi þess að Ágúst Ólafur kýs að gera minna úr atvikinu en hann hefur áður gengist við, þá finn ég mig því miður knúna að greina frá því sem er rangt í yfirlýsingu hans. Það geri ég einnig vegna þess að ýmsir fjömiðlar hafa haft samband við mig unanfarna daga. Ég vil líka taka það skýrt fram að það vakti aldrei fyrir mér að gera þetta mál opinbert. Sú ákvörðun var hins vegar tekin úr mínum höndum.Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tvívegis heldur ítrekað. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neitaði honum þá niðurlægði hann mig með ýmsum hætti.Ágúst Ólafur yfirgaf ekki skrifstofuna þegar ég bað hann um það. Ég fylgdi honum á endanum ákveðin út með þeim orðum að ég treysti mér ekki til að vera í sama rými og hann. Hann lét samt ekki segjast og hélt þvingandi áreitni sinni áfram í lyftunni á leiðinni út.Vinnustaðurinn sem Ágúst Ólafur minnist á í yfirlýsingu sinni er vinnustaður minn, Kjarninn. Við höfðum hist fyrr um kvöldið með öðrum, haldið áfram spjalli eftir að hafa yfirgefið barinn þar sem við hittumst og tilgangurinn með því að fara á vinnustaðinn var eingöngu sá að halda spjalli okkar áfram. Hann er þingmaður, var í opinberu sambandi með annarri konu sem greint hafði verið frá í fjölmiðlum og fyrrverandi hluthafi í Kjarnanum. Allt þetta gerði það að verkum að ég hélt að hann hefði ekki með neinum hætti misskilið aðstæður.Mín upplifun af þessum aðstæðum var algjört varnarleysi. Það orsakaðist af því að ég varð fyrir ítrekaðri áreitni af hálfu annars einstaklings. Það orsakaðist af því að ég var blaðamaður sem varð fyrir áreitni af hálfu þingmanns. Það orsakaðist af því að ég var starfsmaður fyrirtækis sem varð fyrir áreitni af hálfu fyrrverandi hluthafa í því fyrirtæki. Allt þetta gerði það að verkum að ég hugsaði að mögulega væri starf mitt í hættu. Að ég gæti ekki lengur unnið við það sem ég vinn við þar sem að þarna væri á ferðinni áhrifamaður í valdastöðu.Mér fannst ég líka algjörlega niðurlægð og var gjörsamlega misboðið vegna ítrekaðra ummæla hans um vitsmuni mína og útlit.Næstu dagar voru mér erfiðir. Ég fann fyrir kvíða og vanlíðan og ég óttaðist áfram að atvikið gæti haft áhrif á starfsöryggi mitt. Meðal annars fylltist ég mikilli vanlíðan þegar ég sá hann í fjölmiðlum eða mynd af honum á netinu. Eins kveið ég fyrir því að rekast á hann á förnum vegi eða að þurfa starfa minna vegna að sjá eða hitta hann á þinginu. Þetta átti eftir að vara næstu mánuði og gerir í raun enn að vissu leyti.Mér fannst ég þurfa að skila þessum afleiðingum til gerandans sem hafði orsakað þær. Og við tók löng atburðarás.Ég sendi Ágústi Ólafi tölvupóst á tvö netföng í vikunni eftir þar sem hann hafði ekki haft samband að fyrra bragði. Hann svaraði ekki og ég sendi því ítrekun. Níu dögum eftir atvikið hringdi Ágúst Ólafur í mig og baðst afsökunar á hegðun sinni. Hann hafði að eigin sögn ekki fengið skilaboðin frá mér og kvaðst miður sín yfir því sem hann hafði gert.Seinna um sumarið ákváðum við að hittast í vitna viðurvist og ræða saman um það sem átt hafði sér stað. Ég útskýrði þar fyrir honum líðan mína og áhrifin sem þetta hefði haft á mig. Hann rengdi ekki frásögn mína af atvikinu með neinum hætti og baðst aftur afsökunar. Þar varð mér einnig ljóst að hann virtist ekki ætla að segja neinum frá þessu atviki.Mér fannst það ekki í lagi að ég væri ein með vitneskju um þessa hegðun hans og þar með ábyrgð vegna hennar. Ég gat ekki hugsað mér að annar einstaklingur myndi síðar lenda í viðlíka atviki með honum. Því væri eðlilegt að skilja vitneskjuna um atvikið eftir annars staðar. Sérstaklega í ljósi þess að um mann í valdstöðu var að ræða.Ég hafði því samband við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, og greindi honum frá málavöxtum. Hann benti mér á að senda inn erindi til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar en hún hafði þá nýlega hafið störf. Ég gerði það þann 19. september síðastliðinn.Nefndin skilaði niðurstöðu sinni þann 27. nóvember síðastliðinn. Niðurstaðan var skýr og afgerandi. Í henni segir: „Ágúst Ólafur Ágústsson sæti áminningu fyrir að hafa brotið gegn Báru Huld Beck með eftirfarandi hætti: Með því að reyna endurtekið og í óþökk þolanda að kyssa hana á starfsstöð Kjarnans 20. júní 2018 og varðar það við reglu 3.1.3. Með því að niðurlægja og auðmýkja þolanda meðal annars með niðurlægjandi og móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni þegar tilraunir hans báru ekki árangur og varðar það við reglu 3.1.2. Þá telur nefndin að Ágúst Ólafur hafi með framkomu sinni gegn þolanda sniðgengið stefnu Samfylkingarinnar gegn einelti og áreitni og bakað félögum sínum í Samfylkingunni tjón með því að virða ekki 1., 4. og 11. gr. siðareglna flokksins. Ákvörðunin styðst við verklagsreglur 6.1.3 um móttöku og meðferð umkvartana á sviði eineltis og áreitni.“Ég vil taka það fram að ég ætlaði ekki, og ætla ekki, að taka afstöðu til þess hvort eða hvernig Ágúst Ólafur getur sinnt störfum sínum eftir að þessu ferli lauk. Líkt og ég er þegar búin að segja þá ætlaði ég aldrei að gera þetta mál opinbert. Fyrir mér vakti að fá viðurkenningu frá geranda á því sem átti sér stað og að skilja upplýsingarnar um atvikið eftir hjá öðrum ef viðlíka kæmi einhvern tímann aftur upp. Það er ekki hægt að gera þá kröfu til þolanda að hann ákveði afleiðingar. Það er Ágústar Ólafs, Samfylkingarinnar og eftir atvikum Alþingis að ákveða það.Það er ábyrgðarhlutur að senda frá sér yfirlýsingu um mál sem þessi, eins og Ágúst Ólafur gerði. En ef slík yfirlýsing er skrumskæld á einhvern hátt er hætt við að röng og jafnvel varhugaverð skilaboð séu send út í samfélagið. Yfirlýsing Ágústar Ólafs er ekki í samræmi við málavexti. Hún gerir mun minna úr því sem átti sér stað en tilefni var til. Þetta var ekki bara misheppnuð viðreynsla, heldur ítrekuð áreitni og niðurlæging.Mér finnst jafnframt mikilvægt að fram komi að mér finnist auðvitað í lagi að fólk reyni við annað fólk. Ef einhver vill kyssa aðra manneskju er um að gera að kanna áhuga fyrir því. Ef manneskja fær aftur á móti neitun, þá er mikilvægt að sá hinn sami beri virðingu fyrir þeirri ákvörðun.Ég hef reynt að stíga hvert skref yfirvegað í þessu ferli og gert það sem ég hef talið rétt á hverjum tímapunkti fyrir sig.Einnig er nauðsynlegt að fólk í valdastöðum geri sér grein fyrir þeirri stöðu sem það er í. Fólk í valdastöðu er ekki „venjulegt“ fólk. Munur á aðstöðu fólks getur skipt sköpum.Hjálmar Gíslason er stjórnarformaður Kjarnans.Vísir/VilhelmYfirlýsing Kjarnans vegna málsinsStjórn og stjórnendur Kjarnans standa, og hafa staðið, 100 prósent á bak við starfsmann fyrirtækisins sem var í sumar þolandi áreitni þingmanns.Hegðun hans var niðrandi, óboðleg og hafði víðtækar afleiðingar fyrir þann sem varð fyrir henni. Afleiðingar sem eru bæði persónulegar og faglegar.Stjórn og stjórnendur Kjarnans gerðu þolanda ljóst frá upphafi að hann réði ferðinni í þessu máli og til hvaða aðgerða hann taldi réttast