„Kalda stríðið er einfaldlega komið aftur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 14. apríl 2018 20:17 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir árásirnar sem gerðar voru á Sýrland í nótt staðfesta að nýtt kalt stríð sé skollið á. „Þær staðfesta auðvitað að það er brostið á með nýju köldu stríði, það blasir einfaldlega við. Þarna takast Vesturveldin á við Rússland inni í Sýrlandi. Sýrland er orðið að vettvangi staðgengils stríðs á milli þessara tveggja aðila sem að á ensku er kallað „proxy war.” Þannig að kalda stríðið er einfaldlega komið aftur. Eða kannski réttara sagt nýtt kalt stríð sem að tekur við af hinu fyrra sem var auðvitað í veigamiklum atriðum frábrugðið,“ segir Eiríkur.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/AntonBíða eftir valdhöfum í Kreml Eiríkur segir að Sýrland sé orðin vettvangur fyrir átök heimsveldanna. Hann segir einnig að þetta kalda stríð sé ekki orðið nærri því eins viðamikið og það fyrra en að það hafi sömu einkenni. „Það þýðir einfaldlega að heimsveldin eru að takast á um stöðu og völd í alþjóðakerfinu án þess að það brjótist út vopnuð átök beint á milli þeirra. Þá gerist það þannig að það verða önnur ríki sem verða að staðgengli átakanna á milli heimsveldanna eins og var í kalda stríðinu hinu fyrra og kalda stríðið hið síðara hefur þessi sömu einkenni. Það er náttúrulega ekki orðið nándar nærri jafn viðamikið og hið fyrra kalda stríð en eðli þeirra er það sama. Núna stöndum við frammi fyrir því að bíða eftir því hvað valdhafarnir í Kreml munu gera til þess að svara þessari árás. Pútín hefur sagt það að þetta verði ekki látið óátalið. Þarna er hann líka kominn í samkurl með Íran inni í Sýrlandi þannig að víðsjárnar í veröldinni eru orðnar ansi miklar,” segir Eiríkur.„Ekki friðvænlegt um að horfa í Sýrlandi” Ljóst er að friður muni ekki komast á í Sýrlandi í bráð. „Það er ekki friðvænlegt um að horfa í Sýrlandi, það blasir alveg við. Það virðist vera svar heimsveldanna við átökum séu alltaf meiri átök, ef að einn sprengir þá verður hinn að sprengja líka. Þetta virðist vera einhver nauðhyggja sem að menn eru haldnir og enn sem komið er höfum við ekki sé heimsleiðtogana bjóða upp á aðra lausn heldur en lausn átaka reyndar ekki beint á milli hverra annars heldur í þessum staðgengils svæðum sem verða vettvangur átakanna," segir Eiríkur. Hann bætir við að „þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu að þá er ekki friðvænlegt fyrir fólkið þarna fyrir botni Miðjarðarhafs og auðvitað eykur þetta bara á flóttamannastrauminn. Þessar árásir í nótt gera ekkert annað en að senda fleira fólk út úr Sýrlandi til Vesturlanda sem hafa síðan tekið sig saman að meina þeim inngöngu þannig að þetta er nú ansi flókið.” Eiríkur segir að fá þjóðríki hafi sýnt viðbrögð við þessum árásum. „Það hafa nú kannski ekki verið mikil viðbrögð en við sjáum hins vegar að það eru bara þrjú ríki sem standa að þessu. Það eru Bandaríkin, Bretland og Frakkland og fjarvera ríkja á borð við Ítalíu, Spánar og Þýskalands er auðvitað áberandi,” segir Eiríkur í lokin. Mið-Austurlönd Stj.mál Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir árásirnar sem gerðar voru á Sýrland í nótt staðfesta að nýtt kalt stríð sé skollið á. „Þær staðfesta auðvitað að það er brostið á með nýju köldu stríði, það blasir einfaldlega við. Þarna takast Vesturveldin á við Rússland inni í Sýrlandi. Sýrland er orðið að vettvangi staðgengils stríðs á milli þessara tveggja aðila sem að á ensku er kallað „proxy war.” Þannig að kalda stríðið er einfaldlega komið aftur. Eða kannski réttara sagt nýtt kalt stríð sem að tekur við af hinu fyrra sem var auðvitað í veigamiklum atriðum frábrugðið,“ segir Eiríkur.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/AntonBíða eftir valdhöfum í Kreml Eiríkur segir að Sýrland sé orðin vettvangur fyrir átök heimsveldanna. Hann segir einnig að þetta kalda stríð sé ekki orðið nærri því eins viðamikið og það fyrra en að það hafi sömu einkenni. „Það þýðir einfaldlega að heimsveldin eru að takast á um stöðu og völd í alþjóðakerfinu án þess að það brjótist út vopnuð átök beint á milli þeirra. Þá gerist það þannig að það verða önnur ríki sem verða að staðgengli átakanna á milli heimsveldanna eins og var í kalda stríðinu hinu fyrra og kalda stríðið hið síðara hefur þessi sömu einkenni. Það er náttúrulega ekki orðið nándar nærri jafn viðamikið og hið fyrra kalda stríð en eðli þeirra er það sama. Núna stöndum við frammi fyrir því að bíða eftir því hvað valdhafarnir í Kreml munu gera til þess að svara þessari árás. Pútín hefur sagt það að þetta verði ekki látið óátalið. Þarna er hann líka kominn í samkurl með Íran inni í Sýrlandi þannig að víðsjárnar í veröldinni eru orðnar ansi miklar,” segir Eiríkur.„Ekki friðvænlegt um að horfa í Sýrlandi” Ljóst er að friður muni ekki komast á í Sýrlandi í bráð. „Það er ekki friðvænlegt um að horfa í Sýrlandi, það blasir alveg við. Það virðist vera svar heimsveldanna við átökum séu alltaf meiri átök, ef að einn sprengir þá verður hinn að sprengja líka. Þetta virðist vera einhver nauðhyggja sem að menn eru haldnir og enn sem komið er höfum við ekki sé heimsleiðtogana bjóða upp á aðra lausn heldur en lausn átaka reyndar ekki beint á milli hverra annars heldur í þessum staðgengils svæðum sem verða vettvangur átakanna," segir Eiríkur. Hann bætir við að „þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu að þá er ekki friðvænlegt fyrir fólkið þarna fyrir botni Miðjarðarhafs og auðvitað eykur þetta bara á flóttamannastrauminn. Þessar árásir í nótt gera ekkert annað en að senda fleira fólk út úr Sýrlandi til Vesturlanda sem hafa síðan tekið sig saman að meina þeim inngöngu þannig að þetta er nú ansi flókið.” Eiríkur segir að fá þjóðríki hafi sýnt viðbrögð við þessum árásum. „Það hafa nú kannski ekki verið mikil viðbrögð en við sjáum hins vegar að það eru bara þrjú ríki sem standa að þessu. Það eru Bandaríkin, Bretland og Frakkland og fjarvera ríkja á borð við Ítalíu, Spánar og Þýskalands er auðvitað áberandi,” segir Eiríkur í lokin.
Mið-Austurlönd Stj.mál Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent