Félag framhaldsskólakennara hefur kallað samninganefnd félagsins saman næstkomandi mánudag. Þar mun nefndin fara yfir stöðuna í yfirstandandi kjarasamningaviðræðum félagsins. Svo segir í tilkynningu frá félagi framhaldsskólakennara.
Eftir fund hjá Ríkissáttasemjara í morgun sé þungt hljóð í forystu félagsins. Á mánudag muni nefndin fara yfir næstu skref en þegar hafi formanni verið falið að kalla, strax eftir páska, saman trúnaðarmenn framhaldsskólanna og fara yfir stöðuna.
Tekist er á um fullar efndir á kjarasamningi aðila frá 2014 og strandar á fjármögnun til framhaldsskólanna svo efna megi samningsbundin ákvæði í tengslum við nýtt vinnumat og meginbreytingar á fyrirkomulagi náms í framhaldsskólum að sögn framhaldsskólakennara.
„Það er sérkennilegt að á sama tíma og menntamálaráðherra fullyrðir að framlög til framhaldsskólanna hafi aukist um 1.290 milljónir strandi kjarasamningur félagsmanna á vanefndum ráðuneytisins, meðal annars vegna fjárskorts,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.
„Nú er þolinmæði okkar þrotin og það er alveg ljóst að við munum ekki ganga frá þessu samningaborði fyrr en við höfum fengið fullar efndir á fyrri samningi. Hafa ber í huga að við erum með úrskurð Félagsdóms til staðfestingar því sem er umsamið og óefnt,“
Þungt hljóð í framhaldsskólakennurum eftir fund í morgun

Tengdar fréttir

„Það hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum við ríkið“
BHM sendi áskorun til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að gengið verði þegar til kjarasamninga og að hlustað verði á kröfur aðildarfélaganna.

Mótmæla skertum framlögum til framhaldsskólanna
Framhaldsskólakennarar eru ekki sáttir með skert framlög til framhaldsskóla og mótmæla jafnframt breytingum á lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna.