Bæjarfulltrúar í Borgarbyggð vilja efla grunnþjónustuna til að laða að fleiri íbúa Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. maí 2018 20:33 Bæjarfulltrúar í Borgarbyggð búast við hraðri íbúafjölgun næstu árin og vilja efla grunnþjónustuna til að laða að fleiri í sveitarfélagið. Fjölskylduvænni bær og fjölbreyttara atvinnulíf eru meðal stefnumála fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ríflega 3700 manns býr í Borgarbyggð og þar af helmingur í Borgarnesi. Síðustu ár hefur verið tveggja prósenta fjölgun íbúa í Borgarnesi, sem er talsvert hægari fjölgun en til dæmis á Akranesi. „Auðvitað viljum við fá fleira fólk, það liggur í hlutarins eðli. Við erum aðeins seinni á bylgjunni en á Skaga því við erum aðeins lengra frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Borgarbyggð eru allir sammála um að grunnþjónustan í Borgarnesi geti tekið við fleiri íbúum. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa verið í meirihluta síðustu ár og reikna með mikilli fjölgun íbúa næstu ár.En hvernig? „Það er nú fyrst og fremst með því að lyfta upp því flotta umhverfi sem er hér í Borgarbyggð. Koma skilaboðum til skila til þeirra sem við viljum ná til,“ segir Magnús Smári Snorrason, oddviti Samfylkingarinnar og óháðra. Sjálfstæðismenn vilja bæta þjónustuna til að laða að fólk. „Þar með talið endurskoða gjaldskrár og lækka stórlega leikskólagjöld til að laða að fjölskyldufólk og frítt í íþróttir og sund fyrir eldri borgara sveitarfélagsins,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks. Oddviti Framsóknarflokks vill fjölga leiguíbúðum og efla atvinnulífið. Sama segir oddviti Vinstri grænna sem segir mikla þörf á fjölbreyttum störfum, sérstaklega fyrir háskólamenntaða. „Við viljum auka fjölbreytni í atvinnulífinu hér. Það er hægt að gera það með auknu framboði á lóðum og koma til móts við fyrirtæki svo þau sjái hag sinn í að reka sinn rekstur hér frekar en annars staðar,“ segir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Borgarbyggð. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45 Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. 7. maí 2018 20:00 Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. 7. maí 2018 19:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Bæjarfulltrúar í Borgarbyggð búast við hraðri íbúafjölgun næstu árin og vilja efla grunnþjónustuna til að laða að fleiri í sveitarfélagið. Fjölskylduvænni bær og fjölbreyttara atvinnulíf eru meðal stefnumála fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ríflega 3700 manns býr í Borgarbyggð og þar af helmingur í Borgarnesi. Síðustu ár hefur verið tveggja prósenta fjölgun íbúa í Borgarnesi, sem er talsvert hægari fjölgun en til dæmis á Akranesi. „Auðvitað viljum við fá fleira fólk, það liggur í hlutarins eðli. Við erum aðeins seinni á bylgjunni en á Skaga því við erum aðeins lengra frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Borgarbyggð eru allir sammála um að grunnþjónustan í Borgarnesi geti tekið við fleiri íbúum. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa verið í meirihluta síðustu ár og reikna með mikilli fjölgun íbúa næstu ár.En hvernig? „Það er nú fyrst og fremst með því að lyfta upp því flotta umhverfi sem er hér í Borgarbyggð. Koma skilaboðum til skila til þeirra sem við viljum ná til,“ segir Magnús Smári Snorrason, oddviti Samfylkingarinnar og óháðra. Sjálfstæðismenn vilja bæta þjónustuna til að laða að fólk. „Þar með talið endurskoða gjaldskrár og lækka stórlega leikskólagjöld til að laða að fjölskyldufólk og frítt í íþróttir og sund fyrir eldri borgara sveitarfélagsins,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks. Oddviti Framsóknarflokks vill fjölga leiguíbúðum og efla atvinnulífið. Sama segir oddviti Vinstri grænna sem segir mikla þörf á fjölbreyttum störfum, sérstaklega fyrir háskólamenntaða. „Við viljum auka fjölbreytni í atvinnulífinu hér. Það er hægt að gera það með auknu framboði á lóðum og koma til móts við fyrirtæki svo þau sjái hag sinn í að reka sinn rekstur hér frekar en annars staðar,“ segir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Borgarbyggð.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45 Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. 7. maí 2018 20:00 Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. 7. maí 2018 19:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45
Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. 7. maí 2018 20:00
Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. 7. maí 2018 19:17