Erlent

Tapaði stórum hluta jarðareignar ofan í fornt eldfjall

Samúel Karl Ólason skrifar
Bóndinn segir ekki koma til greina að fylla í skurðinn.
Bóndinn segir ekki koma til greina að fylla í skurðinn.
Á einni nóttu opnaðist 20 metra djúpur og 200 metra langur skurður á landareign bónda í Nýja Sjálandi. Svo virðist sem að bóndabærinn hafi setið á 60 þúsund ára gömlu eldfjalli og að áðurnefndur skurður hafi myndast undir jörðinni á þúsunda ára tímabili.

Holan myndaðist á svæði sem er þekkt fyrir miklar jarðhræringar.

Vinnumaður ók næstum því ofan í skurðinn þegar hann var að smala kúm saman á fjórhjóli að nóttu til í síðustu viku. Hann áttaði sig þó ekki á því hve stór skurðurinn var fyrr en dagaði.

Eigandi bóndabæjarins segir algengt að jarðvegur sökkvi á landareigninni en það hafi aldrei gerst á þessari stærðargráðu áður. Hann segist ekkert geta gert til að koma í veg fyrir að landið hans hverfi hægt og rólega.

Þar að auki segir bóndinn að ekki komi til greina að fylla upp í skurðinn. Hann ætli sér að girða í kringum hann og gleyma honum.

Fleiri sjónarhorn af holunni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×