Kerfisbyltingar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. apríl 2018 10:00 Stjórnmálaflokkar koma og fara, stundum kveðja þeir hægt og hljótt en stundum springa þeir með látum. Sumir tortíma jafnvel sjálfum sér á einni nóttu eins og henti Bjarta framtíð svo slysalega fyrir ekki ýkja löngu. En þótt einn flokkur hverfi fækkar flokkunum samt ekki að ráði því nýir flokkar skjóta óðara upp kollinum. Stjórnmálamenn koma líka og fara. Sumum þeirra finnst full ástæða til að minna á brotthvarf sitt sé ekki nægilega eftir því tekið, eins og Birgitta Jónsdóttir gerði á dögunum á Facebook. Þar sá hún ástæðu til að ítreka að hún væri hætt í Pírötum, hreyfingu sem hún átti þátt í að stofna. Fjölmiðlar sneru sér vitanlega til Birgittu til að fá nánari útskýringu á þessu brotthvarfi sem alltof fáir höfðu tekið eftir. Birgitta segir ástæðurnar fyrir því að hún gafst upp á stjórnmálum vera allnokkrar. Hún varð til dæmis fyrir miklum vonbrigðum með stjórnmálin, kerfið og almenning. Það er ekkert undarlegt að Birgitta hafi orðið fyrir vonbrigðum með almenning. Um tíma varð ekki annað séð en að Píratar væru sannkallaður flokkur fólksins. Í aprílmánuði 2016 mældist fylgi flokksins í skoðanakönnunum 43 prósent. Stjórnmálaflokkur getur vart gert betur. Herská vígorð Pírata um alls kyns kerfisbreytingar hljómuðu á þeim tíma vel í eyrum kjósenda, ásamt slagorðum um að fletta þyrfti ofan af þeirri spillingu sem sögð var grassera út um allt og átti vitanlega að tengjast Sjálfstæðisflokknum, eins og flest annað sem miður fer í þjóðfélaginu. Æðið rann af kjósendum þegar á kjörstað var komið og þeir kusu eitthvað allt annað en Pírata. Umfangsmiklar kerfisbreytingar reyndust einfaldlega ekki það sem kjósendur kærðu sig um. Þeim var sagt að það ætti að umbylta sjávarútvegskerfinu vegna þess að því væri stjórnað af vondum og gráðugum auðmönnum sem einskis svífast og svo átti að henda stjórnarskrá sem hefur dugað ágætlega og semja nýtt og róttækt plagg í hennar stað. Á kjördag voru þetta ekki baráttumál sem þjóðin hafði áhuga á. Kerfið, sem Birgitta segir ómögulegt og vill breyta á róttækan hátt, er enn við lýði. Ástæðan er einfaldlega sú að kjósendur hafa í kosningum veitt brautargengi flokkum sem vilja fara fremur hægt í kerfisbreytingar, ef þeir á annað borð hafa hug á slíkum breytingum. Í lýðræðislegum kosningum ræður þjóðarviljinn. Þjóðarsálin sem var svo æst og reið á hrunárunum og steytti hnefann reiðubúin til átaka þjáist ekki lengur af vanstillingu. Meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um að kollsteypa kerfum heldur kýs ákveðna festu og stöðugleika. Flokkar sem boða róttækar og hraðar kerfisbreytingar, sem þeir gleyma reyndar iðulega að útskýra hvernig á að framkvæma, fá ekki fjöldafylgi í kosningum. Venjulega eru þeir heldur ekki stjórntækir því forystumenn þeirra eru iðulega einstrengingslegir og telja það svik við sannfæringu sína að gera málamiðlanir. Slíkum flokkum hentar best að vera utan stjórnar hverju sinni þar sem þeir geta hamast að vild og þusað yfir ónýtu kerfi. Upplausnarstefna þeirra á hins vegar ekki alvöru erindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar koma og fara, stundum kveðja þeir hægt og hljótt en stundum springa þeir með látum. Sumir tortíma jafnvel sjálfum sér á einni nóttu eins og henti Bjarta framtíð svo slysalega fyrir ekki ýkja löngu. En þótt einn flokkur hverfi fækkar flokkunum samt ekki að ráði því nýir flokkar skjóta óðara upp kollinum. Stjórnmálamenn koma líka og fara. Sumum þeirra finnst full ástæða til að minna á brotthvarf sitt sé ekki nægilega eftir því tekið, eins og Birgitta Jónsdóttir gerði á dögunum á Facebook. Þar sá hún ástæðu til að ítreka að hún væri hætt í Pírötum, hreyfingu sem hún átti þátt í að stofna. Fjölmiðlar sneru sér vitanlega til Birgittu til að fá nánari útskýringu á þessu brotthvarfi sem alltof fáir höfðu tekið eftir. Birgitta segir ástæðurnar fyrir því að hún gafst upp á stjórnmálum vera allnokkrar. Hún varð til dæmis fyrir miklum vonbrigðum með stjórnmálin, kerfið og almenning. Það er ekkert undarlegt að Birgitta hafi orðið fyrir vonbrigðum með almenning. Um tíma varð ekki annað séð en að Píratar væru sannkallaður flokkur fólksins. Í aprílmánuði 2016 mældist fylgi flokksins í skoðanakönnunum 43 prósent. Stjórnmálaflokkur getur vart gert betur. Herská vígorð Pírata um alls kyns kerfisbreytingar hljómuðu á þeim tíma vel í eyrum kjósenda, ásamt slagorðum um að fletta þyrfti ofan af þeirri spillingu sem sögð var grassera út um allt og átti vitanlega að tengjast Sjálfstæðisflokknum, eins og flest annað sem miður fer í þjóðfélaginu. Æðið rann af kjósendum þegar á kjörstað var komið og þeir kusu eitthvað allt annað en Pírata. Umfangsmiklar kerfisbreytingar reyndust einfaldlega ekki það sem kjósendur kærðu sig um. Þeim var sagt að það ætti að umbylta sjávarútvegskerfinu vegna þess að því væri stjórnað af vondum og gráðugum auðmönnum sem einskis svífast og svo átti að henda stjórnarskrá sem hefur dugað ágætlega og semja nýtt og róttækt plagg í hennar stað. Á kjördag voru þetta ekki baráttumál sem þjóðin hafði áhuga á. Kerfið, sem Birgitta segir ómögulegt og vill breyta á róttækan hátt, er enn við lýði. Ástæðan er einfaldlega sú að kjósendur hafa í kosningum veitt brautargengi flokkum sem vilja fara fremur hægt í kerfisbreytingar, ef þeir á annað borð hafa hug á slíkum breytingum. Í lýðræðislegum kosningum ræður þjóðarviljinn. Þjóðarsálin sem var svo æst og reið á hrunárunum og steytti hnefann reiðubúin til átaka þjáist ekki lengur af vanstillingu. Meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um að kollsteypa kerfum heldur kýs ákveðna festu og stöðugleika. Flokkar sem boða róttækar og hraðar kerfisbreytingar, sem þeir gleyma reyndar iðulega að útskýra hvernig á að framkvæma, fá ekki fjöldafylgi í kosningum. Venjulega eru þeir heldur ekki stjórntækir því forystumenn þeirra eru iðulega einstrengingslegir og telja það svik við sannfæringu sína að gera málamiðlanir. Slíkum flokkum hentar best að vera utan stjórnar hverju sinni þar sem þeir geta hamast að vild og þusað yfir ónýtu kerfi. Upplausnarstefna þeirra á hins vegar ekki alvöru erindi.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar