Enski boltinn

Besti leikurinn minn var á móti Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianfranco Zola nýtur þess að vera aftur kominn til Chelsea.
Gianfranco Zola nýtur þess að vera aftur kominn til Chelsea. Getty/Robbie Jay Barratt
Gianfranco Zola er kominn aftur til Chelsea en nú sem aðstoðarknattspyrnustjóri Maurizio Sarri. Þessi Chelsea-goðsögn rifjaði upp fótboltaferill sinn hjá Chelsea.

Gianfranco Zola kom til Chelsea frá Parma í nóvember 1996 og lék á Stamford Bridge næstu sjö tímabil eða þegar hann var á aldrinum 30 til 37 ára.

Zola var búinn að spila í rúmlega sjö tímabil í ítölsku A-deildinni þegar hann mætti á Stamford Bridge.

Zola skoraði 16 mörk á lokatímabilinu sínu með Chelsea hann var þá markahæsti leikmaður liðsins á undan þeim Jimmy Floyd Hasselbaink  (15 mörk) og Eiði Smára Guðjohnsen (10 mörk).

Í nýju viðtali á samfélagsmiðlum Chelsea rifjaði Zola upp tíma sinn hjá félaginu og þá aðallega sinn besta leik að hans eigin mati.





Zola er þarna að minnast bikarleiks á móti Liverpool í fjórðu umferð keppninnar sem Chelsea vann 4-2. Þetta var einn af fyrstu leikjum Zola með Chelsea en hann fór fram 26. janúar 1997.

Chelsea var 2-0 undir í hálfleik en Gianfranco Zola jafnaði metin í 2-2 og Gianluca Vialli tryggði Chelsea sigurinn með tveimur mörkum í lokin.

Chelsea fór síðan alla leið og varð bikarmeistari eftir 2-0 sigur á Middlesbrough í úrslitaleik. Þetta var fyrsti titill Chelsea í 26 ár.

Zola lagði upp seinna markið fyrir Eddie Newton í bikarúrslitaleiknum en Zola var kosinn leikmaður ársins á sinu fyrsta tímabili með Chelsea.

Það má sjá svipmyndir frá bikarúrslitaleiknum 1997 hér fyrir neðan.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×