Erlent

Warren tilkynnir framboð til forseta

Samúel Karl Ólason skrifar
Elizabeth Warren.
Elizabeth Warren. AP/Andrew Harnik
Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, hefur opinberað að hún gefi kost á sér til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum árið 2020. Það gerði hún með tilkynningu um að hún væri að stofna sérstaka nefnd, sem lögum samkvæmt þarf að stofna til framboðs.

Warren er 69 ára gömul og er prófessor í lögfræði. Hún hefur setið á þingi frá 2013.

Í skilaboðum sem Warren sendi til stuðningsmanna sinna sagði hún miðstétt Bandaríkjanna ógnað. Milljarðamæringar og stór fyrirtæki hefðu ákveðið að þeir vildu stærri hluta kökunnar og stjórnmálamenn hliðhollir þeim hefðu hjálpað þeim.

Búist er við því að mikill fjöldi frambjóðenda verði í kosningunum og samkvæmt Washington Post eru allavega nokkrir þingmenn að undirbúa sambærilegar tilkynningar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×