Enski boltinn

Sarri: Ómögulegt að ná Liverpool og hefur verið það frá upphafi tímabilsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarri á hliðarlínunni í dag.
Sarri á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segir að það sé ómögulegt fyrir Chelsea að ná toppliði Liverpool og að það hafi verið þannig frá upphafi tímabilsins.

Chelsea tapaði 1-0 fyrir Leicester á heimavelli í dag og er nú ellefu stigum á eftir toppliði Liverpool sem er með fjögurra stiga forskot á toppnum.

„Leikurinn breyttist eftir markið. Við spiluðum vel í 55 mínútur en eftir markið fengum við ekkki fram rétt viðbrögð,“ sagði Sarri í leikslok og hélt áfram:

„Við vorum í litlu áfalli og við hefðum bara átt að spila eins og fyrir markið. Það var nægur tími til að jafna. Í sumum tilvikum vorum við óheppnir en við hefðum samt getað gert margt betur.“

Sarri segir að það sé ómögulegt fyrir þá bláklæddu að ná toppliðunum tveimur.

„Það hefur verið ómögulegt frá því í upphafi tímabilsins. Það er ómögulegt að ná Liverpool og City en við þurfum að huga að okkar leik og vera sem næst topp fjórum sætunum,“ sagði stjórinn að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×