Sport

Íþróttamaður ársins tilkynntur í kvöld

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kjörin íþróttamaður ársins í fyrra. Hún er ekki á meðal tíu efstu í ár.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kjörin íþróttamaður ársins í fyrra. Hún er ekki á meðal tíu efstu í ár. vísir/ernir
Val á íþróttamanni ársins verður tilkynnt í kvöld í Hörpu. RÚV verður með beina útsendingu frá athöfninni og hefst útsendingin klukkan 19:40.



Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir valinu, en samtökin hafa gert það allt frá árinu 1956.



Þegar hafa tíu íþróttamenn sem skarað hafa hvað mest fram úr á árinu verið tilkynntir. Einn af þeim mun hreppa titilinn íþróttamaður ársins í kvöld.



Einnig verður tilkynnt um lið ársins, og þjálfara ársins.



Þeir tíu íþróttamenn sem koma til greina sem íþróttamaður ársins eru eftirfarandi:



Alfreð Finnbogason, knattspyrna

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsar íþróttir

Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti

Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna

Haraldur Franklín Magnús, golf

Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna

Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar

Martin Hermannsson, körfubolti

Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna

Valgarð Reinhardsson, fimleikar



Þeir þjálfarar sem koma til greina sem þjálfari ársins eru eftirfarandi:



Arnar Pétursson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta

Kristján Andrésson, þjálfari sænska karlalandsliðsins í handbolta

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu



Þau lið sem koma til greina sem lið ársins eru eftirfarandi:



Karlalið ÍBV í handbolta

Landslið Íslands í golfi

Kvennalið Íslands í hópfimleikum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×