Taldi þetta rétt skref á ferlinum Hjörvar Ólafsson skrifar 21. desember 2018 08:00 Arnar Freyr Arnarsson er hér lengst til vinstri á myndinni að fagna öðrum af tveimur meistaratitlunum sínum með Kristianstad. Fréttablaðið/Guðmundur Svansson Tilkynnt var í gær að Arnar Freyr Arnarsson, línumaður sænska liðsins Kristianstad og íslenska karlalandsliðsins í handbolta, muni færa sig næsta sumar yfir til Danmerkur og leika með danska liðinu GOG. Arnar Freyr tjáði Fréttablaðinu að nokkuð væri síðan þetta hefði verið ákveðið og það væri þægileg tilfinning að geta látið vini og ættingja vita af þessu. Hann hefur leikið með Kristianstad í tvær leiktíðir eftir að hann kom til liðsins frá Fram sumarið 2016 og orðið sænskur meistari með liðinu bæði árin. „Það eru nokkrar vikur síðan forráðamenn GOG höfðu samband við mig og föluðust eftir því að fá mig til liðs við sig. Ég var með fyrirspurnir frá þýskum og frönskum liðum einnig á sama tíma. Mér fannst ég þurfa á nýrri áskorun að halda eftir tvö góð ár hérna hjá Kristianstad. Það er að komast í nýtt umhverfi og sterkari deild,“ segir Arnar Freyr um vistaskiptin. „Þjálfari GOG sýndi mér virkilegan áhuga þegar ég ræddi við hann og ég fann fyrir raunverulegum áhuga á að fá mig til liðsins. Þarna get ég unnið bæði í styrkleikum mínum og veikleikum og haldið áfram að bæta minn leik. Það er mitt mat að danska deildin sé sterkari en sú sænska og þarna er meiri peningur til þess að setja í umgjörð liðanna,“ segir hann enn fremur. „Það skemmir svo alls ekki fyrir að ég mun hitta fyrir fyrrverandi liðsfélaga minn hjá Fram og frænda, Óðin Þór [Ríkharðsson], hjá GOG. Þarna er ungur og mjög spennandi leikmannahópur þar sem flestir leikmenn eru á mínum aldri. Það má alveg líta á þetta sem milliskref áður en ég fer mögulega til Þýskalands eða Frakklands síðar. Mín pæling er hins vegar bara að klára minn tíma hjá Kristianstad með sóma og standa mig svo í stykkinu með GOG þegar þar að kemur,“ segir línumaðurinn um komandi tíma. „Ég mun að sjálfsögðu kveðja Kristianstad með söknuði þar sem mér hefur liðið vel hérna og gengið hefur verið gott eftir að ég kom hingað. Þetta hafa verið tvö góð keppnistímabil þar sem við höfum orðið sænskir meistarar bæði árin. Nú þarf ég að komast annað til þess að þróa leik minn enn frekar. Hjá GOG verð ég með þjálfara sem veit hvað ég get og hvað ég þarf að bæta í mínum leik. Þar mun ég fá æfingar við mitt hæfi, en það er mikil áhersla lögð á að bæta einstaka leikmenn hjá þessu liði, skilst mér,“ segir hann að endingu um næsta áfangastað sinn á ferlinum. Arnar Freyr er í 20 manna æfingahópi íslenska liðsins sem undirbýr sig þessa dagana fyrir HM sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári. Hann er væntanlegur til landsins milli jóla og nýárs og verður í eldlínunni með íslenska liðinu þegar það mætir Barein í tveimur æfingarleikjum skömmu fyrir komandi áramót. Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Brighton | Komast Poolarar á toppinn? Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Fleiri fréttir Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Sjá meira
Tilkynnt var í gær að Arnar Freyr Arnarsson, línumaður sænska liðsins Kristianstad og íslenska karlalandsliðsins í handbolta, muni færa sig næsta sumar yfir til Danmerkur og leika með danska liðinu GOG. Arnar Freyr tjáði Fréttablaðinu að nokkuð væri síðan þetta hefði verið ákveðið og það væri þægileg tilfinning að geta látið vini og ættingja vita af þessu. Hann hefur leikið með Kristianstad í tvær leiktíðir eftir að hann kom til liðsins frá Fram sumarið 2016 og orðið sænskur meistari með liðinu bæði árin. „Það eru nokkrar vikur síðan forráðamenn GOG höfðu samband við mig og föluðust eftir því að fá mig til liðs við sig. Ég var með fyrirspurnir frá þýskum og frönskum liðum einnig á sama tíma. Mér fannst ég þurfa á nýrri áskorun að halda eftir tvö góð ár hérna hjá Kristianstad. Það er að komast í nýtt umhverfi og sterkari deild,“ segir Arnar Freyr um vistaskiptin. „Þjálfari GOG sýndi mér virkilegan áhuga þegar ég ræddi við hann og ég fann fyrir raunverulegum áhuga á að fá mig til liðsins. Þarna get ég unnið bæði í styrkleikum mínum og veikleikum og haldið áfram að bæta minn leik. Það er mitt mat að danska deildin sé sterkari en sú sænska og þarna er meiri peningur til þess að setja í umgjörð liðanna,“ segir hann enn fremur. „Það skemmir svo alls ekki fyrir að ég mun hitta fyrir fyrrverandi liðsfélaga minn hjá Fram og frænda, Óðin Þór [Ríkharðsson], hjá GOG. Þarna er ungur og mjög spennandi leikmannahópur þar sem flestir leikmenn eru á mínum aldri. Það má alveg líta á þetta sem milliskref áður en ég fer mögulega til Þýskalands eða Frakklands síðar. Mín pæling er hins vegar bara að klára minn tíma hjá Kristianstad með sóma og standa mig svo í stykkinu með GOG þegar þar að kemur,“ segir línumaðurinn um komandi tíma. „Ég mun að sjálfsögðu kveðja Kristianstad með söknuði þar sem mér hefur liðið vel hérna og gengið hefur verið gott eftir að ég kom hingað. Þetta hafa verið tvö góð keppnistímabil þar sem við höfum orðið sænskir meistarar bæði árin. Nú þarf ég að komast annað til þess að þróa leik minn enn frekar. Hjá GOG verð ég með þjálfara sem veit hvað ég get og hvað ég þarf að bæta í mínum leik. Þar mun ég fá æfingar við mitt hæfi, en það er mikil áhersla lögð á að bæta einstaka leikmenn hjá þessu liði, skilst mér,“ segir hann að endingu um næsta áfangastað sinn á ferlinum. Arnar Freyr er í 20 manna æfingahópi íslenska liðsins sem undirbýr sig þessa dagana fyrir HM sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári. Hann er væntanlegur til landsins milli jóla og nýárs og verður í eldlínunni með íslenska liðinu þegar það mætir Barein í tveimur æfingarleikjum skömmu fyrir komandi áramót.
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Brighton | Komast Poolarar á toppinn? Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Fleiri fréttir Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Sjá meira