Erlent

GoFundMe endurgreiðir þeim sem gáfu í hópfjáröflun fyrir heimilislausan mann

Sylvía Hall skrifar
Johnny Bobbitt Jr, Kate McClure og Mark D'Amico
Johnny Bobbitt Jr, Kate McClure og Mark D'Amico AP/Elizabeth Robertson
Kate McClure og Mark D‘Amico, parið sem efndi til hópfjáröflunar fyrir heimilislausan mann í fyrra, er sakað um að hafa hirt peninginn og eytt honum í lúxusvarning en í heildina söfnuðust um 400 þúsund dollarar sem samsvarar um 47 milljónum íslenskra króna. GoFundMe segir að allir sem greiddu í söfnunina hafi nú fengið endurgreitt.

Forsaga málsins er sú að konan, Kate McClure, var að keyra eftir hraðbraut í New Jersy þegar hún varð eldsneytislaus. Þegar hún gekk að næstu bensínstöð hitti hún heimilislausan mann, Johnny Bobbitt, sem sagði henni að fara aftur í bílinn sinn og læsa honum. Skömmu seinna kom hann aftur og var með bensínbrúsa sem hann hafði eytt síðustu peningunum sínum í.

Parið efndi til hópfjáröflunar í gegnum síðuna GoFundMe til þess að safna fyrir íbúð og bíl handa Bobbitt sem skilaði sér aldrei og hefur síðan tilkynnt að allir þeir sem lögðu sitt af mörkum hafi fengið endurgreitt. Þá vinnur síðan með yfirvöldum að rannsókn málsins.

Þegar upp komst um svikin bar parið því fyrir sig að Bobbitt væri eiturlyfjafíkill og því hafi verið glapræði að afhenda honum peninginn. GoFundMe segir hegðun parsins vera óásættanlega og þurfi að hafa afleiðingar þar sem síðan sé ekki ætluð undir svikastarfsemi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×