Mbl greindi fyrst frá málinu en Snorri Tómasson, formaður kjörstjórnar í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú á fjórða tímanum í dag að depillinn uppi í Kór sé hugsaður sem sérstakt merki, einkum fyrir sjónskerta, svo ekki sé gengið á hurðina, sem er að mestu úr gleri.
Umræddur depill tengist því Samfylkingunni ekki neitt en merki flokksins er samskonar rauður depill.
„Þetta var undir því yfirskyni að þetta væri áróður á kjörstað,“ sagði Snorri um kvörtunina. Því hafi verið límt yfir depilinn en áróður er ekki leyfður á kjörstað.
Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá því að rauðir deplar á glerhurðum í ráðhúsi Reykjavíkur yrðu fjarlægðir eða huldir vegna líkinda með merki Samfylkingarinnar.
Marinó Örn Ólafsson, sem var í framboði fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, vakti athygli á aðgerðum kjörstjórnar í dag og sagði þær skeytingarleysi í garð sjónskertra.
Kjörstjórnir að fjarlægja universal aðgengisatriði fyrir sjónskerta af kjörstöðum því það gæti virst vera Samfylkingarlógó. Það finnst mér furðulegt skeytingarleysi.https://t.co/IryLVY1D4x
— Marinó Örn (@marinoorn) May 26, 2018