Segir Rabiot vera að „kaupa frelsi sitt“ frá PSG Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. desember 2018 12:30 Adrien Rabiot stendur í stappi við PSG. getty/Srdjan Stevanovic Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur fengið stuðning frá alþjóðaleikmannasamtökunum í baráttu sinni við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain en móðir hans segir hann vera að reyna að kaupa frelsi sitt frá félaginu. Samningur Rabiots við PSG rennur út í sumar og móðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður leikmannsins, segir að hann ætli sér að fara. Hann hefur engan áhuga á því að vera áfram hjá PSG. Yfirmenn Parísarfélagsins vilja ekki missa hann fyrir ekki neitt og eru því að neyða hann til að skrifa undir nýjan samning en hann fær ekki að koma nálægt aðalliðinu á meðan hann skrifar ekki undir. „Snýst fótbolti um að vinna leiki eða að græða?“ spyrja leikmannasamtökin í yfirlýsingu sinni og vitna til Jean-Marc Bosman sem barðist fyrir sínu og breytti landslagi fótboltans um ókomna tíð á tíunda áratug síðustu aldar. Rabiot var orðaður við Barcelona síðasta sumar og þá var greint frá áhuga Liverpool á leikmanninum sem á sex landsleiki að baki fyrir franska landsliðið. „Við megum ekki tala við nein félög fyrr en 1. janúar og því munum við ekki tala við neinn fyrr en sá dagur rennur upp,“ segir Veronique Rabiot, móðir leikmannsins, í samtali við franska útvarpsstöð en BBC greinir frá. „Ég sagði Antero Henrique, yfirmanni knattspyrnumála hjá PSG, í sumar að Adrien vildi fara og það kom tilboð frá Barcelona sem var hafnað. Félagið hefur fulla heimild til að hafna tilboðum en það getur ekki sagt að það viti ekki af neinum tilboðum.“ „Staðan er alveg eins núna og fyrir fjórum árum. Þegar að Adrien var 19 ára barðist hann ekki við félagið og skrifaði undir framlengingu. Nú er hann orðinn 23 ára gamall og er að reyna að kaupa frelsi sitt,“ segir Veronique Rabiot. Fótbolti Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur fengið stuðning frá alþjóðaleikmannasamtökunum í baráttu sinni við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain en móðir hans segir hann vera að reyna að kaupa frelsi sitt frá félaginu. Samningur Rabiots við PSG rennur út í sumar og móðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður leikmannsins, segir að hann ætli sér að fara. Hann hefur engan áhuga á því að vera áfram hjá PSG. Yfirmenn Parísarfélagsins vilja ekki missa hann fyrir ekki neitt og eru því að neyða hann til að skrifa undir nýjan samning en hann fær ekki að koma nálægt aðalliðinu á meðan hann skrifar ekki undir. „Snýst fótbolti um að vinna leiki eða að græða?“ spyrja leikmannasamtökin í yfirlýsingu sinni og vitna til Jean-Marc Bosman sem barðist fyrir sínu og breytti landslagi fótboltans um ókomna tíð á tíunda áratug síðustu aldar. Rabiot var orðaður við Barcelona síðasta sumar og þá var greint frá áhuga Liverpool á leikmanninum sem á sex landsleiki að baki fyrir franska landsliðið. „Við megum ekki tala við nein félög fyrr en 1. janúar og því munum við ekki tala við neinn fyrr en sá dagur rennur upp,“ segir Veronique Rabiot, móðir leikmannsins, í samtali við franska útvarpsstöð en BBC greinir frá. „Ég sagði Antero Henrique, yfirmanni knattspyrnumála hjá PSG, í sumar að Adrien vildi fara og það kom tilboð frá Barcelona sem var hafnað. Félagið hefur fulla heimild til að hafna tilboðum en það getur ekki sagt að það viti ekki af neinum tilboðum.“ „Staðan er alveg eins núna og fyrir fjórum árum. Þegar að Adrien var 19 ára barðist hann ekki við félagið og skrifaði undir framlengingu. Nú er hann orðinn 23 ára gamall og er að reyna að kaupa frelsi sitt,“ segir Veronique Rabiot.
Fótbolti Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira