Enski boltinn

Stjóri Gylfa ósáttur með markið sem var dæmt af og segir það hafa breytt leiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Silva vonsvikinn í leikslok.
Silva vonsvikinn í leikslok. vísir/getty
Marco Silva, stjóri Everton, var ósáttur með sína drengi en Silva og lærisveinar hans fengu skell gegn Tottenham á heimavelli í ensku deildinni í kvöld.

Everton fékk á sig sex mörk á heimavelli í 6-2 sigri en Everton komst yfir í leiknum. Silva var fámáll í leikslok.

„Okkur líður mjög illa og þannig á okkur að líða. Við byrjuðum vel og annað markið er lykil augnablik í leiknum,“ sagði Silva í samtali við Sky Sports í leikslok.

Hann talaði þá um markið sem var dæmt af Dominic Calvert-Lewin skömmu eftir að Theo Walcott hafði komið Everton í 1-0. Dómurinn þótti umdeildur.

„Dómarinn sá eitthvað. Eftir það gerðum við stór, stór mistök og gáfum þeim augnablik til að jafna. Eftir það áttum við að halda áfram okkar striki og að spila okkar leik en gerðum mistök. Þú getur ekki gert það gegn Tottenham.“

„Við vinnum sem lið og töpum sem lið og gerum mistök. Tottenham spilaði hraðar en við og við þurfum að átta okkur á því hvað gerðist. Við spiluðum vel í tuttugu mínútur áður en staðan varð 1-1,“ sagði vonsvikinn Silva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×