Akureyri mun eiga í Olís-deild karla á nýjan leik eftir að samnefnt lið, Akureyri, tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Grill 66-deildinni eftir öruggan sigur á HK í kvöld, 26-20.
Akureyri leiddi í hálfleik, 14-10, og var í raun sterkari aðilinn allan leikinn. Garðar Már Jónsson endaði markahæstur með sex mörk og næstur kom Patrekur Stefánsson með fimm.
Þetta var fimmtándi sigurleikur liðsins í vetur og það tapaði einungis einum leik. Það var þegar liðið tefldi fram ólöglegum leikmanni í leik gegn grönnum sínum í KA.
Þjálfarar liðsins eru Sverre Andreas Jakobosson og Ingimundur Ingimundarsson.
Akureyri í Olís-deildina

Mest lesið





„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti

Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn



