Innlent

Fyrstu tölur í Reykjavík: Meirihlutinn fallinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt fyrstu tölum í Reykjavík. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að þetta séu vonbrigði miðað við það sem flokkurinn hafði stefnt að.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík eins og staðan er núna með átta borgarfulltrúa. Samfylkingin er næststærst með sjö fulltrúa en Vinstri græn eru með tvo fulltrúa og Píratar einn. Það þýðir að flokkarnir þrír ná ekki að mynda meirihluta en tólf fulltrúa þarf til þess.

Viðreisn eru með tvo menn inni eins og staðan er núna, Flokkur fólksins einn sem og Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkurinn.

Fyrstu tölur í Reykjavík.
„Auðvitað ekki vel. Þetta eru vonbrigði miðað við það sem við höfum stefnt að að sjálfsögðu,“ sagði Skúli í beinni útsendingu í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í kvöld spurður hvernig honum litist á fyrstu tölur.

Hann benti þó að aðeins væri búið að telja 10 prósent atkvæða í Reykjavík.

„Ég hef búist við því allan tímann að þetta yrði einhver skrýtnasta kosninganótt sem við munum eftir. Við höfum aldrei áður verið með svona marga lista og það þarf mjög lítið til þess að allt fari á flot.“

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×