Þórey Rósa: Slóvenar eru lið sem hentar okkur ágætlega Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. mars 2018 14:30 Þórey Rósa Stefánsdóttir á að baki 80 A-landsleiki fyrir Ísland. vísir/ernir Þórey Rósa Stefánsdóttir, annar fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta, er bjartsýn á möguleika liðsins gegn Slóveníu, en liðin mætast í mikilvægum leik í undankeppni EM í Frakklandi í Laugardalshöll í kvöld. „Ég er spennt fyrir því að spila aftur landsleik, það er orðið svolítið síðan síðast og það er alltaf gaman að spila landsleik hérna heima,“ sagði Þórey Rósa á blaðamannafundi HSÍ fyrir leikinn í kvöld. „Við erum klárlega minna liðið í þessum leik. Þær hafa verið að gera góða hluti á síðustu mánuðum og ári, en ég held samt sem áður að þetta sé lið sem hentar okkur ágætlega og ég tel okkur hafa góðar lausnir og bíð spennt eftir að sjá hvernig það kemur út.“ Íslenska liðið verður að ná í sigur í þessum leik ætli það sér að komast í lokakeppnina. Liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum og situr á botninum án stiga. „Ef við ætlum okkur á næsta stórmót þá verðum við að gjöra svo vel og vinna þessa leiki. Það er klárlega spark í rassinn að standa sig.“ Ísland fékk stóran skell á móti frændum okkar Dönum í síðasta leik í keppninni í október þar sem liðið tapaði með 15 mörkum í Laugardalshöllinni og skoraði aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þórey sagðist ekki halda að það tap sitji neitt í íslensku stelpunum. „Við tókum góða ferð til Þýskalands og Slóvakíu og náðum að þjappa okkur vel saman og spila góða leiki, í bland við slæman leik, og ég vona að við tökum góðu hlutina með okkur.“ Liðið kom saman á sunnudaginn, en síðasta umferð Olís deildar kvenna fór fram á laugardag. Það var því stuttur tími sem landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson hafði til að stilla saman strengi og undirbúa liðið. „Já, auðvitað [hefur það áhrif], en það eru öll liðin í sömu stöðu. Þetta snýst um að spila vel með sínu félagsliði líka og vera í góðu standi þegar þú mætir í landsliðið,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 19:30 í Laugardalshöll og er frítt inn á leikinn fyrir alla aldurshópa. Handbolti Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Brighton | Komast Poolarar á toppinn? Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Fleiri fréttir Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Sjá meira
Þórey Rósa Stefánsdóttir, annar fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta, er bjartsýn á möguleika liðsins gegn Slóveníu, en liðin mætast í mikilvægum leik í undankeppni EM í Frakklandi í Laugardalshöll í kvöld. „Ég er spennt fyrir því að spila aftur landsleik, það er orðið svolítið síðan síðast og það er alltaf gaman að spila landsleik hérna heima,“ sagði Þórey Rósa á blaðamannafundi HSÍ fyrir leikinn í kvöld. „Við erum klárlega minna liðið í þessum leik. Þær hafa verið að gera góða hluti á síðustu mánuðum og ári, en ég held samt sem áður að þetta sé lið sem hentar okkur ágætlega og ég tel okkur hafa góðar lausnir og bíð spennt eftir að sjá hvernig það kemur út.“ Íslenska liðið verður að ná í sigur í þessum leik ætli það sér að komast í lokakeppnina. Liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum og situr á botninum án stiga. „Ef við ætlum okkur á næsta stórmót þá verðum við að gjöra svo vel og vinna þessa leiki. Það er klárlega spark í rassinn að standa sig.“ Ísland fékk stóran skell á móti frændum okkar Dönum í síðasta leik í keppninni í október þar sem liðið tapaði með 15 mörkum í Laugardalshöllinni og skoraði aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þórey sagðist ekki halda að það tap sitji neitt í íslensku stelpunum. „Við tókum góða ferð til Þýskalands og Slóvakíu og náðum að þjappa okkur vel saman og spila góða leiki, í bland við slæman leik, og ég vona að við tökum góðu hlutina með okkur.“ Liðið kom saman á sunnudaginn, en síðasta umferð Olís deildar kvenna fór fram á laugardag. Það var því stuttur tími sem landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson hafði til að stilla saman strengi og undirbúa liðið. „Já, auðvitað [hefur það áhrif], en það eru öll liðin í sömu stöðu. Þetta snýst um að spila vel með sínu félagsliði líka og vera í góðu standi þegar þú mætir í landsliðið,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 19:30 í Laugardalshöll og er frítt inn á leikinn fyrir alla aldurshópa.
Handbolti Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Brighton | Komast Poolarar á toppinn? Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Fleiri fréttir Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Sjá meira