Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, þurfti að fara af velli eftir rúmlega þrjátíu mínútur í úrslitaleiknum gegn Real Madrid í kvöld.
Liverpool tapaði leiknum 3-1 en Gareth Bale skoraði tvö mörk í síðari hálfleik sem gerðu út um leikinn eftir að Sadio Mane hafði jafnað metin skömmu áður fyrir Liverpool.
Eins og áður segir þurfti besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á nýyfirstöðnu tímabili að fara útaf eftir að honum og Sergio Ramos lenti saman.
Stuðningsmönnum Liverpool var verulega heitt í hamsi og vildu að Ramos myndi fá reisupassann. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði í leikslok að þetta hafi ekki litið vel út en ekkert var dæmt á atvikið.
Hér að ofan má sjá atvikið og dæmi hver fyrir sig.
Átti Ramos að fá rautt fyrir þetta?
Tengdar fréttir

Karius bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Loris Karius átti slæman dag er Liverpool tapaði 3-1 fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Karius gerði slæm mistök í tveimur mörkum Real.

Bale kláraði Liverpool og Real meistari þriðja árið í röð
Þriðja árið í röð stendur Real Madrid uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu. Þetta árið unnu þeir Liverpool 3-1 í úrslitaleiknum í Kænugarði.

Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann.

Bale: Hlýtur að vera flottasta markið │ Hugsar sér til hreyfings
Hetja Real Madrid, Gareth Bale, í úrslitaleiknum gegn Liverpool en hann skoraði síðari tvö mörk liðsins í 3-1 sigrinum.

Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius
Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld.