Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Þórdís Valsdóttir skrifar 12. maí 2018 14:41 Dagur segir að ekki standi steinn yfir steini í þessum hugmyndum Sjálfstæðisflokksins. Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. „Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í gær sína þriðju útfærslu af byggð í Örfirisey á fjórum vikum – og er synd að hún hafi ekki vakið meiri athygli. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum hugmyndum, frekar en þeim fyrri,“ segir Dagur. Hugmynd Sjálfstæðisflokksins er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi svæði í Örfirisey. Þar er gert ráð fyrir að bílar aki ekki um hverfið, göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu og að sú brú yrði opnanleg til að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. Dagur segir að ekki verið séð að umrædd brú stytti ferðatíma gangandi og hjólandi neitt og að „lágmarks-innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“. „Við erum að tala um höfn sem er lifandi fiskihöfn og sem slík eitt skemmtilegasta svæði borgarinnar sem við eigum sannarlega að standa vörð um, en til viðbótar: stærsta verstöð Íslands, vinsælasta hvalaskoðunarhöfn landsins, viðkomustaður minni skemmtiferðaskipa, að ótöldum öðrum ferðaþjónustubátum af öllu tagi og þannig mætti áfram telja,“ segir Dagur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn átti sig greinilega engan veginn á mikilvægi hafnarinnar fyrir atvinnulíf og ásýnd borgarinnar og þá fjölbreyttu starfsemi sem þar er. „Að ótöldum þeim viðsnúningi flokksins frá því að öll heimili eigi að eiga tvo bíla að kynna bíllaust hverfi án nokkurra samgöngulausna. Hvenær ætlar þessum ótrúlega vandræðagangi að linna?,“ spyr Dagur að lokum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. 12. maí 2018 10:00 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. „Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í gær sína þriðju útfærslu af byggð í Örfirisey á fjórum vikum – og er synd að hún hafi ekki vakið meiri athygli. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum hugmyndum, frekar en þeim fyrri,“ segir Dagur. Hugmynd Sjálfstæðisflokksins er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi svæði í Örfirisey. Þar er gert ráð fyrir að bílar aki ekki um hverfið, göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu og að sú brú yrði opnanleg til að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. Dagur segir að ekki verið séð að umrædd brú stytti ferðatíma gangandi og hjólandi neitt og að „lágmarks-innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“. „Við erum að tala um höfn sem er lifandi fiskihöfn og sem slík eitt skemmtilegasta svæði borgarinnar sem við eigum sannarlega að standa vörð um, en til viðbótar: stærsta verstöð Íslands, vinsælasta hvalaskoðunarhöfn landsins, viðkomustaður minni skemmtiferðaskipa, að ótöldum öðrum ferðaþjónustubátum af öllu tagi og þannig mætti áfram telja,“ segir Dagur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn átti sig greinilega engan veginn á mikilvægi hafnarinnar fyrir atvinnulíf og ásýnd borgarinnar og þá fjölbreyttu starfsemi sem þar er. „Að ótöldum þeim viðsnúningi flokksins frá því að öll heimili eigi að eiga tvo bíla að kynna bíllaust hverfi án nokkurra samgöngulausna. Hvenær ætlar þessum ótrúlega vandræðagangi að linna?,“ spyr Dagur að lokum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. 12. maí 2018 10:00 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. 12. maí 2018 10:00
Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28