að grípa. Eftir að fyrir lá viðurkenning geranda á því sem átti sér stað, en enginn sýnilegur vilji til að bregðast við hegðun sinni með öðrum hætti, þá ákvað þolandi að koma vitneskju um áreitnina á framfæri við stjórnmálaflokkinn sem gerandinn situr á þingi fyrir. Þar var málinu beint í farveg nýstofnaðrar trúnaðarnefndar.Sú nefnd komst að þeirri niðurstöðu 27. nóvember síðastliðinn að þingmaður flokksins hefði brotið gegn tveimur siðareglum hans. Þingmaðurinn hafi auk þess, með framkomu sinni, sniðgengið stefnu flokksins gegn einelti og áreitni og bakað með því félögum sínum í flokknum tjóni. Fyrir þessi brot, gegn starfsmanni Kjarnans, sætti þingmaðurinn áminningu trúnaðarnefndar.Þegar sú niðurstaða lá fyrir var það ákvörðun stjórnmálaflokksins að ákveða hvað hann vildi gera með hana. Sú niðurstaða liggur nú fyrir.Þolandinn í þessu máli, líkt og öllum öðrum áreitni- og ofbeldismálum, á að hafa fullan rétt yfir því hvort, hvenær og hvernig hann tjáir sig um þau atvik sem hann verður fyrir. Fjölmiðlar sem og aðrir eru beðnir um að virða þau mörk.Með vinsemd og virðingu,Hjálmar Gíslason, stjórnarformaður Kjarnans miðla. Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30 „Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48 Ákvörðun Ágústar Ólafs að fara í leyfi Fulltrúi í trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar segir það ákvörðun Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, að taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem kvartaði yfir honum til nefndarinnar. 8. desember 2018 12:00 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Skoða hvort siðanefnd þingsins eigi að fjalla um mál Ágústar Ólafs Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill skoða hvort mál Ágústar Ólafs eigi að fara fyrir siðanefnd Alþingis. 9. desember 2018 12:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneydd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur tilkynnti á föstudag að hann hefði stigið til hliðar vegna ósæmilegrar hegðunar í garð konu síðastliðið sumar. Málið hefði ratað fyrir trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bára Huld sendir frá sér og birtir á vef Kjarnans.Ágúst Ólafur steig til hliðar í tvo mánuði, í sjálfskipað launalaust leyfi, þar sem hann sagðist ætla að leita sér aðstoðar. Ekki liggur fyrir hvers kyns aðstoðar en Ellert B. Schram tók sæti hans á Alþingi í gær við mikinn fögnuð flokksmanna. Bára hefur ýmislegt við yfirlýsingu Ágústar að athuga. Hún hafi aldrei viljað gera málið opinbert, hann hafi verið ógnandi og ekki látið af hegðun sinni. Hann hafi verið í opinberu sambandi á sama tíma. Hún hafi ákveðið að tilkynna hegðun hans meðal annars til að reyna að koma í veg fyrir að aðrar konur lentu í honum.Bára Huld Beck (lengst til hægri) ásamt Steinunni Stefánsdóttur og Auði Jónsdóttir en þær voru á dögunum tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjörverðlaunanna.Fréttablaðið/EyþórHvarflaði aldrei að henni að gera opinbert Bára segist áður hafa rakið upplifun sína fyrir Ágústi og trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur hafi engar athugasemdir gert við málavexti. Þeir séu auk þess raktir í skriflegri niðurstöðu nefndarinnar og verði þar af leiðandi vart hraktir. Bára segir að það hafi aldei hvarflað að henni að gera málið opinbert. Sú ákvörðun hafi verið tekin úr hennar höndum með yfirlýsingu Ágústar Ólafs á föstudaginn. Ágúst Ólafur hefur sjálfur sagst hafa reynt tvívegis að kyssa Báru á vinnustað hennar. Eftir að hafa fengið afdráttarlausa neitun í bæði skiptin hafi hann hellt sér yfir hana. Hún hafi að endingu beðið hann um að fara sem hann hafi gert. „Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tvívegis heldur ítrekað. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neitaði honum þá niðurlægði hann mig með ýmsum hætti,“ segir Bára. „Ágúst Ólafur yfirgaf ekki skrifstofuna þegar ég bað hann um það. Ég fylgdi honum á endanum ákveðin út með þeim orðum að ég treysti mér ekki til að vera í sama rými og hann. Hann lét samt ekki segjast og hélt þvingandi áreitni sinni áfram í lyftunni á leiðinni út.“ Vinnustaðurinn hafi verið skrifstofa Kjarnans við Laugaveg.Bára Huld segir Ágúst Ólaf hafa verið í opinberu sambandi með annarri konu þegar hann áreitti sig.Vísir/VilhelmVar í opinberu sambandi með annarri konu „Við höfðum hist fyrr um kvöldið með öðrum, haldið áfram spjalli eftir að hafa yfirgefið barinn þar sem við hittumst og tilgangurinn með því að fara á vinnustaðinn var eingöngu sá að halda spjalli okkar áfram. Hann er þingmaður, var í opinberu sambandi með annarri konu sem greint hafði verið frá í fjölmiðlum og fyrrverandi hluthafi í Kjarnanum. Allt þetta gerði það að verkum að ég hélt að hann hefði ekki með neinum hætti misskilið aðstæður.“ Bára segir upplifun sína hafa verið algjört varnarleysi. „Það orsakaðist af því að ég varð fyrir ítrekaðri áreitni af hálfu annars einstaklings. Það orsakaðist af því að ég var blaðamaður sem varð fyrir áreitni af hálfu þingmanns. Það orsakaðist af því að ég var starfsmaður fyrirtækis sem varð fyrir áreitni af hálfu fyrrverandi hluthafa í því fyrirtæki. Allt þetta gerði það að verkum að ég hugsaði að mögulega væri starf mitt í hættu. Að ég gæti ekki lengur unnið við það sem ég vinn við þar sem að þarna væri á ferðinni áhrifamaður í valdastöðu.“ Henni hafi verið gjörsamlega misboðið og algjörlega niðurlægð vegna ítrekaðra ummæla hans um vitsmuni Báru og útlit. „Næstu dagar voru mér erfiðir. Ég fann fyrir kvíða og vanlíðan og ég óttaðist áfram að atvikið gæti haft áhrif á starfsöryggi mitt. Meðal annars fylltist ég mikilli vanlíðan þegar ég sá hann í fjölmiðlum eða mynd af honum á netinu. Eins kveið ég fyrir því að rekast á hann á förnum vegi eða að þurfa starfa minna vegna að sjá eða hitta hann á þinginu. Þetta átti eftir að vara næstu mánuði og gerir í raun enn að vissu leyti.“ Henni hafi fundist hún þurfa að skila afleiðingum til gerandans sem hafi orsakað hann. Við hafi tekið löng atburðarás.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, benti Báru Huld á að senda erindi til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmGat ekki hugsað sér að einhver annar myndi lenda í honum „Ég sendi Ágústi Ólafi tölvupóst á tvö netföng í vikunni eftir þar sem hann hafði ekki haft samband að fyrra bragði. Hann svaraði ekki og ég sendi því ítrekun. Níu dögum eftir atvikið hringdi Ágúst Ólafur í mig og baðst afsökunar á hegðun sinni. Hann hafði að eigin sögn ekki fengið skilaboðin frá mér og kvaðst miður sín yfir því sem hann hafði gert.“ Seinna um sumarið hafi þau ákveðið að hittast í vitna viðurvist og ræða saman um það sem átt hafði sér stað. „Ég útskýrði þar fyrir honum líðan mína og áhrifin sem þetta hefði haft á mig. Hann rengdi ekki frásögn mína af atvikinu með neinum hætti og baðst aftur afsökunar. Þar varð mér einnig ljóst að hann virtist ekki ætla að segja neinum frá þessu atviki.“ Henni hafi ekki fundist í lagi að hún væri ein með vitneskju um þessa hegðun hans og þar með ábyrgð vegna hennar. „Ég gat ekki hugsað mér að annar einstaklingur myndi síðar lenda í viðlíka atviki með honum. Því væri eðlilegt að skilja vitneskjuna um atvikið eftir annars staðar. Sérstaklega í ljósi þess að um mann í valdstöðu var að ræða.“ Hún hafi því haft samband við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, og greint honum frá málavöxtum. „Hann benti mér á að senda inn erindi til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar en hún hafði þá nýlega hafið störf. Ég gerði það þann 19. september síðastliðinn.“ Niðurstaða nefndarinnar hafi legið fyrir þann 27. nóvember síðastliðinn. Bára Huld birtir hana í yfirlýsingunni.Guðrún Ögmundsdóttir er formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar.FBL/GVA„Niðurlægja og auðmýkja þolanda“ „Niðurstaðan var skýr og afgerandi. Í henni segir: „Ágúst Ólafur Ágústsson sæti áminningu fyrir að hafa brotið gegn Báru Huld Beck með eftirfarandi hætti: Með því að reyna endurtekið og í óþökk þolanda að kyssa hana á starfsstöð Kjarnans 20. júní 2018 og varðar það við reglu 3.1.3. Með því að niðurlægja og auðmýkja þolanda meðal annars með niðurlægjandi og móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni þegar tilraunir hans báru ekki árangur og varðar það við reglu 3.1.2. Þá telur nefndin að Ágúst Ólafur hafi með framkomu sinni gegn þolanda sniðgengið stefnu Samfylkingarinnar gegn einelti og áreitni og bakað félögum sínum í Samfylkingunni tjón með því að virða ekki 1., 4. og 11. gr. siðareglna flokksins. Ákvörðunin styðst við verklagsreglur 6.1.3 um móttöku og meðferð umkvartana á sviði eineltis og áreitni.“ Hún vilji taka það fram að hún hafi ekki ætlað að taka afstöðu til þess hvort eða hvernig Ágúst Ólafur gæti sinnt störfum sínum eftir að þessu ferli lauk. „Líkt og ég er þegar búin að segja þá ætlaði ég aldrei að gera þetta mál opinbert. Fyrir mér vakti að fá viðurkenningu frá geranda á því sem átti sér stað og að skilja upplýsingarnar um atvikið eftir hjá öðrum ef viðlíka kæmi einhvern tímann aftur upp. Það er ekki hægt að gera þá kröfu til þolanda að hann ákveði afleiðingar. Það er Ágústar Ólafs, Samfylkingarinnar og eftir atvikum Alþingis að ákveða það.“ Það sé ábyrgðarhlutur að senda frá sér yfirlýsingu um mál sem þessi, eins og Ágúst Ólafur hafi gert.Bára Huld minnir á að fólk í valdastöðum sé ekki venjulegt fólk. Munur á aðstöðu fólks geti skipt sköpum.FBL/StefánEkkert að því að reyna við fólk „En ef slík yfirlýsing er skrumskæld á einhvern hátt er hætt við að röng og jafnvel varhugaverð skilaboð séu send út í samfélagið. Yfirlýsing Ágústar Ólafs er ekki í samræmi við málavexti. Hún gerir mun minna úr því sem átti sér stað en tilefni var til. Þetta var ekki bara misheppnuð viðreynsla, heldur ítrekuð áreitni og niðurlæging.“ Henni finnist jafnfræmt mikilvægt að fram komi að henni finnist auðvitað í lagi að fólk reyni við annað fólk. „Ef einhver vill kyssa aðra manneskju er um að gera að kanna áhuga fyrir því. Ef manneskja fær aftur á móti neitun, þá er mikilvægt að sá hinn sami beri virðingu fyrir þeirri ákvörðun. Ég hef reynt að stíga hvert skref yfirvegað í þessu ferli og gert það sem ég hef talið rétt á hverjum tímapunkti fyrir sig.“ Einnig sé nauðsynlegt að fólk í valdastöðum geri sér grein fyrir þeirri stöðu sem það er í. Fólk í valdastöðu sé ekki „venjulegt“ fólk. Munur á aðstöðu fólks geti skipt sköpum.Bára Huld segist hafa reynt að stíga hvert skref yfirvegað í ferlinu og gert það sem hún taldi rétt á hverjum tímapunkti fyrir sig.KjarninnYfirlýsing Báru Huldar Beck í heild sinniSíðastliðinn föstudag klukkan 20:22 birtist yfirlýsing frá Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, á Facebooksíðu hans. Í henni greinir hann frá því að hann muni fara í leyfi eftir að hafa fengið áminningu frá flokki sínum vegna atviks sem átti sér stað síðasta sumar. Atvikið snérist um framkomu hans í garð konu.Ég er sú kona og málsatvikalýsing Ágústar Ólafs, sem fram er sett í yfilýsingu hans, er ekki í samræmi við upplifun mína af atvikinu. Þá upplifun hafði ég áður rakið fyrir honum og hann gengist við því að hún væri rétt. Þá upplifun rakti ég einnig fyrir trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar og Ágúst Ólafur gerði engar athugasemdir við málavexti. Þeir málavextir eru raktir í skriflegri niðurstöðu nefndarinnar og verða þar af leiðandi vart hraktir.Í ljósi þess að Ágúst Ólafur kýs að gera minna úr atvikinu en hann hefur áður gengist við, þá finn ég mig því miður knúna að greina frá því sem er rangt í yfirlýsingu hans. Það geri ég einnig vegna þess að ýmsir fjömiðlar hafa haft samband við mig unanfarna daga. Ég vil líka taka það skýrt fram að það vakti aldrei fyrir mér að gera þetta mál opinbert. Sú ákvörðun var hins vegar tekin úr mínum höndum.Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tvívegis heldur ítrekað. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neitaði honum þá niðurlægði hann mig með ýmsum hætti.Ágúst Ólafur yfirgaf ekki skrifstofuna þegar ég bað hann um það. Ég fylgdi honum á endanum ákveðin út með þeim orðum að ég treysti mér ekki til að vera í sama rými og hann. Hann lét samt ekki segjast og hélt þvingandi áreitni sinni áfram í lyftunni á leiðinni út.Vinnustaðurinn sem Ágúst Ólafur minnist á í yfirlýsingu sinni er vinnustaður minn, Kjarninn. Við höfðum hist fyrr um kvöldið með öðrum, haldið áfram spjalli eftir að hafa yfirgefið barinn þar sem við hittumst og tilgangurinn með því að fara á vinnustaðinn var eingöngu sá að halda spjalli okkar áfram. Hann er þingmaður, var í opinberu sambandi með annarri konu sem greint hafði verið frá í fjölmiðlum og fyrrverandi hluthafi í Kjarnanum. Allt þetta gerði það að verkum að ég hélt að hann hefði ekki með neinum hætti misskilið aðstæður.Mín upplifun af þessum aðstæðum var algjört varnarleysi. Það orsakaðist af því að ég varð fyrir ítrekaðri áreitni af hálfu annars einstaklings. Það orsakaðist af því að ég var blaðamaður sem varð fyrir áreitni af hálfu þingmanns. Það orsakaðist af því að ég var starfsmaður fyrirtækis sem varð fyrir áreitni af hálfu fyrrverandi hluthafa í því fyrirtæki. Allt þetta gerði það að verkum að ég hugsaði að mögulega væri starf mitt í hættu. Að ég gæti ekki lengur unnið við það sem ég vinn við þar sem að þarna væri á ferðinni áhrifamaður í valdastöðu.Mér fannst ég líka algjörlega niðurlægð og var gjörsamlega misboðið vegna ítrekaðra ummæla hans um vitsmuni mína og útlit.Næstu dagar voru mér erfiðir. Ég fann fyrir kvíða og vanlíðan og ég óttaðist áfram að atvikið gæti haft áhrif á starfsöryggi mitt. Meðal annars fylltist ég mikilli vanlíðan þegar ég sá hann í fjölmiðlum eða mynd af honum á netinu. Eins kveið ég fyrir því að rekast á hann á förnum vegi eða að þurfa starfa minna vegna að sjá eða hitta hann á þinginu. Þetta átti eftir að vara næstu mánuði og gerir í raun enn að vissu leyti.Mér fannst ég þurfa að skila þessum afleiðingum til gerandans sem hafði orsakað þær. Og við tók löng atburðarás.Ég sendi Ágústi Ólafi tölvupóst á tvö netföng í vikunni eftir þar sem hann hafði ekki haft samband að fyrra bragði. Hann svaraði ekki og ég sendi því ítrekun. Níu dögum eftir atvikið hringdi Ágúst Ólafur í mig og baðst afsökunar á hegðun sinni. Hann hafði að eigin sögn ekki fengið skilaboðin frá mér og kvaðst miður sín yfir því sem hann hafði gert.Seinna um sumarið ákváðum við að hittast í vitna viðurvist og ræða saman um það sem átt hafði sér stað. Ég útskýrði þar fyrir honum líðan mína og áhrifin sem þetta hefði haft á mig. Hann rengdi ekki frásögn mína af atvikinu með neinum hætti og baðst aftur afsökunar. Þar varð mér einnig ljóst að hann virtist ekki ætla að segja neinum frá þessu atviki.Mér fannst það ekki í lagi að ég væri ein með vitneskju um þessa hegðun hans og þar með ábyrgð vegna hennar. Ég gat ekki hugsað mér að annar einstaklingur myndi síðar lenda í viðlíka atviki með honum. Því væri eðlilegt að skilja vitneskjuna um atvikið eftir annars staðar. Sérstaklega í ljósi þess að um mann í valdstöðu var að ræða.Ég hafði því samband við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, og greindi honum frá málavöxtum. Hann benti mér á að senda inn erindi til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar en hún hafði þá nýlega hafið störf. Ég gerði það þann 19. september síðastliðinn.Nefndin skilaði niðurstöðu sinni þann 27. nóvember síðastliðinn. Niðurstaðan var skýr og afgerandi. Í henni segir: „Ágúst Ólafur Ágústsson sæti áminningu fyrir að hafa brotið gegn Báru Huld Beck með eftirfarandi hætti: Með því að reyna endurtekið og í óþökk þolanda að kyssa hana á starfsstöð Kjarnans 20. júní 2018 og varðar það við reglu 3.1.3. Með því að niðurlægja og auðmýkja þolanda meðal annars með niðurlægjandi og móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni þegar tilraunir hans báru ekki árangur og varðar það við reglu 3.1.2. Þá telur nefndin að Ágúst Ólafur hafi með framkomu sinni gegn þolanda sniðgengið stefnu Samfylkingarinnar gegn einelti og áreitni og bakað félögum sínum í Samfylkingunni tjón með því að virða ekki 1., 4. og 11. gr. siðareglna flokksins. Ákvörðunin styðst við verklagsreglur 6.1.3 um móttöku og meðferð umkvartana á sviði eineltis og áreitni.“Ég vil taka það fram að ég ætlaði ekki, og ætla ekki, að taka afstöðu til þess hvort eða hvernig Ágúst Ólafur getur sinnt störfum sínum eftir að þessu ferli lauk. Líkt og ég er þegar búin að segja þá ætlaði ég aldrei að gera þetta mál opinbert. Fyrir mér vakti að fá viðurkenningu frá geranda á því sem átti sér stað og að skilja upplýsingarnar um atvikið eftir hjá öðrum ef viðlíka kæmi einhvern tímann aftur upp. Það er ekki hægt að gera þá kröfu til þolanda að hann ákveði afleiðingar. Það er Ágústar Ólafs, Samfylkingarinnar og eftir atvikum Alþingis að ákveða það.Það er ábyrgðarhlutur að senda frá sér yfirlýsingu um mál sem þessi, eins og Ágúst Ólafur gerði. En ef slík yfirlýsing er skrumskæld á einhvern hátt er hætt við að röng og jafnvel varhugaverð skilaboð séu send út í samfélagið. Yfirlýsing Ágústar Ólafs er ekki í samræmi við málavexti. Hún gerir mun minna úr því sem átti sér stað en tilefni var til. Þetta var ekki bara misheppnuð viðreynsla, heldur ítrekuð áreitni og niðurlæging.Mér finnst jafnframt mikilvægt að fram komi að mér finnist auðvitað í lagi að fólk reyni við annað fólk. Ef einhver vill kyssa aðra manneskju er um að gera að kanna áhuga fyrir því. Ef manneskja fær aftur á móti neitun, þá er mikilvægt að sá hinn sami beri virðingu fyrir þeirri ákvörðun.