Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Kjartan Kjartansson og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 31. júlí 2018 19:54 Níu af hverjum tíu ökumönnum á aldrinum 18-44 ára nota snjallsíma ólöglega undir stýri þrátt fyrir að þeir telji slíkt athæfi hættulegt. Þetta kemur fram í rannsókn sem tryggingafélagið Sjóvá hefur látið gera. Verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá segir þá sem nota snjallsíma undir stýri grafa undan umferðaröryggi. Rannsóknin á snjallsímanotkun undir stýri leiddi í ljós að 90% af yngri ökumönnum noti síma sína ólöglega í umferðinni. Rúmur þriðjungur les eða sendir skilaboð undir stýri, tæpur helmingur talar í símann án handfrjáls búnaðar og sama hlutfall lítur á símann og les tilkynningar við akstur. Engu að síður töldu 60% ökumanna sig vita hversu ströng viðurlög eru við símnotkun undir stýri og nánast allir svarendur töldu hættulegt að nota símann við akstur. Karlotta Halldórsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá, segir snjallsímanotkunina í umferðinni eitt stærsta áhyggjuefni síðari ára og spyr hvort að síminn sé virkilega svo mikilvægur. „Menn virðast gera sér alveg fullkomna grein fyrir að þetta er hættulegt og að þetta hafi mikil áhrif á aksturshæfni en það er samt sem áður stór meirihluti sem gerir þetta samt sem áður,“ segir hún.Ógna eigin öryggi og annarra Notkunin hefur aukist töluvert frá sambærilegri könnun sem Sjóvá lét gera árið 2015. Karlotta segir að ef allir þeir sem tala í síma án handfrjáls búnaðar undir stýri samkvæmt rannsókninni fengju eina sekt á ári fyrir athæfið þá næmi upphæðin um 4,3 milljörðum króna samanlagt. Karlotta segir þörf á samfélagslegu átaki, öflugri forvörnum og fordæmingu á þessari hegðun. Þeir sem noti snjallsíma undir stýri ógni ekki aðeins eigin öryggi heldur einnig annarra í umferðinni. Margt bendi til þess að snjallsímanotkun ökumanna stuðli að slysum. Fá raungögn séu til um slík slys hér á landi en í Bandaríkjunum megi rekja eitt af hverjum fjórum slysum í umferðinni til símnotkunar undir stýri. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Níu af hverjum tíu ökumönnum á aldrinum 18-44 ára nota snjallsíma ólöglega undir stýri þrátt fyrir að þeir telji slíkt athæfi hættulegt. Þetta kemur fram í rannsókn sem tryggingafélagið Sjóvá hefur látið gera. Verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá segir þá sem nota snjallsíma undir stýri grafa undan umferðaröryggi. Rannsóknin á snjallsímanotkun undir stýri leiddi í ljós að 90% af yngri ökumönnum noti síma sína ólöglega í umferðinni. Rúmur þriðjungur les eða sendir skilaboð undir stýri, tæpur helmingur talar í símann án handfrjáls búnaðar og sama hlutfall lítur á símann og les tilkynningar við akstur. Engu að síður töldu 60% ökumanna sig vita hversu ströng viðurlög eru við símnotkun undir stýri og nánast allir svarendur töldu hættulegt að nota símann við akstur. Karlotta Halldórsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá, segir snjallsímanotkunina í umferðinni eitt stærsta áhyggjuefni síðari ára og spyr hvort að síminn sé virkilega svo mikilvægur. „Menn virðast gera sér alveg fullkomna grein fyrir að þetta er hættulegt og að þetta hafi mikil áhrif á aksturshæfni en það er samt sem áður stór meirihluti sem gerir þetta samt sem áður,“ segir hún.Ógna eigin öryggi og annarra Notkunin hefur aukist töluvert frá sambærilegri könnun sem Sjóvá lét gera árið 2015. Karlotta segir að ef allir þeir sem tala í síma án handfrjáls búnaðar undir stýri samkvæmt rannsókninni fengju eina sekt á ári fyrir athæfið þá næmi upphæðin um 4,3 milljörðum króna samanlagt. Karlotta segir þörf á samfélagslegu átaki, öflugri forvörnum og fordæmingu á þessari hegðun. Þeir sem noti snjallsíma undir stýri ógni ekki aðeins eigin öryggi heldur einnig annarra í umferðinni. Margt bendi til þess að snjallsímanotkun ökumanna stuðli að slysum. Fá raungögn séu til um slík slys hér á landi en í Bandaríkjunum megi rekja eitt af hverjum fjórum slysum í umferðinni til símnotkunar undir stýri.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira