Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Andri Eysteinsson skrifar 30. desember 2018 12:24 Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. Unga fólkið í ríkisstjórninni þarf að átta sig annars fari allt til fjandans í vetur enda viti þau ekki hvað gæti verið í vændum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það þó jákvæða þróun hversu meðvitað samfélagið er um mikilvægi jöfnuðar. Styrmir og Katrín voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Rólegt ár en erfiðir tímar framundan fyrir ríkisstjórnina Aðspurður sagðist Styrmir telja að liði ár hafi verið rólegt fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, ríkisstjórnin hafi haft það gott. Erfiðari tímar séu þó fram undan vegna undiröldu kjarasamninga og kjara í samfélaginu. „Mjög sterk tilfinning hjá fólki um að þjóðfélagið sé að skiptast í tvennt. Þeir sem eru í aðstöðu til tryggja sína hagsmuni og skilja hina eftir“,segir Styrmir. Styrmir segist finna fyrir þessum tón í samfélaginu og segir unga fólkið í ríkisstjórninni þurfa að átta sig á þessu annars fari allt „til fjandans“ í vetur. Katrín segist finna fyrir umræðunni um jöfnuð og segir hana allt aðra en hún var fyrir tíu árum síðan. Árin fyrir hrun hafi ójöfnuður verið miklu meiri en umræðan nánast engin. „Mér finnst það í raun og veru mjög jákvæð þróun hversu miklu meðvitaðri við erum um að jöfnuður skipti máli fyrir hagsæld samfélaga,“ sagði forsætisráðherra. Katrín vill meina að þetta útskýri þessa undiröldu sem greina má í samfélaginu.Verkfallsaðgerðir, hörku átök og hættulegt ástand Styrmir Gunnarsson segir hins vegar að stjórnmálamenn geri sér ekki grein fyrir þessu. „Undir lok viðreisnaráratugarins voru vaxandi umræður um eitt grundvallaratriði sem ég held að sé grundvallaratriði í dag. Efnamunurinn má ekki verða of mikill, þetta fór gersamlega úr böndum á fyrstu árum nýrrar aldar, gersamlega klikkað ástand. Ég er ansi hræddur um að tilfinning fólks sé sú að, þrátt fyrir hrunið, sé þróunin hafin að nýju,“ sagði Styrmir. Ritstjórinn fyrrverandi minnist á umfjallanir Morgunblaðsins, sem vinstri menn hafi kallað „vonda Morgunblaðið“, sem hélt því fram að efnamunur fólks mætti ekki verða of mikill í eins litlu samfélagi og Ísland er. Styrmir segist muna eftir verkfallsátökum þegar verkfallsverðir stoppuðu mjólkurbíla í Ártúnsbrekku og helltu niður mjólkinni. Þetta hafi verið hörku átök og hættulegt ástand. Nýja kynslóðin í ríkisstjórninni viti ekki hvað gæti verið í vændum. Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. Unga fólkið í ríkisstjórninni þarf að átta sig annars fari allt til fjandans í vetur enda viti þau ekki hvað gæti verið í vændum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það þó jákvæða þróun hversu meðvitað samfélagið er um mikilvægi jöfnuðar. Styrmir og Katrín voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Rólegt ár en erfiðir tímar framundan fyrir ríkisstjórnina Aðspurður sagðist Styrmir telja að liði ár hafi verið rólegt fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, ríkisstjórnin hafi haft það gott. Erfiðari tímar séu þó fram undan vegna undiröldu kjarasamninga og kjara í samfélaginu. „Mjög sterk tilfinning hjá fólki um að þjóðfélagið sé að skiptast í tvennt. Þeir sem eru í aðstöðu til tryggja sína hagsmuni og skilja hina eftir“,segir Styrmir. Styrmir segist finna fyrir þessum tón í samfélaginu og segir unga fólkið í ríkisstjórninni þurfa að átta sig á þessu annars fari allt „til fjandans“ í vetur. Katrín segist finna fyrir umræðunni um jöfnuð og segir hana allt aðra en hún var fyrir tíu árum síðan. Árin fyrir hrun hafi ójöfnuður verið miklu meiri en umræðan nánast engin. „Mér finnst það í raun og veru mjög jákvæð þróun hversu miklu meðvitaðri við erum um að jöfnuður skipti máli fyrir hagsæld samfélaga,“ sagði forsætisráðherra. Katrín vill meina að þetta útskýri þessa undiröldu sem greina má í samfélaginu.Verkfallsaðgerðir, hörku átök og hættulegt ástand Styrmir Gunnarsson segir hins vegar að stjórnmálamenn geri sér ekki grein fyrir þessu. „Undir lok viðreisnaráratugarins voru vaxandi umræður um eitt grundvallaratriði sem ég held að sé grundvallaratriði í dag. Efnamunurinn má ekki verða of mikill, þetta fór gersamlega úr böndum á fyrstu árum nýrrar aldar, gersamlega klikkað ástand. Ég er ansi hræddur um að tilfinning fólks sé sú að, þrátt fyrir hrunið, sé þróunin hafin að nýju,“ sagði Styrmir. Ritstjórinn fyrrverandi minnist á umfjallanir Morgunblaðsins, sem vinstri menn hafi kallað „vonda Morgunblaðið“, sem hélt því fram að efnamunur fólks mætti ekki verða of mikill í eins litlu samfélagi og Ísland er. Styrmir segist muna eftir verkfallsátökum þegar verkfallsverðir stoppuðu mjólkurbíla í Ártúnsbrekku og helltu niður mjólkinni. Þetta hafi verið hörku átök og hættulegt ástand. Nýja kynslóðin í ríkisstjórninni viti ekki hvað gæti verið í vændum.
Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira