Mamma og pabbi voru í stúkunni þegar Martin snéri aftur með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2018 15:45 Martin Hermannsson. Getty/Manuel Blondeau/Icon Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson snéri aftur inn á körfuboltavöllinn í gær þegar lið hans Alba Berlin vann 108-96 sigur á Giessen 46ers í síðasta heimaleik liðsins á árinu 2018. Martin hefur verið að glíma við meiðsli og hafði ekkert spilað með Alba Berlin síðan í lok október. Foreldrar Martins, þau Hermann Hauksson og Margrét Elíasdóttir, voru hjá syninum um jólin og fengu heldur betur flotta jólagjöf frá stráknum í þessum leik. Þau voru líka heldur betur sátt með sinn mann. „Gjörsamlega geggjuð upplifun, þvílík stemning og okkar maður magnaður. Algjörlega ólýsanlegt, þetta er svo stórt og mikið,“ sagði Margrét á fésbókinni og Hermann var ekki síður ánægður: „Frábær leikur hjá okkar manni og við í stúkunni. Geggjuð stemmning og umgjörð,“ skrifaði Hermann. Það var ekki leiðinlegt fyrir alla fjölskylduna að sjá enn frekar sönnun á því hversu frábærlega Martin hefur náð að stimpla sig inn í þetta sterka Alba Berlin lið. Meiðslin voru smá áfall og þau héldu honum lengi frá. Hann vann hinsvegar vel í sínum málum og var heldur betur tilbúinn þegar græna ljósið kom.Sieg im letzten Heimspiel 2018! Wir gewinnen gegen die @GIESSEN46ers mit 108:96 und bleiben dem @fcb_basketball auf den Fersen. Tolles Comeback von @hermannsson15 mit 19 Punkten, 3 Rebounds und 3 Assists. pic.twitter.com/36wvpWYywx — ALBA BERLIN (@albaberlin) 27. Dezember 2018Martin átti algjöran stórleik í sínum fyrsta leik í tvo mánuði. Martin spilaði reyndar „bara“ í 20 mínútur en nýtti þær frábærlega. Hann var með 19 stig, 3 fráköst og 3 stioðsendingar en alls var hann með með 23 framlagsstig. Martin hitti úr 75 prósent skota sinna (6 af 8) og setti niður öll sex vítin sín. Hann var eftir leikinn valinn maður leiksins. Þetta er líka það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í þýsku bundesligunni. Eftir leikinn sagði Martin að hann myndi örugglega finna fyrir einhverjum harðsperrum á morgun en það væri allt í lagi. Körfubolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson snéri aftur inn á körfuboltavöllinn í gær þegar lið hans Alba Berlin vann 108-96 sigur á Giessen 46ers í síðasta heimaleik liðsins á árinu 2018. Martin hefur verið að glíma við meiðsli og hafði ekkert spilað með Alba Berlin síðan í lok október. Foreldrar Martins, þau Hermann Hauksson og Margrét Elíasdóttir, voru hjá syninum um jólin og fengu heldur betur flotta jólagjöf frá stráknum í þessum leik. Þau voru líka heldur betur sátt með sinn mann. „Gjörsamlega geggjuð upplifun, þvílík stemning og okkar maður magnaður. Algjörlega ólýsanlegt, þetta er svo stórt og mikið,“ sagði Margrét á fésbókinni og Hermann var ekki síður ánægður: „Frábær leikur hjá okkar manni og við í stúkunni. Geggjuð stemmning og umgjörð,“ skrifaði Hermann. Það var ekki leiðinlegt fyrir alla fjölskylduna að sjá enn frekar sönnun á því hversu frábærlega Martin hefur náð að stimpla sig inn í þetta sterka Alba Berlin lið. Meiðslin voru smá áfall og þau héldu honum lengi frá. Hann vann hinsvegar vel í sínum málum og var heldur betur tilbúinn þegar græna ljósið kom.Sieg im letzten Heimspiel 2018! Wir gewinnen gegen die @GIESSEN46ers mit 108:96 und bleiben dem @fcb_basketball auf den Fersen. Tolles Comeback von @hermannsson15 mit 19 Punkten, 3 Rebounds und 3 Assists. pic.twitter.com/36wvpWYywx — ALBA BERLIN (@albaberlin) 27. Dezember 2018Martin átti algjöran stórleik í sínum fyrsta leik í tvo mánuði. Martin spilaði reyndar „bara“ í 20 mínútur en nýtti þær frábærlega. Hann var með 19 stig, 3 fráköst og 3 stioðsendingar en alls var hann með með 23 framlagsstig. Martin hitti úr 75 prósent skota sinna (6 af 8) og setti niður öll sex vítin sín. Hann var eftir leikinn valinn maður leiksins. Þetta er líka það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í þýsku bundesligunni. Eftir leikinn sagði Martin að hann myndi örugglega finna fyrir einhverjum harðsperrum á morgun en það væri allt í lagi.
Körfubolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti