Klopp: Þeir hafa aldrei spilað á móti okkur Einar Sigurvinsson skrifar 26. maí 2018 12:30 Jurgen Klopp. vísir/getty „Reynsla er mjög mikilvæg og ég er viss um að síðustu sekúndurnar áður en leikurinn hefst verða Real öruggari en við. En það er ekki vandamál af því að leiknum lýkur ekki á þeim sekúndum, þá byrjar hann,“ segir Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Hans menn mæta Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld, á sviði sem enginn leikmaður Liverpool hefur áður leikið á en Real Madrid hefur unnið keppnina síðastliðin tvö ár. „Reynsla þeirra er mikið forskot, 100 prósent, en það hjálpar þeim ekki allan tímann sem á leiknum stendur. Við verðum að gera þetta eins erfitt og mögulegt er fyrir þá,“ segir Klopp. Ekkert knattspyrnulið hefur unnið Meistaradeild Evrópu oftar en Real Madrid, en liðið hefur unnið keppnina ellefu sinnum. Liverpool eru þó engir nýgræðingar í keppninni en félagið hefur unnið titilinn fimm sinnum, síðast árið 2005. „Við erum Liverpool. Við erum ekki bara mjög gott fótboltalið, það er í DNA þessa félags að gera stóra hluti. Það bjóst enginn við okkur hér, en við erum hérna vegna þess að við erum Liverpool. Við fórum ótrúlegustu leiðina hingað og skoruðum flest mörkin,“ segir Klopp. „Við höfum haft tvær vikur til þess að undirbúa okkur og það er allt á hreinu. Við höfum rýnt í leiki Real Madrid gegn ólíkum liðum og hugsað „vá, þeir eru virkilega góðir,“ en þeir hafa aldrei spilað á móti okkur.“ Hrósar ZidaneZinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er að stýra liðinu í sínum þriðja úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þrátt fyrir góðan árangur Meistaradeildinni telja margir að starf hans sé í mikilli hættu ef liðið tapar úrslitaleiknum í kvöld, en Real Madrid endaði 17 stigum á eftir Barcelona í spænsku deildinni á tímabilinu. Jurgen Klopp er þó á því árangur Zidane hjá Real Madrid sé frábær. „Zidane er á meðal fimm bestu knattspyrnumanna allra tíma. Ég hef verið lengur hjá Liverpool en hann hefur knattspyrnustjóri Real Madrid og hann er að reyna að vinna Meistaradeildina í þriðja skiptið. Það hefur enginn þjálfari gert áður. Hann er stórkostlegur, rétt eins og hann var sem leikmaður,“ segir Klopp. Jurgen Klopp hefur einu sinni áður stýrt liði til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Það var fyrir fimm árum síðan þegar hans fyrrum menn í Borussia Dortmund töpuðu fyrir erkifjendunum í Bayern Munich. „Ég er viss um að ég hafi verið miklu spenntari síðast. Að fara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem þjálfari er erfitt. Á þeim tíma fannst mér ég vera að fá tækifæri sem maður fær bara einu sinni á lífsleiðinni,“ segir Klopp um síðasta úrslitaleik sinn í Meistaradeildinni. „Eftir leikinn vissi ég að ég vildi fá þetta tækifæri aftur. Það tók þó nokkurn tíma en hér erum við, vegna þess að strákarnir mínir gáfu mér tækifærið aftur,“ segir Klopp. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
„Reynsla er mjög mikilvæg og ég er viss um að síðustu sekúndurnar áður en leikurinn hefst verða Real öruggari en við. En það er ekki vandamál af því að leiknum lýkur ekki á þeim sekúndum, þá byrjar hann,“ segir Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Hans menn mæta Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld, á sviði sem enginn leikmaður Liverpool hefur áður leikið á en Real Madrid hefur unnið keppnina síðastliðin tvö ár. „Reynsla þeirra er mikið forskot, 100 prósent, en það hjálpar þeim ekki allan tímann sem á leiknum stendur. Við verðum að gera þetta eins erfitt og mögulegt er fyrir þá,“ segir Klopp. Ekkert knattspyrnulið hefur unnið Meistaradeild Evrópu oftar en Real Madrid, en liðið hefur unnið keppnina ellefu sinnum. Liverpool eru þó engir nýgræðingar í keppninni en félagið hefur unnið titilinn fimm sinnum, síðast árið 2005. „Við erum Liverpool. Við erum ekki bara mjög gott fótboltalið, það er í DNA þessa félags að gera stóra hluti. Það bjóst enginn við okkur hér, en við erum hérna vegna þess að við erum Liverpool. Við fórum ótrúlegustu leiðina hingað og skoruðum flest mörkin,“ segir Klopp. „Við höfum haft tvær vikur til þess að undirbúa okkur og það er allt á hreinu. Við höfum rýnt í leiki Real Madrid gegn ólíkum liðum og hugsað „vá, þeir eru virkilega góðir,“ en þeir hafa aldrei spilað á móti okkur.“ Hrósar ZidaneZinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er að stýra liðinu í sínum þriðja úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þrátt fyrir góðan árangur Meistaradeildinni telja margir að starf hans sé í mikilli hættu ef liðið tapar úrslitaleiknum í kvöld, en Real Madrid endaði 17 stigum á eftir Barcelona í spænsku deildinni á tímabilinu. Jurgen Klopp er þó á því árangur Zidane hjá Real Madrid sé frábær. „Zidane er á meðal fimm bestu knattspyrnumanna allra tíma. Ég hef verið lengur hjá Liverpool en hann hefur knattspyrnustjóri Real Madrid og hann er að reyna að vinna Meistaradeildina í þriðja skiptið. Það hefur enginn þjálfari gert áður. Hann er stórkostlegur, rétt eins og hann var sem leikmaður,“ segir Klopp. Jurgen Klopp hefur einu sinni áður stýrt liði til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Það var fyrir fimm árum síðan þegar hans fyrrum menn í Borussia Dortmund töpuðu fyrir erkifjendunum í Bayern Munich. „Ég er viss um að ég hafi verið miklu spenntari síðast. Að fara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem þjálfari er erfitt. Á þeim tíma fannst mér ég vera að fá tækifæri sem maður fær bara einu sinni á lífsleiðinni,“ segir Klopp um síðasta úrslitaleik sinn í Meistaradeildinni. „Eftir leikinn vissi ég að ég vildi fá þetta tækifæri aftur. Það tók þó nokkurn tíma en hér erum við, vegna þess að strákarnir mínir gáfu mér tækifærið aftur,“ segir Klopp. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira