Dómstóllinn tók málið fyrir eftir að breskir stjórnmálamenn, sem eru andvígir Brexit, kölluðu eftir því að Bretar hættu við úrsögnina. Ríkisstjórn Bretlands og ESB var þó andvígt því að Bretar gætu tekið slíka ákvörðun einhliða.
Þingmenn Bretlands munu kjósa á morgun um Brexit-samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hins vegar telja fjölmiðlar og spekúlantar ytra að nánast engar líkur séu á því að samningurinn verði samþykktur, sé mið tekið af yfirlýsingum breskra þingmanna.
May hefur reynt að safna stuðningi vegna samningsins en bandamenn hennar hafa hvatt hana til að hætta við atkvæðagreiðsluna á morgun, án árangurs.
Evrópudómstóllinn segir aðildarríki ESB geta hætt við svo lengi sem að tveggja ára aðlögunartímabilið sé ekki liðið og að samningur hafi ekki verið samþykktur af báðum aðilum. Ef Bretar myndu hætta við, yrði aðild þeirra á sömu forsendum og fyrir Brexit. Þeir yrðu ekki þvingaðir til að taka upp Evru né til þess að ganga inn í Schengen-samstarfið.
Í niðurstöðu ECJ kemur einnig fram að ákvörðun um að draga úrsögn til baka yrði að vera samþykkt af breska þinginu.
#ECJ: UK is free to unilaterally revoke the notification of its intention to withdraw from the EU – Case C-621/18 Wightman #Brexitpic.twitter.com/KUOI2eQ48C
— EU Court of Justice (@EUCourtPress) December 10, 2018
Jolyon Maugham QC, forsvarsmaður samtakanna sem fór með málið fyrir Evrópudómstólinn, segir að úrskurðurinn sé einhver sá mikilvægasti í nútímasögu Bretlands.
„Það er upp á þingmennina komið að muna af hverju þeir fóru í stjórnmál og finna hugrekki til þess að setja ríkið framar einkahagsmuna,“ hefur BBC eftir Maugham.
Svo virðist þó sem að ríkisstjórn May líti ekki svo á málið.
Umhverfisráðherranna Michael Gove sagði í morgun að þeir sem væru að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu hefðu aldrei sæst á niðurstöðu þeirrar fyrstu.
„Við viljum ekki vera í Evrópusambandinu. Við kusum mjög greinilega. 17,4 milljónir manna sendu skýr skilaboð um að við vildum yfirgefa ESB og það þýðir einnig að yfirgefa lögsögu Evrópudómstólsins.“ Hann sagði einnig að ríkisstjórnin væri staðráðin í að Brexit færi fram þann 29. mars.
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, sagði að fólk yrði mjög reitt ef ríkisstjórnin ákveði að fresta Brexit og ekki stæði til að gera það.
Flow chart describing what possibly happens next in the Brexit process pic.twitter.com/BGODBSoXlB
— AFP news agency (@AFP) December 10, 2018