Ég hef reynt að stíga hvert skref yfirvegað í þessu ferli og gert það sem ég hef talið rétt á hverjum tímapunkti fyrir sig.Einnig er nauðsynlegt að fólk í valdastöðum geri sér grein fyrir þeirri stöðu sem það er í. Fólk í valdastöðu er ekki „venjulegt“ fólk. Munur á aðstöðu fólks getur skipt sköpum.Hjálmar Gíslason er stjórnarformaður Kjarnans.Vísir/VilhelmYfirlýsing Kjarnans vegna málsinsStjórn og stjórnendur Kjarnans standa, og hafa staðið, 100 prósent á bak við starfsmann fyrirtækisins sem var í sumar þolandi áreitni þingmanns.Hegðun hans var niðrandi, óboðleg og hafði víðtækar afleiðingar fyrir þann sem varð fyrir henni. Afleiðingar sem eru bæði persónulegar og faglegar.Stjórn og stjórnendur Kjarnans gerðu þolanda ljóst frá upphafi að hann réði ferðinni í þessu máli og til hvaða aðgerða hann taldi réttast að grípa. Eftir að fyrir lá viðurkenning geranda á því sem átti sér stað, en enginn sýnilegur vilji til að bregðast við hegðun sinni með öðrum hætti, þá ákvað þolandi að koma vitneskju um áreitnina á framfæri við stjórnmálaflokkinn sem gerandinn situr á þingi fyrir. Þar var málinu beint í farveg nýstofnaðrar trúnaðarnefndar.Sú nefnd komst að þeirri niðurstöðu 27. nóvember síðastliðinn að þingmaður flokksins hefði brotið gegn tveimur siðareglum hans. Þingmaðurinn hafi auk þess, með framkomu sinni, sniðgengið stefnu flokksins gegn einelti og áreitni og bakað með því félögum sínum í flokknum tjóni. Fyrir þessi brot, gegn starfsmanni Kjarnans, sætti þingmaðurinn áminningu trúnaðarnefndar.Þegar sú niðurstaða lá fyrir var það ákvörðun stjórnmálaflokksins að ákveða hvað hann vildi gera með hana. Sú niðurstaða liggur nú fyrir.Þolandinn í þessu máli, líkt og öllum öðrum áreitni- og ofbeldismálum, á að hafa fullan rétt yfir því hvort, hvenær og hvernig hann tjáir sig um þau atvik sem hann verður fyrir. Fjölmiðlar sem og aðrir eru beðnir um að virða þau mörk.Með vinsemd og virðingu,Hjálmar Gíslason, stjórnarformaður Kjarnans miðla.
Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30 „Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48 Ákvörðun Ágústar Ólafs að fara í leyfi Fulltrúi í trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar segir það ákvörðun Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, að taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem kvartaði yfir honum til nefndarinnar. 8. desember 2018 12:00 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Skoða hvort siðanefnd þingsins eigi að fjalla um mál Ágústar Ólafs Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill skoða hvort mál Ágústar Ólafs eigi að fara fyrir siðanefnd Alþingis. 9. desember 2018 12:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30
„Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48
Ákvörðun Ágústar Ólafs að fara í leyfi Fulltrúi í trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar segir það ákvörðun Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, að taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem kvartaði yfir honum til nefndarinnar. 8. desember 2018 12:00
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39
Skoða hvort siðanefnd þingsins eigi að fjalla um mál Ágústar Ólafs Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill skoða hvort mál Ágústar Ólafs eigi að fara fyrir siðanefnd Alþingis. 9. desember 2018 12:15