Nýr forseti NRA hlaut dóm í tengslum við eitt mesta hneyksli bandarískra stjórnmála Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2018 22:58 Oliver North á ársþingi NRA um helgina. vísir/getty Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratug síðustu aldar vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. North, sem vann fyrir öryggisráð Ronald Reagan í forsetatíð hans, var dæmdur árið 1989 fyrir að selja vopn til Írans. Vopnasalan var ólögleg þar sem Íran sætti viðskiptabanni en hagnaðurinn var notaður til að fjármagna kontra-uppreisnarsveitirnar í Níkaragva en Bandaríkjaforseti studdi sveitirnar. Árið 1991 var dómnum yfir North snúið við þar sem saksóknarar töldu sig ekki geta sannað að þeir sem báru vitni gegn honum væru ekki litaðir af skýrslu sem North gaf Bandaríkjaþingi á sínum tíma um málið. Var North veitt friðhelgi varðandi það sem hann greindi frá í þeirri skýrslutöku. Íran-kontra-skandallinn er eitt mesta hneyksli síðari tíma í bandarískum stjórnmálum og því vekur það óneitanlega athygli að NRA skuli velja sér North sem forseta nú. North hefur á undanförnum árum reynt fyrir sér sem stjórnmálaskýrandi og sjónvarpsmaður en hann starfaði á sjónvarpsstöðinni Fox News. Samtök byssueigenda eru ein stærstu og öflugustu hagsmunasamtökin í Bandaríkjunum en barátta þeirra fyrir rétti fólks til að eiga byssur er umdeild, ekki síst í ljósi þeirra fjölda skotárása sem verið hafa í landinu undanfarin misseri. Þar á meðal er ein sú mannskæðasta í sögunni þegar Stephen Paddock skaut 58 manns til bana í Las Vegas í október í fyrra. Níkaragva Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratug síðustu aldar vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. North, sem vann fyrir öryggisráð Ronald Reagan í forsetatíð hans, var dæmdur árið 1989 fyrir að selja vopn til Írans. Vopnasalan var ólögleg þar sem Íran sætti viðskiptabanni en hagnaðurinn var notaður til að fjármagna kontra-uppreisnarsveitirnar í Níkaragva en Bandaríkjaforseti studdi sveitirnar. Árið 1991 var dómnum yfir North snúið við þar sem saksóknarar töldu sig ekki geta sannað að þeir sem báru vitni gegn honum væru ekki litaðir af skýrslu sem North gaf Bandaríkjaþingi á sínum tíma um málið. Var North veitt friðhelgi varðandi það sem hann greindi frá í þeirri skýrslutöku. Íran-kontra-skandallinn er eitt mesta hneyksli síðari tíma í bandarískum stjórnmálum og því vekur það óneitanlega athygli að NRA skuli velja sér North sem forseta nú. North hefur á undanförnum árum reynt fyrir sér sem stjórnmálaskýrandi og sjónvarpsmaður en hann starfaði á sjónvarpsstöðinni Fox News. Samtök byssueigenda eru ein stærstu og öflugustu hagsmunasamtökin í Bandaríkjunum en barátta þeirra fyrir rétti fólks til að eiga byssur er umdeild, ekki síst í ljósi þeirra fjölda skotárása sem verið hafa í landinu undanfarin misseri. Þar á meðal er ein sú mannskæðasta í sögunni þegar Stephen Paddock skaut 58 manns til bana í Las Vegas í október í fyrra.
Níkaragva Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira